Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Gagnrýna „skattafslátt“ til ferðaþjónustunnar

Daði Már Kristó­fers­son fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra seg­ir eng­in plön um að hækka virð­is­auka­skatt á ferða­þjón­ust­una en úti­lok­ar slíka breyt­ingu ekki. OECD gagn­rýn­ir lægri virð­is­auka­skatt í grein­inni en öðr­um og seg­ir að stoppa megi upp í fjár­laga­hall­ann ef þessu er breytt.

Gagnrýna „skattafslátt“ til ferðaþjónustunnar
Daði Már Kristófersson Ráðherrann segir að breytingar á virðisaukaskatti þurfi að vinna með góðum fyrirvara. Mynd: Golli

Daði Már Kristófersson fjármála- og efnahagsráðherra segir enga vinnu farna af stað innan ráðuneytisins við að hækka virðisaukaskatt á ferðaþjónustuna úr 11 prósent í 24 prósent, eins og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælir með í nýrri skýrslu um Ísland.

„Ef það ætti að ráðast í slíka breytingu þyrfti það töluverðan aðdraganda,“ segir Daði Már í viðtali við Heimildina. „Virðisaukaskattskerfinu hefur venjulega verið breytt með góðum fyrirvara. Almenn rök OECD standast alveg en þetta yrði mikil breyting á rekstrarumhverfi ferðaþjónustunnar og þyrfti að vinna mjög vandlega. Engin slík vinna er farin af stað.“

Aðspurður segist Daði ekki geta sagt af eða á með hvort slík vinna fari af stað á kjörtímabilinu. „Þegar kemur að því að segja „af“ um pólitískar ákvarðanir held ég að maður eigi að fara varlega. En það er allavega örugglega ekki þannig að þetta sé „á“. Það eru engin slík plön í gangi.“

„Almenn rök OECD standast …
Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ásgeir Överby skrifaði
    "Virðisaukaskattur er skattur á selda vöru og þjónustu en almennt þrep hans er 24 prósent."
    Það er kaupandinn sem greiðir skattinn; ekki seljandinn. Hver tekjuskattur er á ferðaþjónustuna kemur ekki fram - ef hann er þá yfirleitt nokkur.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Ferðamannalandið Ísland

Gætu allt eins verið á hálendinu
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
3
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár