Ungir Svíar fengnir til að fremja voðaverk í Danmörku

Tveir menn voru ný­lega dæmd­ir til þungra refs­inga í Bæj­ar­rétti Kaup­manna­hafn­ar. Dóm­arn­ir hafa vak­ið at­hygli því þetta var í fyrsta sinn sem dæmt hef­ur ver­ið, í Dan­mörku, fyr­ir að skipu­leggja morð og ráða mann til verks­ins.

7. september  árið 2024 kom 19 ára Svíi til Kaupmannahafnar eftir langt ferðalag frá Svíþjóð. Hann hafði tekið að sér verk, sem tveir menn höfðu skipulagt. Hafði reyndar verið á báðum áttum enda var verkefnið óvenjulegt. En launin freistuðu og hann sló til.

Þegar Svíinn var kominn til Kaupmannahafnar hélt hann rakleiðis heim til annars mannanna sem hann hafði verið í sambandi við og þar gisti hann næstu þrjár nætur. Mennirnir tveir fóru aftur og aftur með Svíanum yfir verkefnið, sem var að drepa félaga í glæpasamtökunum Loyal to Familia (LTF), sem eru reyndar bönnuð í Danmörku. Sá sem ráða átti af dögum var búsettur á Norðurbrú í Kaupmannahöfn. Svíinn hafði komið óvopnaður með lestinni yfir sundið en „verkkaupendurnir“ afhentu honum verkfæri; skammbyssu og rafmagnsreiðhjól.

Eins og áður var nefnt var sá sem ætlunin var að ráða af dögum félagi í glæpasamtökunum LTF. Annar þeirra sem fengu Svíann til verksins var félagi í Hells Angels glæpasamtökunum og hinn félagi í AK81, sem er stuðningshópur Hells Angels.

Rann út í sandinn

Fram undir kvöld 10. september hélt Svíinn kyrru fyrir í íbúðinni þar sem hann hafði dvalið frá því hann kom til Kaupmannahafnar. Hann hafði farið aftur og aftur yfir „áætlunina“. Snemma um kvöldið 10. september fór hann á reiðhjólinu á Blågårds plads á Norðurbrú og kynnti sér aðstæður. Beið svo eftir að stundin þegar hann myndi láta til skarar skríða rynni upp.

Það sem Svíinn vissi ekki var að það voru fleiri að fylgjast með á Norðurbrú, nefnilega sérsveit dönsku lögreglunnar. Skemmst er frá því að segja að Svíinn var handtekinn, án átaka, áður en til þess kæmi að hann kæmist í færi við þann sem ráða átti af dögum. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald og síðar dæmdur. Réttarhöldin fóru fram fyrir luktum dyrum og lögreglan hefur mjög lítið látið uppi um málið. Nafn Svíans hefur aldrei verið upplýst.

Ekki fyrsta tilvikið

Þetta tilvik sem hér hefur verið rakið, er ekki einsdæmi. Danski dómsmálaráðherrann, Peter Hummelgaard, greindi frá því í ágúst í fyrra að frá því í apríl það sama ár væri ráðuneytinu kunnugt um 25 tilvik þar sem dönsk glæpasamtök, eða einstaklingar, hefðu ráðið sænsk ungmenni til að fremja ýmiss konar illvirki, oftast morð, í Danmörku.

Dönsk glæpasamtök, eða einstaklingar, hefðu ráðið sænsk ungmenni til að fremja ýmiss konar illvirki, oftast morð

Launin fyrir slík verk voru freistingin sem erfitt var að standast, iðulega 300 þúsund danskar krónur (6 milljónir íslenskar) en áhættan líka mikil, margra ára fangelsi ef upp kæmist. Dæmi eru um einstaklinga sem hafa hlotið dóm vegna aðstoðar við tilræðismenn, skotið yfir þá skjólshúsi, aðstoðað við að komast á milli staða og fleira af því tagi. Dómurinn sem nefndur var í upphafi þessa pistils sker sig hins vegar úr.

Þungir dómar

Þann 8. júlí 2025 voru kveðnir upp tveir dómar í Bæjarrétti Kaupmannahafnar. Þessir tveir dómar marka ákveðin þáttaskil því þetta var í fyrsta sinn sem dæmt hefur verið fyrir skipulagningu morðs og að hafa ráðið mann til verksins. Þeir dæmdu eru tvímenningarnir sem réðu Svíann unga til að að fremja morðið á Norðurbrú, sem reyndar tókst ekki að framkvæma.

Annar hinna dæmdu er Abdullah Cakici, 29 ára félagi í glæpasamtökunum Hells Angels. Hann fékk 15 ára og 8 mánaða fangelsi og að afplánun lokinni verður honum vísað úr landi og fær aldrei að koma til Danmerkur aftur. Hann missir danskan ríkisborgararétt sinn en hann er jafnframt tyrkneskur ríkisborgari.

Hinn sem dæmdur var 8. júlí er Lucas Møller Birch Hansen, danskur ríkisborgari, 26 ára félagi í samtökunum AK81. Hann fékk 16 ára fangelsi. AK81 samtökin voru stofnuð árið 2007 sem eins konar stuðningshópur Hells Angels.

Bæjarréttur er lægsta dómstig af þremur. Mennirnir tveir sem dæmdir voru í Bæjarréttinum 8. júlí áfrýjuðu báðir til Landsréttar. Dagur vegna dómsuppkvaðningar þar hefur ekki verið tilkynntur.

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.
Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
6
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár