Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Fjárfesti í íslenskum félögum eftir að Ásgeir varð seðlabankastjóri

Sjóð­ur Helgu Við­ars­dótt­ur, unn­ustu Ás­geirs Jóns­son­ar seðla­banka­stjóra, tók þátt í frumút­boði Ís­lands­banka ár­ið 2021. Seðla­bank­inn sagði gengi krónu og vaxta­ákvarð­an­ir ekki hafa áhrif á sjóð­inn, enda fjár­fest­ing­ar sjóðs­ins er­lend­is. Veik króna gagn­vart doll­ara kom „eins og bón­us“ sagði Helga.

Fjárfesti í íslenskum félögum eftir að Ásgeir varð seðlabankastjóri
Ásgeir Jónsson og Helga Viðarsdóttir Sjóður Helgu átti í innlendum félögum, það er Íslandsbanka og Ölgerðinni, en Seðlabankinn sagði ákvarðanir sem Ásgeir kemur að varðandi gengi og gjaldeyrisinngrip ekki hafa áhrif á afkomu sjóðsins. Mynd: Samsett Heimildin / Davíð Þór

Fjárfestingasjóðurinn Spakur Invest, sem Helga Viðarsdóttir, unnusta Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra stýrir, fjárfesti í innlendum bréfum eftir stofnun árið 2021 fram til ársins 2023.

Þetta stangast á við svar Seðlabankans við fyrirspurn Heimildarinnar þar sem fram kom að sjóðurinn fjárfesti aðeins í erlendum bréfum og því hafi gengi krónu og vaxtaákvarðanir hér á landi ekki áhrif á ávöxtun sjóðsins. Styrking Bandaríkjadals gagnvart krónu kom „eins og bónus“ fyrir hluthafa sjóðsins, sagði Helga í blaðaviðtali ári eftir stofnun sjóðsins.

Sjóðurinn tók þátt í frumútboði á hlutum í Íslandsbanka á stofnári sínu 2021 en kaupendur í útboðinu voru ekki nafngreindir opinberlega. Á þessum tíma var Ásgeir seðlabankastjóri og þau Helga trúlofuð.

Í svari við fyrirspurn Heimildarinnar segir Helga, sem er stofnandi, framkvæmdastjóri og stjórnarmaður í Spaki Invest, að innlend hlutabréf hafi verið á meðal fjárfestinga sjóðsins á fyrstu tveimur starfsárum hans.  Sjóðurinn hafi meðal annars …

Kjósa
27
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • NB
    Nói Björnsson skrifaði
    Halló halló, er trúverðugleiki Seðlabankastjórans ekki farinn út um gluggann núna ?
    1
  • Ásgeir Överby skrifaði
    Kerfið gerir ekki ráð fyrir að eiginkonur æðstu embættismanna vinni úti. Laun þeirra eiga jafnvel að geta framfleytt stórri fjölskyldu. Það geta hagsmunir rekist á ef t.d. hjón eru sveitarstjórar og skólastjórar á sama stað.
    4
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Maður getur ekki tekið neinu sem sjálfsögðum hlut
5
Viðtal

Mað­ur get­ur ekki tek­ið neinu sem sjálf­sögð­um hlut

Linda Þor­valds­dótt­ir er húsa­mál­ari sem mál­ar mál­verk og steypu­lista­verk í líki dauð­ans hafa vak­ið at­hygli á lóð­inni henn­ar. Und­ir niðri kraum­ar þung­lyndi sem hef­ur fylgt henni alla tíð. Sorg­ina þekk­ir hún, eft­ir að hafa misst syst­ur sína en í fyrra lést barns­fað­ir henn­ar þeg­ar hann féll of­an í sprungu í Grinda­vík. Eft­ir kuln­un hóf hún störf hjá Kirkju­görð­um Reykja­vík­ur.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár