Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Fjölmiðlanefnd vísar á Siðanefnd vegna skrifa um meinta hópnauðgun

Fjöl­miðla­nefnd hef­ur fjall­að um ábend­ing­ar vegna grein­ar á Frétt­in.is þar sem fram kom að hæl­is­leit­end­ur hefðu hópnauðg­að ung­lings­stúlku um pásk­ana, en lög­regl­an kann­að­ist ekk­ert við slíkt mál.

Fjölmiðlanefnd vísar á Siðanefnd vegna skrifa um meinta hópnauðgun
Margrét Friðriksdóttir, ritstjóri Fréttin.is, hefur sagt að hún standi við umfjöllunina.


Fjölmiðlanefnd fjallaði á síðasta fundi sínum um nafnlausar ábendingar sem nefndinni höfðu borist vegna umfjöllunar á Fréttin.is þann 26. apríl um meinta hópnauðgun. 

Fréttin.is hafði greint frá því að níu hæl­is­leit­end­ur hefðu hópnauðg­að ung­lings­stúlku um pásk­ana. All­ir helstu fréttamiðl­ar greindu frá því í framhaldinu að lög­regl­an væri ekki með slíkt mál á sínu borði.

Í svari til Heimildarinnar um niðurstöðu málsins af hálfu Fjölmiðlanefndar segir að ábendingarnar hafi verið ræddar í samræmi við lagagreinar í fjölmiðlalögum sem taka annars vegar til lýðræðislegra grundvallarreglna og hins vegar um bann við hatursáróðri og hvatningar til refsiverðrar háttsemi. 

Nefndin taldi rétt að bóka að lögin hafi ekki að geyma heimild til að grípa til viðurlaga vegna brota á greininni um lýðræðislegar grundvallarreglur, sem er 26. grein. Þá segir í svarinu frá Fjölmiðlanefnd að hvað seinna atriðið varðar, sem heyrir undir 27. grein, að ekki sé gert ráð fyrir því að nefndin geti gripið til viðurlaga vegna hatursfullra ummæla eða áróðurs heldur einungis vegna hvatningar til refsiverðrar háttsemi.  

„Var það mat nefndarinnar að sú einstaka umfjöllun sem ábendingarnar varða heyrði frekar undir siðanefnd Blaðamannafélags Íslands og að ekki væri ástæða til að taka málið til efnislegrar meðferðar,“ segir í svari Fjölmiðlanefndar. 

Siðanefnd BÍ tekur hins vegar ekki upp mál að eigin frumkvæði samkvæmt málsmeðferðarreglum hennar. 

Fjölmiðlanefnd hafi hins vegar rætt „og vildi bóka að almennt væri ástæða til þess að fylgjast með því hvort fjölmiðlar eða fjölmiðlaveitur vanræktu í endurteknum tilvikum að gera ráðstafanir til þess að koma í veg fyrir að viðmælendur eða dagskrárgerðarfólk viðhefði hatursfull ummæli eða áróður, en í samræmi við ummæli greinargerðar við frumvarp til breytinga á fjölmiðlalögunum nr. 27/2024 getur fjölmiðill borið ábyrgð vegna slíkrar endurtekinnar háttsemi.“

Deilt með fordæmingu á innflytjendum

Greinin á Fréttin.is vakti gríðarlega athygli þegar hún var birt og mikill fjöldi fólks sem deildi henni á samfélagsmiðlum, gjarnan með fordæmingu á innflytjendum. Allir helstu fréttamiðlar landsins greindu síðan frá því að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði ekkert mál af þessum toga á sínu borði. Þá greindi RÚV sömuleiðis frá því að ekkert slíkt mál hafi komið til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 

Heimildin ræddi við Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttin.is, í kjölfarið þar sem hún sagðist engu að síður standa við umfjöllunina og vændi lögregluna um lygar: „við stöndum við þessa frétt þangað til hið sanna kemur í ljós,“ sagði Margrét. Þá sagðist hún hafa unnið umfjöllunina upp úr Facebookstatus konu sem hún hafi metið trúverðuga, og hafi kannað bakgrunn hennar: „Nei nei, við skoðuðum þetta mjög vel, þessa konu. Ég veit símanúmerið hennar, heimilisfangið, kannaði hvort þetta væri alvöru manneskja. Ég sá mynd af henni með konu sem ég þekki mjög vel og er mjög góð kona og alvöru manneskja. Ég kannaði alveg bakgrunn hennar. Það er furðulegt að vera svona að skjóta sendiboðann.“

Skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd

Fréttin.is er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd. Um ritstjórnarstefnu miðilisins stendur á vef Fjölmiðlanefndar: 

„Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags og er miðillinn stofnaður með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi sem við teljum vera einsleita og jafnvel byggða á þöggun og ritskoðun sem er andstætt lýðræðinu. Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um.“

Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. Hún hefur eftirlit með löggjöf um fjölmiðla og skilgreint hlutverk hennar er að standa vörð um vernd barna, rétt almennings til upplýsinga og fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði.

Nefndin fundar um allar kvartanir sem nefndinni berast og tekur ákvörðun um hvört ástæða sé til að hefja málsmeðferð. Meðal atriða sem Fjölmiðlanefnd hefur til hliðsjónar við ákvörðun um hvort „hefja beri rannsókn“ eru ef „meint brot virðist alvarlegt“, að fjölmiðlaveita sem kvartað er yfir hafi ekki látið af því sem var tilefni kvörtunarinnar og hvort meðferð málsins samræmist forgangsröðun nefndarinnar. Nefndin hefur heimild til að beita stjórnvaldssektum, en álit hennar getur einnig til að mynda falist í leiðbeinandi tilmælum til viðkomandi fjölmiðlaveitu.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Rannsakar bleikþvott Ísraels
6
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár