Fjarlægðin gerir fjöllin blá

Guð­jón Tryggva­son seg­ir það hafa gef­ið sér nýja sýn á líf­ið að flytja til út­landa.

Fjarlægðin gerir fjöllin blá
Útlönd kalla Guðjón segir auðveldara að flytja út þegar maður hefur gert það áður. Mynd: Ragnhildur Helgadóttir

„Það gaf mér nýja sýn á lífið þegar ég flutti í fyrsta skiptið erlendis. Það var mjög áhugavert að þurfa að standa við öll stóru orðin – sem getur verið svolítið erfitt þegar maður er 21 árs.

Manni fannst maður vera stór fiskur í lítilli tjörn og svo gerir maður sér grein fyrir því að það var kannski ekki alveg þannig. Það er svo hollt að þurfa að éta ofan í sig eitt og annað sem maður hefur haldið fram. 

Ég hef flutt nokkrum sinnum út – það er bara eitthvað sem kallar. Því þegar maður hefur gert það einu sinni þá getur maður gert það aftur. Eins og með eiginlega allt. Ef maður prófar það einu sinni þá veit maður í hvað maður er að fara. 

Af hverju kem ég til baka? Þá er maður kannski búinn með eitthvað ákveðið og þá er svona, jæja, ókei, nú er ég búinn með þetta. Það er gott að koma til baka líka.

Þegar maður fer í burtu þá fær maður kannski það sem maður hélt að mann vantaði. Maður lærir alltaf að sjá hlutina í öðru ljósi, skilja hvað það er margt frábært á Íslandi, sem kannski fór í taugarnar á manni þegar maður bjó hérna. Þetta er svona fjarlægðin gerir fjöllin blá og mennina mikla. Það er alltaf auðvelt í baksýnisspeglinum að meta hlutina öðruvísi.“

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár