Saga Írans 4: Voldugasta Íranskóngi heimsins drekkt í blóði af hirðingjadrottningu

Kýrus hinn mikli kon­ung­ur Persa stofn­aði hið þriðja og mesta veldi Ír­ana á sjöttu öld fyr­ir upp­haf tíma­tals okk­ar. Hann hef­ur furðu gott orð á sér sem stjórn­ani en Tó­myr­is drottn­ing Massa­geta vlldi þó ekk­ert með hann hafa.

Saga Írans 4: Voldugasta Íranskóngi heimsins drekkt í blóði af hirðingjadrottningu
Þótt flest sé á huldu um Tómyris drottningu, þá er þó nokkuð ljóst að svona gekk hún ekki til fara. Svona sá hollenski málarinn Peter Paul Rubens það hins vegar fyrir sér þegar hún drekkti höfði Kýrusar í blóði – Rubens notar skál en ekki skinnskjóðu eins og Heródótus talar um.

Þar var komið sögu (hér síðustu grein hér) að Kýrus Kambýsesarson hafði hrifsað völdin í Íran af afa sínum árið 559 FT (fyrir upphaf tímatals okkar) og stofnað nýtt veldi, Persaveldi. Hann var af ættbálki Persa í föðurætt og Meda í móðurætt. Kýrus hafði svo stækkað ríkið með því að leggja undir sig alla Anatólíu (Tyrkland) og svo ríki Babýlons-manna í Mesópótamíu (Írak) en því fylgdu auk þess Sýrland, Fönikía (Líbanon) og Palestína.

Eftir um þrjá áratugi á valdastóli sneri Kýrus sér að héruðum sínum í austri en þar – sennilega í Baktríu – voru Persar raunar upprunnir áður en þeir fluttust til Vestur-Írans kringum árið 1000 FT.

Villimenn?

Þótt Kýrus væri þá kominn um sjötugt var ekki úr honum allur þróttur enn og hann byrjaði að leggja undir sig ýmis svæði kringum Baktríu. Margt er á huldu um þessar herferðir og hvað vakti í raun fyrir Kýrusi – var það einskær græðgi í fleiri lönd eða var hann að bregðast við ránsferðum íbúa inn á lendur sem Medar og síðan Persar höfðu kastað eign sinni á?

Íbúarnir tilheyrðu flestir indóírönskum hirðingjaþjóðum rétt eins og Persar sjálfir höfðu gert upphaflega og voru alls ekki frumstæðir „villimenn“ miðað við þá, ef einhver skyldi nú halda það. Þarna inni á sléttum Mið-Asíu bjuggu ættflokkar svonefndra Skýþa og þar á meðal, skrifaði gríski sagnaritarinn Heródótus, var þjóð Massageta.

Persakóngur hryggbrotinn

Kýrus einsetti sér að vinna Massageta og prófaði fyrst að gera það með friðsamlegum hætti. Svo vildi til að konungur Massageta var nýlátinn og ekkja hans Tómyris ríkti sem drottning yfir sléttubúum.

Kýrus lét nú gera henni orð og bað hana giftast sér en drottning hryggbraut hann umhugsunarlaust, enda kvaðst hún gera sér fulla grein fyrir að hann girntist ekki hana, heldur land hennar.

Og hún bað hann láta sér nægja að stýra sínu eigin landi en leyfa henni að stýra sínu í friði.

Ríkis Kýrusar um það leyti sem hann lést.Heiti nútímaríkja eru skráð þarna með rauðu. Ekki er vitað nákvmlega hvar Kýrus féll en sé eitthvað hæft í sögu Heródótusar yfirleitt, þá hefur það að líkindum gerst nokkuð í námunda við rauða hringinn.

Ljóst er því að þótt Kýrus og hið Persaveldi hafi gott orð á sér í sögunni og hafi alls ekki kúgað herteknar þjóðir illilega, svo ýmsar þjóðir töldu raunar skárra en ekki að tilheyra Persaveldi, þá voru aðrar sem vildu heldur halda frelsi sínu.

Og þar á meðal voru bersýnilega Massagetar.

Kýrus lét sér ekki segjast og stefndi nú miklum her til lands Massageta sem bjuggust til varnar.

Annálaðar bogaskyttur

Raunar sneru þeir vörn í sókn, enda annálaðir hermenn og bogaskyttur svo að rómað var, eins og oft var raunin um hirðingjaþjóðir. Horfði um stund ekki vel fyrir Persum.

En Kýrus lagði þá kænlega gildru fyrir Massageta, og fylgir sögunni að gildruna hafi spennt enginn annar en Krösus Lydíukóngur sem hafi verið í ráðherraráði Kýrusar. Að ráði Krösusar skipaði Kýrus her sínum að hörfa skyndilega og þegar Massagetar sendu stóran her til að kanna hvað hefði gerst, þá komu þeir að herbúðum Grikkja yfirgefnum.

Þar hafði verið búið til veislu og voru tilbúin matföng mikil og vínföng voðaleg.

Massagetar, undir stjórn Spargapísesar sonar Tómyris, settust þá náttúrlega að veislunni.

Viltu fylli þína af blóði?

Og þar sem þessir sléttumenn voru alls ekki vanir vínum, þótt þeir drykkju gerjaða hrossamjólk sér til nautar (og reyktu ef til vill valmúa!), þá drukku þeir sig nú dauðadrukkna og steinsofnuðu svo allir eftir dýrlegan drykkjuskap.

Hermenn Massagetavoru engin lömb að leika sér við eins og Persar komust að. Þessi dáti var af bræðraþjóð Massageta er bjó í hinu núverandi Kasakstan.

En árla morguns sneru Persar aftur og brytjuðu nú hermenn Massageta niður þar sem þeir lágu ofurölvi en handtóku suma, þar á meðal Spargapíses. Er Tómyris frétti þetta gerði hún Kýrusi þegar orð og krafðist þess að hann léti son hennar lausan.

„En gerir þú það ekki,“ bætti hún við, „þá sver ég við sólina, guð Massageta, að þar sem þig þyrstir svo í blóð þá skal ég gefa þér fylli þína af því.“

Kýrus hafði kröfu drottningar að engu og þegar Sparapíses vaknaði úr áfengisvímunni og sá hvað orðið var svipti hann sig lífi af skömm.

Höfuðlaus konungur

Tómyris kom nú með ógrynni liðs og réðist gegn Kýrusi. Eftir ógurlega orrustu beið íranski herinn ósigur, ekki síst fyrir örvahríð hirðingjanna, og meðal þeirra sem féllu var Kýrus sjálfur.

Tómyris drottning lét nú fylla skinnskjóðu af mannablóði og þegar lík Kýrus fannst í valnum var höfuð hans höggvið af búknum og því komið fyrir í skjóðunni.

Og mælti Tómyris þá eftir Kýrus hinn mikla á þessa leið:

„Þótt ég lifi og hafi sigrað þig, þá hefur þú grafið undan mér með því að svipta mig syni sínum með kænskubrögðum, en líkt og ég hótaði þér, þá mun ég nú í staðinn sjá þér fyrir fylli þinni af blóði.“

Þar með var Kýrus hinn mikli allur.

Heródótus og heimildagildið

Taka verður fram að engar íranskar eða persneskar samtímaheimildir staðfesta þessa frásögn Heródótusar um endalok konungsins knáa. Aðrar grískir heimildir eru þó til sem segja Kýrusar hafa dáið eftir bardaga við aðrar miðasískar þjóðir eða jafnvel indverskar.

Og ber að geta þess að hvergi nema hjá Heródótusi er yfirhöfuð minnst á þjóð sem kölluð hafi verið Massagetar.

En hann sat raunar að skriftum aðeins um 100 árum eftir dauða Kýrusar. Það er nánast samtímaheimild í fornaldarsögu.

Svo þótt Heródótus hafi ekki verið sagnfræðingur á nútímavísu og hafi augljóslega verið heldur trúgjarn, þá er samt engin ástæða til að efast um allt sem hann segir.

Undarleg þögn

Í persneskum heimildum ríkir raunar undarleg þögn um dauða Kýrusar. Meira að segja á sjálfu grafhýsi hans er ekki minnst á hvernig dauða konungsins bar að höndum. Það bendir á sinn hátt til þess að endalok hans hafi ekki þótt nógu hetjuleg til að þeim yrði haldið á lofti.

Og það rennir vissulega stoðum undir að hann gæti hafa dáið í skærum við einhverja „frumstæða“ ættbálka í Mið-Asíu. Persum hafi ekki þótt vegsauki að því fyrir manninn, sem hafði sigrað Meda, Babýloníumenn, Lydíumenn og grísku borgirnar í Anatólíu, að hafa lotið í lægra haldi fyrir sléttuhirðingjum.

Þess má svo að lokum geta að fyrir fimm árum flutti ég þátt af Frjálsum höndum um Persíu og las ýmislegt skrýtið og skemmtilegt sem Heródótus hafði um Kýrus og ríki hans að segja.

Hlaðvarp Morgunblaðsins varðveitir þáttinn hér!

En hér er svona næsta grein sem fjallar um frumlegasta trúarhöfunda hinna írönsku þjóða, og jafnvel heimsins alls: Zaraþústra.

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Flækjusagan

Árásin á Bastilluna: Franska byltingin hófst með því að geðveikir kynferðisglæpamenn og falsarar voru frelsaðir
Flækjusagan

Árás­in á Bastill­una: Franska bylt­ing­in hófst með því að geð­veik­ir kyn­ferð­is­glæpa­menn og fals­ar­ar voru frels­að­ir

Í dag, 14. júlí, er Bastillu­dag­ur­inn svo­kall­aði í Frakklandi og er þá æv­in­lega mik­ið um dýrð­ir. Dag­ur­inn er yf­ir­leitt tal­inn marka upp­haf frönsku bylt­ing­ar­inn­ar ár­ið 1789 þeg­ar feyskinni ein­valds­stjórn Bour­bon-ætt­ar­inn­ar sem hrund­ið frá völd­um. Bylt­ing­in var gerð í nokkr­um áföng­um en vel má segja að eft­ir 14. júlí hafi ekki ver­ið aft­ur snú­ið. Basill­an var virki í Par­ís­ar­borg sem hýsti...
Saga Írans 5: Kameldýrakarl frá Baktríu, frumlegasti trúarhöfundur sögunnar
Flækjusagan

Saga Ír­ans 5: Kam­eldýra­karl frá Baktríu, frum­leg­asti trú­ar­höf­und­ur sög­unn­ar

Í síð­ustu grein (sjá hana hér) var þar kom­ið sögu að stofn­andi Persa­veld­is, Kýrus hinn mikli, var horf­inn úr heimi. Það gerð­ist ár­ið 530 FT en áhrifa hans átti eft­ir að gæta mjög lengi enn og má vel segja að Kýrus sé enn af­ar vold­ug­ur í hug­ar­heimi Ír­ana. En nú spóla ég að­eins aft­ur í tím­ann og dreg fram ann­an...

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár