Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar

Út­gerð­ar­stjóri Sam­herja og við­skipta­fé­lagi hans kaupa upp rík­is­eign­ir á fast­eigna­mark­aði.

Kaupir líka höfuðstöðvar Landsvirkjunar
Kristján Vilhelmsson Hefur keypt upp fasteignir og byggt upp nýjan miðbæ á Selfossi síðustu ár. Mynd: Auðunn Níelsson

Fasteignafélag í eigu Kristjáns Vilhelmssonar, framkvæmdastjóra útgerðarsviðs og eins af stofnendum Samherja, hefur keypt höfuðstöðvar ríkisfyrirtækisins Landsvirkjunar við Háaleitisbraut 68 í Reykjavík, mánuði eftir að hafa keypt höfuðstöðvar Landsbankans við Austurstræti í miðbæ Reykjavíkur.

Landsvirkjun seldi húsið á 1,2 milljarða króna, en flatarmál þess er 4.555 fermetrar. Landsvirkjun hefur komið sér fyrir í tímabundnu húsnæði við Katrínartún, þar til áformaðar höfuðstöðvar rísa við Bústaðarveg á lóðum sem Landsvirkjun keypti í febrúar fyrir 1,3 milljarða króna.

Mygla fannst í húsnæði Landsvirkjunar við Háaleitisbraut fyrir tveimur árum og voru starfsmenn þá fluttir í annað húsnæði.

Háaleitisbraut 68Úr turni Landsvirkjunar er útsýni til allra átta. Starfsfólk höfuðstöðvanna var um tíma á þremur stöðum í borginni, í Grósku, á Hafnartorgi og við Háaleitisbraut, en er nú allt sameinað í leiguhúsnæði við Katrínartún.

Félagið sem kaupir heitir Landsbyggð ehf. Það er að helmingi í eigu Kristjáns Vilhelmssonar og öðrum helmingi Leós Árnasonar. Þeir eiga sömuleiðis félagið Sigtún sem byggir upp nýjan miðbæ á Selfossi og keypti Landsbankahúsið á Selfossi árið 2020 á 350 milljónir króna. Kaupin voru nokkuð umdeild. Eins og fjallað var um í Heimildinni í september 2023 greindi bæjarfulltrúi í Árborg frá því að hann hefði fengið tilboð um fjárhagslegan stuðning í kosningabaráttu gegn því að koma í veg fyrir að sama hús yrði keypt af sveitarfélaginu.

Landsbyggð hagnaðist um 439 milljónir króna á síðasta birta uppgjörsári, 2023. Þá skuldaði félagið Kristjáni 2,5 milljarða króna. Var boðað að hlutafé yrði aukið um tvo milljarða króna. Félagið hét Austurbær - Fasteignafélag þar til í maí að nafni þess var breytt.

Húsið að Háaleitisbraut 68 var auglýst til sölu í apríl sl. og bárust sex tilboð. Fyrirtækjaráðgjöf Kviku banka hafði umsjón með söluferlinu.

Í fréttatilkynningu er haft eftir Guðjóni Auðunssyni, stjórnarformanni Landsbyggðar ehf, að húsið geti áfram verið atvinnuhúsnæði. „Við sjáum fram á að nýta þetta hús á fjölbreyttan og metnaðarfullan hátt. Staðsetningin er frábær, miðsvæðis á höfuðborgarsvæðinu og nálægt helstu samgönguæðum. Við teljum að húsið geti orðið fyrsta flokks atvinnuhúsnæði þar sem fara saman skrifstofu-, þjónustu- og verslunarrými.“

Þá segir Rafnar Lárusson, framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun, að unnið sé að þróun nýrra höfuðstöðva. „Við hjá Landsvirkjun fögnum því að gömlu höfuðstöðvarnar okkar séu komnar í hendur nýrra eigenda sem hafa mikla reynslu af uppbyggingar- og umbreytingaverkefnum. Það fór vel um okkur áratugum saman á þessum einstaka útsýnisstað í miðri borginni með góðum grönnum. Við einbeitum okkur núna að því að undirbúa byggingu nýrra höfuðstöðva. Það mál er komið á rekspöl þótt endanlegar ákvarðanir um uppbyggingu liggi ekki fyrir.“

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jón Ragnarsson skrifaði
    Auðvitað fá sjávarbyggðirnar arðinn af sjávarauðlindinni hjá Samherja eigendum ? Var það ekki það sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins sögðu í umræðunum um veiðigjöldin ?
    8
  • Edda Ögmundsdóttir skrifaði
    Alltaf nógir aurar hjá Samherjamönnum, þó þeir barmi sér í útgerðinni
    eins og fleiri þeirra líkar.
    5
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Sif Sigmarsdóttir
1
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
5
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ar­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Skyndiréttur með samviskubiti
6
GagnrýniTál

Skyndirétt­ur með sam­visku­biti

Tál er 29. bók­in sem Arn­ald­ur Ind­riða­son gef­ur út á 29 ár­um. Geri aðr­ir bet­ur. Bæk­urn­ar hans hafa selst í bíl­förm­um úti um all­an heim og Arn­ald­ur ver­ið stjarn­an á toppi ís­lenska jóla­bóka­flóðs­ins frá því fyrstu bæk­urn­ar um Er­lend og fé­laga komu út. Það er erfitt að halda uppi gæð­um þeg­ar af­köst­in eru svona mik­il – en jafn­vel miðl­ungs­bók eft­ir...

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
3
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár