Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Umfjöllun um hópnauðgun til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd

Fjöl­miðla­nefnd fjall­ar um kvört­un sem nefnd­inni barst vegna um­fjöll­un­ar Frétt­in.is um að níu hæl­is­leit­end­ur hefðu hópnauðg­að ung­lings­stúlku um pásk­ana. All­ir helstu fréttamiðl­ar greindu frá því að lög­regl­an er ekki með slíkt mál á sínu borði.

Umfjöllun um hópnauðgun til skoðunar hjá Fjölmiðlanefnd

Fjölmiðlanefnd hefur borist ein ábending vegna umfjöllunar á Fréttin.is þar sem staðhæft var að níu hælisleitendur hefðu hópnauðgað 16 ára stúlku um páskana. Málið verður lagt fyrir á næsta fundi Fjölmiðlanefndar í maímánuði. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn Heimildarinnar vegna málsins. 

Samkvæmt leiðbeiningum um kvartanir til Fjölmiðlanefndar segir að „Allir notendur fjölmiðla sem telja að efni fjölmiðla, með staðfestu hér á landi, ýmist ritstjórnar eða auglýsingaefni, brjóti gegn þeim lögum sem um fjölmiðla gilda geta lagt fram kvörtun til Fjölmiðlanefndar. Ekki er skilyrði að viðkomandi eigi sjálfir hagsmuna að gæta.“

Vefmiðillinn Frettin.is birti á laugardag grein þar sem segir að miðlinum hafi „borist upplýsingar um alvarlega hópnauðgun sem kom upp um páskana, þar sem erlendir menn eru grunaðir um að hafa brotið kynferðislega á 16 ára stúlkubarni.“ Þá var í umfjölluninni fullyrt að um níu menn hafi verið að ræða og séu þeir „hælisleitendur frá Palestínu og Tyrkir.“ Einnig sagði í greininni að upptökur af frelsissviptingunni liggi fyrir hjá lögreglu. Sömuleiðis voru lýsingar á því að mennirnir „brutu á barninu kynferðislega og skiptust á að nauðga stúlkunni í um þrjár klukkustundir.“

Greinin vakti gríðarlega athygli og mikill fjöldi fólks sem deildi henni á samfélagsmiðlum, gjarnan með fordæmingu á innflytjendum. Allir helstu fréttamiðlar landsins greindu síðan frá því í gær að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefði ekkert mál af þessum toga á sínu borði. Þá greindi RÚV sömuleiðis frá því að ekkert slíkt mál hafi komið til neyðarmóttöku Landspítalans fyrir þolendur kynferðisofbeldis. 

Heimildin ræddi við Margréti Friðriksdóttur, ritstjóra Fréttin.is, í kjölfarið þar sem hún sagðist engu að síður standa við umfjöllunina og vændi lögregluna um lygar: „við stöndum við þessa frétt þangað til hið sanna kemur í ljós,“ sagði Margrét. Þá sagðist hún hafa unnið umfjöllunina upp úr Facebookstatus konu sem hún hafi metið trúverðuga, og hafi kannað bakgrunn hennar: „Nei nei, við skoðuðum þetta mjög vel, þessa konu. Ég veit símanúmerið hennar, heimilisfangið, kannaði hvort þetta væri alvöru manneskja. Ég sá mynd af henni með konu sem ég þekki mjög vel og er mjög góð kona og alvöru manneskja. Ég kannaði alveg bakgrunn hennar. Það er furðulegt að vera svona að skjóta sendiboðann.“

Skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd

Fréttin.is er skráður fjölmiðill hjá Fjölmiðlanefnd. Um ritstjórnarstefnu miðilisins stendur á vef Fjölmiðlanefndar: 

„Tjáningarfrelsið er hornsteinn lýðræðislegs samfélags og er miðillinn stofnaður með það að leiðarljósi að opna umræðuna í íslensku samfélagi sem við teljum vera einsleita og jafnvel byggða á þöggun og ritskoðun sem er andstætt lýðræðinu. Við einbeitum okkur að því að birta fréttir byggðar á trúverðugum heimildum sem aðrir miðlar treysta sér ekki til að fjalla um.“

Fjölmiðlanefnd er sjálfstæð stjórnsýslunefnd sem heyrir undir menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðuneytið. Hún hefur eftirlit með löggjöf um fjölmiðla og skilgreint hlutverk hennar er að standa vörð um vernd barna, rétt almennings til upplýsinga og fjölbreytni og fjölræði á fjölmiðlamarkaði.

Nefndin fundar um allar kvartanir sem nefndinni berast og tekur ákvörðun um hvört ástæða sé til að hefja málsmeðferð. Meðal atriða sem Fjölmiðlanefnd hefur til hliðsjónar við ákvörðun um hvort „hefja beri rannsókn“ eru ef „meint brot virðist alvarlegt“, að fjölmiðlaveita sem kvartað er yfir hafi ekki látið af því sem var tilefni kvörtunarinnar og hvort meðferð málsins samræmist forgangsröðun nefndarinnar. Nefndin hefur heimild til að beita stjórnvaldssektum, en álit hennar getur einnig til að mynda falist í leiðbeinandi tilmælum til viðkomandi fjölmiðlaveitu.

Kjósa
29
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • JE
    Jóhann Einarsson skrifaði
    Það eru semsagt fleiri en atvinnubílstjórar sem eru kynþáttahatarar.
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
4
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Hann var búinn að öskra á hjálp
5
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár