Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Áratugagömlu vörumerki hent á haugana

Graf­ísk­ur hönn­uð­ur seg­ir oft nauð­syn­legt fyr­ir fy­ritæki að breyta um vörumerki, þá sér­stak­lega þeg­ar þau ætla sér nýja hluti, en Stöð 2 sit­ur nú eft­ir í for­tíð­inni í fjöl­miðla­sögu Ís­lands.

Áratugagömlu vörumerki hent á haugana
Anton Jónas Illugason er grafískur hönnuður og formaður FÍT.

„Merkið Sýn er ágætt, og gefur til kynna hvað þeir bjóða upp á, sérstaklega í sjónvarpi, og að það sé einhvers konar sýn á hlutina,“ segir Anton Jónas Illugason, grafískur hönnuður og formaður FÍT, spurður út í nafnabreytingar Stöðvar 2. Sýn hefur nú lagt hinu fornfræga nafni sjónvarpsstöðvarinnar og má segja að hér sé um ákveðin vatnaskil að ræða í íslenskri fjölmiðlun. Merkið sjálft er látlaust og vísar augljóslega í mannsaugað. Það leysir af hólmi merki Stöðvar 2 sem Kristján E. Karlsson hannaði á sínum tíma. Það merki hefur gengið í gegnum alls kyns endurnýjun lífdaga, allt frá því að vera ansi dramatískt á tíunda áratug síðustu aldar yfir í að vera einfaldur kassi með tölustafnum tveimur inn í eins og undir það síðasta. 

Líflegur áratugur 

Anton hlær lágt spurður út í gamla merkið sem vekur eflaust nostalgískar hugsanir hjá áhorfendum á ákveðnum aldri, og segir tíunda áratuginn hafa verið …

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Biðu tímunum saman eftir viðeigandi aðgengi á Vori í Vaglaskógi
6
Fréttir

Biðu tím­un­um sam­an eft­ir við­eig­andi að­gengi á Vori í Vagla­skógi

Hjör­dís Heiða Ásmunds­dótt­ir seg­ir að­gengi hafa ver­ið mjög lé­legt á tón­list­ar­há­tíð­inni Vor í Vagla­skógi þrátt fyr­ir að hún væri aug­lýst að­gengi­leg. Eini kam­ar­inn fyr­ir hreyfi­haml­aða fyllt­ist af úr­gangi, tjald­svæði var í háu grasi og eng­ir pall­ar voru svo hægt væri að sjá svið­ið. Jakob Frí­mann Magnús­son seg­ir tón­leika­hald­ara hafa brugð­ist við af bestu getu.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
3
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár