Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

Íslendingur í Los Angeles: „Það er með ráðum gert til að æsa hlutina upp“

Íbú­ar Los Ang­eles mót­mæla áfram inn­flytj­enda­stefnu Banda­ríkja­for­seta sem hef­ur sent her­lið í borg­ina. Ís­lensk kona bú­sett í borg­inni seg­ir fólk ótt­ast inn­flytj­enda­eft­ir­lit­ið og ná­granna standa sam­an til að mæta yf­ir­gangi þess.

Íslendingur í Los Angeles:  „Það er með ráðum gert til að æsa hlutina upp“
Mótmæli í Los Angeles Dröfn segir mótmælin ekki af þeirri stærðargráðu að viðbrögð Bandaríkjaforseta séu réttlætanleg. Mynd: AFP

Íbúar Los Angeles mótmæla áfram handtökum ICE-liða á innflytjendum og aðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur sent landgöngulið til borgarinnar. Íslendingur búsettur í borginni segir stjórnvöld sjálf bera ábyrgð á æsingnum.

Mótmæli brutust út á dögunum eftir að starfsmenn ICE, innflytjendastofnunarinnar, beittu hörðum aðgerðum gagnvart íbúum borgarinnar. Trump skipaði þjóðvarðarliðinu að mæta því sem hann kallaði „innrás“ ólöglegra innflytjenda í borginni og bætti í með því að senda landgönguliða.

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði beitingu Trumps á herliði í borginni brot gegn stjórnarskrá og hyggst mæta honum fyrir dómstólum. Lögreglan í borginni hafi meira en dugað til þess að sinna mótmælunum sem hafi verið takmörkuð við ákveðin svæði í borginni.

Dröfn Ösp Snorradóttir-RozasÍslensk kona búsett í Los Angeles segir nágranna taka höndum saman um að verja hver annan frá ICE.

„Trump hefur alltaf sýnt okkur hvaða mann hann hefur að geyma,“ segir Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas, sem hefur búið í …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
2
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
3
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár