Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Misstu miðjuna

Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn hef­ur aldrei mælst jafnilla og hann gerði í maí. Vara­formað­ur flokks­ins, Lilja Dögg Al­freðs­dótt­ir, seg­ir hann þó ekki hafa tap­að er­indi sínu.

Misstu miðjuna
Út af þingi Lilja Dögg var ráðherra í síðustu tveimur ríkisstjórnum en hún féll af þingi – eins og margir þingmenn Framsóknarflokksins – í síðustu kosningum. Hún er enn varaformaður flokksins og íhugar nú framhaldið. Mynd: Heiða Helgadóttir

„Við erum miðjuflokkur en svo misstum við bara miðjuna frá okkur,“ segir Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, um slæma stöðu flokksins. Framsóknarflokkurinn hefur aldrei mælst jafnilla hjá Gallup – í rúma þrjá áratugi – og í nýbirtum Þjóðarpúlsi, þar sem flokkurinn nýtur aðeins stuðnings 5,5 prósent kjósenda. Það er enn minna en flokkurinn uppskar í síðustu kosningum þegar flokkurinn beið þó afhroð. 

„Þetta lítur auðvitað ekki vel út en þetta er bara vinna,“ segir hún vígreif. Sókn Samfylkingar inn á miðju stjórnmálanna og samkeppni við Miðflokkinn á sama tíma og Framsókn hafi ekki talað nógu skýrt fyrir grunngildum sínum skýri stöðuna. 

Kvittur hefur verið uppi um að Lilja Dögg hyggist bjóða sig fram til formanns í flokknum og fara gegn Sigurði Inga Jóhannssyni, sitjandi formanni. Mikil ólga er innan flokksins og er staða Sigurðar Inga nokkuð óljós en tilraunir voru gerðar til að flýta flokksþingi – án árangurs. Lilja Dögg segist ekki búin að taka ákvörðun um hvort hún taki slaginn. Formannskjör mun fara fram á landsþingi flokksins snemma á næsta ári. „Ég hef ekki tekið ákvörðun um það en ég er í mjög góðu samtali við flokksfólk um allt land,“ segir hún.

Hann leiddi flokkinn í ríkisstjórnarsamstarf með Sjálfstæðisflokki og Vinstri grænum, sem endaði með hvelli síðastliðið haust, þegar Bjarni Benediktsson, þá formaður Sjálfstæðisflokks, sleit óvænt samstarfinu. Lilja Dögg hefur áður velt því upp hvort ekki hafi átt að slíta stjórnarsamstarfinu fyrr. Verðbólga, ósætti í ríkisstjórn og Íslandsbankasala eru erfið mál sem Lilja telur hafi leikið flokkinn grátt. Verðbólgan komi sérstaklega illa við kjósendahóp Framsóknarflokksins, sem séu venjuleg heimili. 

„Það nennir enginn í matarboð með svona liði. Þú hugsar bara: ég ætla að halda nýtt matarboð og bara bjóða skemmtilegu fólki“

En getur verið að flokkurinn hafi bara ekki sama erindi og hann hafði áður? „Blessaður vertu,“ segir Lilja og bendir á að stjórnmálin séu dýnamísk í eðli sínu. „Þetta er bara vinna og meiri vinna, og fara aftur í grunngildin: Heimilin, verðmætasköpun og landbúnaðinn.“

Lilja Dögg segir að ríkisstjórnin hafi líka talað sjálfa sig niður. Það hafi stjórnarliðar raunar gert á hverjum degi í aðdraganda stjórnarslitanna. Það komi því ekki á óvart að þjóðin hafi hreinlega viljað eitthvað nýtt og annað, jafnvel þó að lífskjör hafi til að mynda hvergi mælst jafnmikil og á Íslandi rétt undir lok stjórnarsamstarfsins. Verðbólga hafi líka verið á niðurleið. „Það nennir enginn í matarboð með svona liði. Þú hugsar bara: ég ætla að halda nýtt matarboð og bara bjóða skemmtilegu fólki,“ segir hún og hlær. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
1
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.
Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
3
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.
Sif Sigmarsdóttir
5
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár