Már Wolfgang Mixa, dósent í viðskiptafræði við Háskóla Íslands, segir að í dag taki það álíka langan tíma fyrir manneskju á leigumarkaði að safna sér fyrir útborgun og árið 2011. Þegar allt var, að hans sögn, „í kaldakoli á Íslandi, efnahagslega séð“. Þá telur hann að yfirfæra megi þessa möguleika yfir á aðra hópa en leigjendur vegna þess að bæði laun og leiguverð hafi hækkað.
Már segir að nú, líkt og þá, sé það enn fremur um það bil vonlaust fyrir einstæða foreldra á leigumarkaði að safna sér fyrir íbúð. „Þess vegna er stór hluti af þeim hópi sem lifa nokkurs konar YOLO – you only live once lífi. Fólk bara sér að það mun aldrei ná þessu. Svo þú kaupir þér flott brauð með kaffinu og eitthvað svoleiðis.“
Árið 2011 var þó mjög stutt í það að mikill umsnúningur í efnahagslífinu ætti sér stað. Spurður hvernig hann meti líkurnar …
Einmitt af þessari ástæðu er það afleit og stórvarasöm hugmynd að tengja verðtryggingu húsnæðislána við fasteignavísitölu. Ef það væri gert myndu eftirstöðvar og greiðslubyrði slíkra lána hækka mun hraðar en þau gera nú þegar með tengingu við vísitölu neysluverðs.
Lausnin á þeim fjölmörgu efnahagslegu vandamálum sem gríðarleg útbreiðsla verðtryggingar skapar hér á landi er ekki ekki að "fikta" í vísitöluviðmiðum eða breyta þeim með einhverjum "hókus pókus" aðgerðum sem gera ekkert nema að viðhalda vandamálunum.
Eina lausnin á vandamálunum sem verðtrygging veldur er að afnema hana. Það væri sáraeinföld aðgerð og útfærslan á henni hefur legið fyrir mörgum árum saman. Samþykki meirihluta Alþingis er það eina sem þarf: https://www.althingi.is/altext/154/s/0109.html