Hátt fasteignaverð á Íslandi ræðst af háu leiguverði og háum vöxtum að mati Ólafs Margeirssonar hagfræðings. Byggja þarf meira til að losa um stífluna.
„Við erum ekki að byggja nema tæplega 3.000 íbúðir á ári en þyrftum að byggja svona 4.000, 4.500 á ári um það bil,“ segir hann. „Fyrsta vandamálið er að við þurfum að byggja meira. Í öðru lagi er sérstaklega vandamálið að við þurfum að byggja eignir sem eru hannaðar fyrir eldra fólk. Ekki ungt fólk.“
Þetta er á skjön við þá umræðu sem hefur verið um að byggja þurfi sérstaklega húsnæði sem hentar fyrstu kaupendum. „Það er því miður algengur misskilningur að það sé hægt að byggja ódýrar íbúðir,“ segir Ólafur. „Það þarf að byggja sérstaklega fyrir eldra fólk út af lýðfræðilegum ástæðum. Það þarf að byggja svona 1.000 til 1.200 íbúðir á ári í kringum 60 fermetra og hanna þær fyrir eldra fólk, það er …
Athugasemdir