Íslensk náttúra er í senn stórkostlega falleg og svakalega hættuleg. Hér hrifsa öldur allt sem á vegi þeirra verður, laust móbergið hrynur undan fótum fólks og veðrið breytir um skoðun á fimm mínútna fresti.

Ferðamenn koma flestir til landsins til að skoða íslenska náttúru en margt ber að varast. Mikilvægt er því að hafa góðar öryggisráðstafanir á ferðamannastöðum landsins. Heimildin tók saman hætturnar og slysin sem hafa orðið í íslenskri náttúru undanfarin ár.
Samkvæmt könnun sem Ferðamálastofa gerði árið 2023 sögðu 97 prósent ferðamanna að náttúra Íslands hefði haft áhrif á ákvörðun þeirra að heimsækja landið. Þá sögðust 85 prósent hafa áhuga á norðurslóðum og áttatíu prósent á náttúrutengdri afþreyingu. Landsmenn sjálfir eru einnig áhugasamir um landið en 85 prósent Íslendinga ferðast um frónið fagra og segja 63 prósent hvatann til þess vera að njóta náttúrunnar, ferðast um og upplifa nýja staði.
Ferðamenn vanmeta oft aðstæður
Einar Daníelsson, verkefnastjóri slysavarna …
Athugasemdir