Náttúran gefur og náttúran tekur: Hættuástand á ferðamannastöðum

Hættu­at­vik og slys verða flest á Suð­ur­landi þar sem ferða­manna­straum­ur er mest­ur. Sex bana­slys hafa orð­ið í Reyn­is­fjöru og fjög­ur í Silfru á Þing­völl­um. Ragn­ar Sig­urð­ur Ind­riða­son, bóndi við Reyn­is­fjöru, seg­ir ferða­mönn­um þykja spenn­andi að Reyn­is­fjara sé hættu­leg. Heim­ild­in tók sam­an slys og hætt­ur sem fylgja ís­lenskri nátt­úru og veð­ur­fari.

<span>Náttúran gefur og náttúran tekur:</span> Hættuástand á ferðamannastöðum
Banaslys við Brúará Auknar vinsældir hafa orðið við Brúará en áin er ísköld og getur reynst varasöm. Mynd: Golli

Íslensk náttúra er í senn stórkostlega falleg og svakalega hættuleg. Hér hrifsa öldur allt sem á vegi þeirra verður, laust móbergið hrynur undan fótum fólks og veðrið breytir um skoðun á fimm mínútna fresti.

Ferðamenn koma flestir til landsins til að skoða íslenska náttúru en margt ber að varast. Mikilvægt er því að hafa góðar öryggisráðstafanir á ferðamannastöðum landsins. Heimildin tók saman hætturnar og slysin sem hafa orðið í íslenskri náttúru undanfarin ár.  

Samkvæmt könnun sem Ferðamálastofa gerði árið 2023 sögðu 97 prósent ferðamanna að náttúra Íslands hefði haft áhrif á ákvörðun þeirra að heimsækja landið. Þá sögðust 85 prósent hafa áhuga á norðurslóðum og áttatíu prósent á náttúrutengdri afþreyingu. Landsmenn sjálfir eru einnig áhugasamir um landið en 85 prósent Íslendinga ferðast um frónið fagra og segja 63 prósent hvatann til þess vera að njóta náttúrunnar, ferðast um og upplifa nýja staði. 

Ferðamenn vanmeta oft aðstæður

Einar Daníelsson segir ferðamenn …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Mh. Hvernig stendur á því að landeigandinn segist ekki hafa tekjur af Brúará? Fyrir 3 árum síðan rudduðu landeigendur leið að fossinn vestanmegin frá og settu upp bílastæði. Aðgangurinn er nú orðið miklu auðveldara og fjöldi ferðamanna hefur margfaldast. Rukkað er gjald á bílastæðinu ( engin önnur þjónusta á staðnum) og annað bílastæði er í vinnslu. Ekki er ég sammála að gönguleiðin austanmegin upp með fossinn sé ekki hættuleg: mikið vatnsmagn fer í gegnum djúpa sprungu í miðju árinnar, þar sem myndast hólrúm. Brúará er ekki bara" köld " en stórhættuleg á og er áhættan vanmetin af ferðafólkinu.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár