Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

<span>Náttúran gefur og náttúran tekur:</span> Hættuástand á ferðamannastöðum
Banaslys við Brúará Auknar vinsældir hafa orðið við Brúará en áin er ísköld og getur reynst varasöm. Mynd: Golli

Íslensk náttúra er í senn stórkostlega falleg og svakalega hættuleg. Hér hrifsa öldur allt sem á vegi þeirra verður, laust móbergið hrynur undan fótum fólks og veðrið breytir um skoðun á fimm mínútna fresti.

Ferðamenn koma flestir til landsins til að skoða íslenska náttúru en margt ber að varast. Mikilvægt er því að hafa góðar öryggisráðstafanir á ferðamannastöðum landsins. Heimildin tók saman hætturnar og slysin sem hafa orðið í íslenskri náttúru undanfarin ár.  

Samkvæmt könnun sem Ferðamálastofa gerði árið 2023 sögðu 97 prósent ferðamanna að náttúra Íslands hefði haft áhrif á ákvörðun þeirra að heimsækja landið. Þá sögðust 85 prósent hafa áhuga á norðurslóðum og áttatíu prósent á náttúrutengdri afþreyingu. Landsmenn sjálfir eru einnig áhugasamir um landið en 85 prósent Íslendinga ferðast um frónið fagra og segja 63 prósent hvatann til þess vera að njóta náttúrunnar, ferðast um og upplifa nýja staði. 

Ferðamenn vanmeta oft aðstæður

Einar Daníelsson, verkefnastjóri slysavarna …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
5
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár