Arctic Adventures létu trúnaðarmann starfsfólks fara árið 2023 eftir að hann kvartaði yfir jafnaðarkaupi, miklu vinnuálagi og fáum hléum fyrir jöklaleiðsögumenn fyrirtækisins. Maðurinn segir þátttöku sína fyrir hönd stéttarfélagsins hafa hindrað framgang hans í starfi.
Forstjóri Arctic Adventures segir hins vegar aðra þætti hafa leitt til starfsloka mannsins og að fyrirtækið fari að lögum, reglum og kjarasamningum.
Arctic Adventures er eitt stærsta fyrirtækið í íslenskri ferðaþjónustu og stærsta ferðaskrifstofa landsins árið 2023 með 5,5 milljarða króna í rekstrartekjur. Greiddi það eigendum sínum 700 milljónir króna í arð í ár en stærsti hluthafinn er Stoðir, auk þess sem lífeyrissjóðir eru stórir í hluthafahópnum. Félagið, sem hefur stefnt á skráningu á markað í nokkurn tíma, hefur einnig boðað innreið sína á hótelmarkaðinn á Íslandi og hefur fjárfest í þekktum ferðamannastöðum, þar á meðal Kerinu í Grímsnesi og Fjaðrárgljúfri við Kirkjubæjarklaustur þar sem hótelið á að rísa.
Erlendir starfsmenn fari fljótt heim
Alexander …
Athugasemdir (3)