Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Út­gerð­ar­stjóri Sam­herja og við­skipta­fé­lagi hans kaupa upp rík­is­eign­ir á fast­eigna­mark­aði.

Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar
Kristján Vilhelmsson Hefur keypt upp fasteignir og byggt upp nýjan miðbæ á Selfossi síðustu ár. Mynd: Auðunn Níelsson

Fasteignafélag í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs og eins af stofnendum Samherja, hefur keypt höfuðstöðvar ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík, mánuði eftir að hafa keypt höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur.

Landsvirkjun seldi húsið á 1,2 milljarða króna, en flatarmál þess er 4.555 fermetrar. Landsvirkjun hefur komið sér fyrir í tímabundnu húsnæði við Katrínartún, þar til áformaðar höfuðstöðvar rísa við Bústaðarveg á lóðum sem Landsvirkjun keypti í febrúar fyrir 1,3 milljarða króna.

Mygla fannst í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut fyrir tveimur árum og voru starfsmenn þá fluttir í annað húsnæði.

Háaleitisbraut 68Úr turni Landsvirkjunar er útsýni til allra átta. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún.

Félagið sem kaupir heitir Landsbyggð ehf. Það er að helmingi í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og öðrum helmingi Leós Árnasonar. Þeir eiga sömuleiðis félagið Sigtún sem byggir upp nýjan miðbæ á Selfossi og keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020 á 350 milljónir króna. Kaupin voru nokkuð umdeild. Eins og fjallað var um í Heimildinni í september 2023 greindi bæjarfulltrúi í Árborg frá því að hann hefði fengið tilboð um fjárhagslegan stuðning í kosningabaráttu gegn því að koma í veg fyrir að sama hús yrði keypt af sveitarfélaginu.

Landsbyggð hagnaðist um 439 milljónir króna á síðasta birta uppgjörsári, 2023. Þá skuldaði félagið Kristjáni 2,5 milljarða króna. Var boðað að hlutafé yrði aukið um tvo milljarða króna. Félagið hét Austurbær - Fasteignafélag þar til í maí að nafni þess var breytt.

Húsið að Háaleitisbraut 68 var auglýst til sölu í apríl sl. og bárust sex tilboð. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar ehf, að húsið geti áfram verið atvinnuhúsnæði. „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými.“

Þá segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, að unnið sé að þróun nýrra höfuðstöðva. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir.“

Kjósa
6
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár