Nokkra athygli vakti í vikunni þegar greint var frá því að Samband ungra Sjálfstæðismanna (SUS) hygðist gefa öllum sem skráðu sig til þátttöku á sambandsþing þeirra myndu fá að gjöf hvítan bol með orðinu „Frelsi“ á.
Um er að ræða íslenskaða útgáfu af bolnum sem hægrisinnaði bandaríski áhrifavaldurinn var í þegar honum var ráðinn bani á útifundi í Utah fyrr í mánuðinum.
Hugmynd Stefáns Einars
Í tölvupósti sem sendur var ungum Sjálfstæðismönnum sagði að bolurinn væri í sama stíl og bolur Kirks. „Með bolnum viljum við minna á að frelsið er grunnstef í allri stefnu SUS og að tjáningarfrelsið er hornsteinn vestrænna samfélaga. Frelsið er aldrei sjálfgefið, fyrir því þarf ávallt að berjast. Sú barátta á sér stað með orðum, en aldrei með ofbeldi.“
Fjölmiðlamaðurinn og þáttastjórnandinn Stefán Einar Stefánsson er sá sem greiðir fyrir bolina og gefur þannig þátttakendum í sambandsþingi SUS þá að gjöf. Þetta staðfestir Viktor …
Athugasemdir