Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Misstu miðjuna

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur aldrei mælst jafnilla og hann gerði í maí. Vara­formað­ur flokks­ins, Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, seg­ir hann þó ekki hafa tap­að er­indi sínu.

Misstu miðjuna
Út af þingi Lilja Dögg var ráðherra í síðustu tveimur ríkisstjórnum en hún féll af þingi – eins og margir þingmenn Framsóknarflokksins – í síðustu kosningum. Hún er enn varaformaður flokksins og íhugar nú framhaldið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum miðjuflokkur en svo misstum við bara miðjuna frá okkur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, um slæma stöðu flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst jafnilla hjá Gallup – í rúma þrjá áratugi – og í nýbirtum Þjóðarpúlsi, þar sem flokkurinn nýtur aðeins stuðnings 5,5 prósent kjósenda. Það er enn minna en flokkurinn uppskar í síðustu kosningum þegar flokkurinn beið þó afhroð. 

„Þetta lítur auðvitað ekki vel út en þetta er bara vinna,“ segir hún vígreif. Sókn Samfylkingar inn á miðju stjórnmálanna og samkeppni við Miðflokkinn á sama tíma og Framsókn hafi ekki talað nógu skýrt fyrir grunngildum sínum skýri stöðuna. 

Kvittur hefur verið uppi um að Lilja Dögg hyggist bjóða sig fram til formanns í flokknum og fara gegn Sigurði Inga Jóhannssyni, sitjandi formanni. Mikil ólga er innan flokksins og er staða Sigurðar Inga nokkuð óljós en tilraunir voru gerðar til að flýta flokksþingi – án árangurs. Lilja Dögg segist ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún taki slaginn. Formannskjör mun fara fram á landsþingi flokksins snemma á næsta ári. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en ég er í mjög góðu samtali við flokksfólk um allt land,“ segir hún.

Hann leiddi flokkinn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, sem endaði með hvelli síðastliðið haust, þegar Bjarni Benediktsson, þá formaður Sjálfstæðisflokks, sleit óvænt samstarfinu. Lilja Dögg hefur áður velt því upp hvort ekki hafi átt að slíta stjórnarsamstarfinu fyrr. Verðbólga, ósætti í ríkisstjórn og Íslandsbankasala eru erfið mál sem Lilja telur hafi leikið flokkinn grátt. Verðbólgan komi sérstaklega illa við kjósendahóp Framsóknarflokksins, sem séu venjuleg heimili. 

„Það nennir enginn í matarboð með svona liði. Þú hugsar bara: ég ætla að halda nýtt matarboð og bara bjóða skemmtilegu fólki“

En getur verið að flokkurinn hafi bara ekki sama erindi og hann hafði áður? „Blessaður vertu,“ segir Lilja og bendir á að stjórnmálin séu dýnamísk í eðli sínu. „Þetta er bara vinna og meiri vinna, og fara aftur í grunngildin: Heimilin, verðmætasköpun og landbúnaðinn.“

Lilja Dögg segir að ríkisstjórnin hafi líka talað sjálfa sig niður. Það hafi stjórnarliðar raunar gert á hverjum degi í aðdraganda stjórnarslitanna. Það komi því ekki á óvart að þjóðin hafi hreinlega viljað eitthvað nýtt og annað, jafnvel þó að lífskjör hafi til að mynda hvergi mælst jafnmikil og á Íslandi rétt undir lok stjórnarsamstarfsins. Verðbólga hafi líka verið á niðurleið. „Það nennir enginn í matarboð með svona liði. Þú hugsar bara: ég ætla að halda nýtt matarboð og bara bjóða skemmtilegu fólki,“ segir hún og hlær. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
3
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár