Verjandinn lagði frá sér pappírana sína. Hendurnar voru orðnar þvalar af hitanum í réttarsalnum þótt allir gluggar hefðu verið opnaðir upp á gátt. Hann vissi að hann þyrfti ekki meira á þessum pappírum að halda, með öllum sínum vandlega upprituðu ritningarstöðum úr Biblíunni – ekki meðan hann yfirheyrði það vitni sem nú stóð ergilegt fyrir framan hann í vitnastúkunni og þerraði í ákafa svitann af enni sér með blautum vasaklút.
Þetta var ekkert smáræðis vitni.
William Jennings Bryan hafði þrisvar boðið sig fram til forseta Bandaríkjanna og þar af einu sinni virst líklegur til að ná kjöri í Hvíta húsið, þótt hann tapaði á endasprettinum. Og þó hann hefði ekki náð í Hvíta húsið var hann óumdeilanlega einn frægasti og virtasti stjórnmálamaður landsins.
En nú stóð hann þarna svitnandi í brennheitum réttarsal og fálmaði eftir skoðunum sínum meðan fólkið í salnum kímdi að honum.
Já, verjandinn vissi að í …
Athugasemdir