Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Veðurklúbburinn spáir sunnanátt í júní

Veð­ur­klúbbur­inn á hjúkr­un­ar­heim­il­inu Dal­bæ á Dal­vík spá­ir fyr­ir veðri, með­al ann­ars út frá tungl­inu og draum­förum. Í spá hans fyr­ir júní­mán­uð seg­ir að von sé á sunna­nátt.

Veðurklúbburinn spáir sunnanátt í júní
Frá fundi í upphafi júní Í aftari röð frá vinstri: Hörður Kristgeirsson, Guðrún I Kristjánsdóttir, Kjartan Gústafsson, Inga Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Þóra Jóna Finnsdóttir og Garðar Ingólfsson. Fyrir framan sitja Ásgeir Stefánsson og Haukur Haraldsson. Mynd: Aðsend

„Meðlimir veðurklúbbsins [voru] sammála um að síðasta spá hafi gengið eftir þar sem spáð var fyrir mildum maí. Maímánuður var sannarlega mildur og hlýr, hlýjasti maímánuður á landsvísu frá upphafi mælinga og hitamet slegin á flestum veðurstöðvum landsins.“

Þetta segir í fundargerð frá júnífundi Veðurklúbbs Dalbæjar – sem er hjúkrunarheimili á Dalvík. Fundinn sóttu átta manns á aldrinum 60–92 ára – bæði íbúar og fólk í dagþjálfun á Dalbæ. Meðlimirnir hittast alla jafna í upphafi hvers mánaðar, en klúbburinn hefur verið starfandi síðastliðna þrjá áratugi.

Á síðasta fundi ályktuðu meðlimir klúbbsins að í ljósi þess að nýtt tungl hefði kviknað þann 27. maí kl. 03:02 í norðri þýddi það að það mætti eiga von á sunnanáttum í júní. Þá spáði klúbburinn því að sú kröftuga lægð og norðanátt sem hefði einkennt upphaf júnímánaðar færi hægt yfir en þegar nær drægi miðjum mánuði ætti að fara að fara í hönd …

Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár