Íslendingar hafa lengi kallað sig bókmenntaþjóð og landið sjálft sögueyju. Talað er um að sagnaarfurinn frá fyrstu landnemunum hafi borist til nýrra kynslóða sem skálda sínar bókmenntir í samræmi við íslenska arfleifð.
Með tilkomu spunagreindar (e. generative artificial intelligence) á borð við ChatGPT nýtist öll bókmenntasagan við að spinna nýtt efni. Þannig notaði til dæmis Bandaríkjamaðurinn Tim Boucher spunagreind strax árið 2023 til að „skrifa“ hundruð myndskreyttra bóka, selja þær og græða á þeim. Hann sagði Newsweek að hann hefði fengið þúsundir dollara fyrir bækurnar sem tók hann jafnvel aðeins þrjá klukkutíma hverja að skrifa. Spunagreindin væri þannig gott tól til að koma ímyndunarafli sínu í farveg.
En eru verk búin til af spunagreind list? Þessi umræða hefur undanfarin ár átt sér stað innan allra listgreina, allt frá tónlist og myndlist til kvikmynda og bókmennta.
Bergsveinn Birgisson, höfundur ljóðabóka og skáldsagna, meðal annars Svars við bréfi Helgu, hefur skrifað nýja …
Athugasemdir