Fyrir sjö árum tók fólkið á Ströndum eftir breytingu. Árviss rekaviðurinn var hættur að berast upp í fjörurnar. Þau vita ekki til þess að þetta hafi gerst áður. Það ætti Valgeir Benediktsson að vita, enda hefur hann fylgst með rekaviðnum og safnað sögu svæðisins frá því að hann rak sjálfur á fjörur heimahaganna í gegnum hafísinn 1949, ef svo má segja.
Valgeir varð breytingarinnar var fyrir átta árum. „Árið 2017 fór ég að taka verulega eftir þessu, að það barst ekkert nýtt.“
Hlunnindi Stranda
Rekaviðurinn er samstofna sögu Stranda, eins og annarrar byggðar við strandir á norðurslóðum norðan trjálínu. Um aldir hafa íbúarnir notið þess að búa að timbri. Kirkjurnar áttu margar gjöfulustu rekajarðirnar. Rekaviður var stundum dreginn alla leið suður í Skálholt.
Meðan landið bauð ekki upp á við til bátasmíði, smíðuðu Strandamenn báta úr rekavið.
„Allir bátar á 18. og 19. öld voru byggðir úr rekaviði,“ segir …
Athugasemdir (1)