Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Íslendingur í Los Angeles: „Það er með ráðum gert til að æsa hlutina upp“

Íbú­ar Los Ang­eles mót­mæla áfram inn­flytj­enda­stefnu Banda­ríkja­for­seta sem hef­ur sent her­lið í borg­ina. Ís­lensk kona bú­sett í borg­inni seg­ir fólk ótt­ast inn­flytj­enda­eft­ir­lit­ið og ná­granna standa sam­an til að mæta yf­ir­gangi þess.

Íslendingur í Los Angeles:  „Það er með ráðum gert til að æsa hlutina upp“
Mótmæli í Los Angeles Dröfn segir mótmælin ekki af þeirri stærðargráðu að viðbrögð Bandaríkjaforseta séu réttlætanleg. Mynd: AFP

Íbúar Los Angeles mótmæla áfram handtökum ICE-liða á innflytjendum og aðgerðum Donalds Trump Bandaríkjaforseta sem hefur sent landgöngulið til borgarinnar. Íslendingur búsettur í borginni segir stjórnvöld sjálf bera ábyrgð á æsingnum.

Mótmæli brutust út á dögunum eftir að starfsmenn ICE, innflytjendastofnunarinnar, beittu hörðum aðgerðum gagnvart íbúum borgarinnar. Trump skipaði þjóðvarðarliðinu að mæta því sem hann kallaði „innrás“ ólöglegra innflytjenda í borginni og bætti í með því að senda landgönguliða.

Gavin Newsom, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði beitingu Trumps á herliði í borginni brot gegn stjórnarskrá og hyggst mæta honum fyrir dómstólum. Lögreglan í borginni hafi meira en dugað til þess að sinna mótmælunum sem hafi verið takmörkuð við ákveðin svæði í borginni.

Dröfn Ösp Snorradóttir-RozasÍslensk kona búsett í Los Angeles segir nágranna taka höndum saman um að verja hver annan frá ICE.

„Trump hefur alltaf sýnt okkur hvaða mann hann hefur að geyma,“ segir Dröfn Ösp Snorradóttir-Rozas, sem hefur búið í …

Kjósa
30
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
4
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.
„Ég var lifandi dauð“
5
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Fleiri listamenn við níu götur í Reykjavík fá laun en á allri landsbyggðinni
6
GreiningListamannalaun

Fleiri lista­menn við níu göt­ur í Reykja­vík fá laun en á allri lands­byggð­inni

Tölu­vert ójafn­vægi er á út­hlut­un lista­manna­launa, séu þau skoð­uð eft­ir bú­setu laun­þega. Laun­in, sem eru tölu­vert lægri en reglu­leg laun full­vinn­andi fólks, renna í flest­um til­vik­um til íbúa í Vest­ur­bæ og mið­bæ Reykja­vík­ur. Menn­ing­ar­mála­ráð­herra seg­ir nið­ur­stöð­una ekki óvænta þó hún slái hann ekki vel.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár