Rússneski herinn átti í gær sína stærstu framrás á einum sólarhringi inn í Úkraínu í meira en ár, nú skömmu fyrir leiðtogafund Trumps og Pútíns, samkvæmt greiningu AFP á gögnum frá bandaríska Institute for the Study of War.
Rússneski herinn tók eða gerði tilkall til 110 ferkílómetra í gær umfram daginn áður. Þetta var mesta framrásin síðan í lok maí 2024.
Undanfarna mánuði hefur Moskva yfirleitt tekið fimm eða sex daga til að ná slíkri framrás, þó að framgangur Rússa hafi gengið hraðar síðustu vikur.
Forsetar Bandaríkjanna og Rússlands, Donald Trump og Vladimír Pútín, munu hittast á hersöð í Anchorage í Alaska á föstudag.
Volodymyr Zelensky, forseti Úkraínu, viðurkenndi í dag að rússneskir hermenn hefðu farið allt að 10 kílómetra fram á við nálægt austurkolanámubænum Dobropillia, en sagði að úkraínski herinn myndi fljótlega „eyðileggja þá“. Boðað hefur verið til brottflutnings fjölskyldna með börn frá bæjum á svæðinu.
Rússland sagði …
Athugasemdir