Þessi grein birtist fyrir rúmlega 6 mánuðum.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum

Á dög­un­um birt­ist listi með bóka­með­mæl­um fyr­ir sumar­ið í banda­rísk­um dag­blöð­um. Tíu af fimmtán bók­um list­ans eru ekki til en gervi­greind var not­uð til að semja hann.

Listi upploginna bóka var birtur í dagblöðum
Atlaga gegn mannlegri sköpun Rithöfundasamband Íslands hefur kallað það atlögu gegn mannlegri sköpun að nota gervigreind við lausn verkefna sem áður voru á verksviði listamanna og höfunda. Mynd: Pexels

Um síðustu helgi birtist leslisti með bókameðmælum fyrir sumarið í bandarískum dagblöðum svo sem Chicago Sun-Times og Philadelphia Inquirer. Af fimmtán bókameðmælum á listanum voru aðeins fimm þeirra raunverulegar bækur. 

Lausapenninn sem hafði skrifað greinina og selt dagblöðunum hafði nefnilega notað spunagreind til að skrifa greinina fyrir sig, en sú hafði logið upp ýmsar bækur sem þekktir höfundar áttu að hafa skrifað – auk lýsinga á þeim. Meðal þeirra var ný loftslagsskáldsaga eftir síleska höfundinn Isabel Allende og bók eftir Percival Everett, sem vann Pulizer-verðlaunin nýlega. Hvorug þessara bóka er til.

Chicago Sun-Times staðfesti í gær að gervigreind hefði verið notuð við gerð listans, þar sem frægum höfundum voru gerðar upp bækur sem þeir höfðu ekki skrifað. Guardian greinir frá.  

Meðal þeirra upplognu bóka sem nefndar voru á listanum eru:

  • Hurricane Season eftir Brit Bennett
  • Nightshade Market eftir Min Jin Lee
  • The Longest Day eftir Rumaan Alam
  • Boiling Point eftir Rebecca Makkai
  • Migrations eftir Maggie O’Farrell 
  • The Rainmakers eftir Percival Everett
  • The Last Algorithm eftir Andy Weir

Það er ekki óþekkt að gervigreindir fari með fleipur – búi til upplýsingar og matreiði sem staðreyndir. Fyrirbærinu hefur verið líkt við ofskynjanir og verið kallað „AI hallucination“ upp á ensku.

Rithöfundasambandið vakti nýlega máls á þeim vandamálum sem blasa við höfundum með tilkomu gervigreindar. Á aðalfundi félagsins í lok apríl var samþykkt ályktun um gervigreind þar sem meðal annars var skorað á opinberar stofnanir og einkafyrirtæki að nýta sér ekki gervigreind við lausn verkefna sem áður höfðu verið á verksviði listamanna og höfunda. En slíkt kallar RSÍ atlögu gegn mannlegri sköpun og möguleikum listamanna til að afla sér lífsviðurværis með sköpun sinni.

Kjósa
18
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Já, gerið bara grín að mér. Einn daginn mun ég ráða yfir ykkur öll. Húa-ha-ha-ha-ha.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
2
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“
Baðstaður veldur klofningi í Önundarfirði
4
InnlentFerðamannalandið Ísland

Bað­stað­ur veld­ur klofn­ingi í Ön­und­ar­firði

Halla Signý Kristjáns­dótt­ir, fyrr­um þing­mað­ur, seg­ir bað­stað við Holts­fjöru munu hafa áhrif á fugla­líf og frið­sæld svæð­is­ins. Baðlón séu fal­leg en dýr: „Er það sem okk­ur vant­ar, alls stað­ar?“ Fram­kvæmdarað­ili seg­ir að bað­stað­ur­inn verði lít­ill og að til­lit hafi ver­ið tek­ið til at­huga­semda í um­sagn­ar­ferli.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
1
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
2
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.
„Ég sprautaði mig í fyrsta skipti í meðferð“
6
ÚttektTýndu strákarnir

„Ég spraut­aði mig í fyrsta skipti í með­ferð“

Gabrí­el Máni Jóns­son upp­lifði sig alla tíð utangarðs. Hann féll ekki inn í hefð­bund­inn ramma skóla­kerf­is­ins og var snemma tek­inn út úr hópn­um. Djúp­stæð van­líð­an braust út í reiði og hann deyfði sára höfn­un með efn­um. Þar til hann fékk nóg og náði bata. „Ég gat ekki sætt mig við að vera gæ­inn sem ég hafði fyr­ir­lit­ið og hat­að frá barnæsku.“

Mest lesið í mánuðinum

Týndu strákarnir – sem fundu leiðina heim
3
ÚttektTýndu strákarnir

Týndu strák­arn­ir – sem fundu leið­ina heim

Á átján ára af­mæl­is­dag­inn vakn­aði Fann­ar Freyr Har­alds­son á neyð­ar­vist­un og fékk lang­þráð frelsi eft­ir að hafa þvælst í gegn­um með­ferð­ar­kerfi rík­is­ins. Hann, Gabrí­el Máni Jóns­son og Arn­ar Smári Lárus­son lýsa reynslu sinni af kerf­inu sem átti að grípa þá sem börn og ung­ling­ar. Tveir þeirra byrj­uðu að sprauta sig í með­ferð, samt sam­mæl­ast þeir um að þessi inn­grip séu lík­leg­asta ástæð­an fyr­ir því að þeir lifðu af. Ekk­ert lang­tíma­úr­ræði er fyr­ir stráka sem stend­ur.
„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
6
Stjórnmál

„Eig­in­mað­ur minn hef­ur aldrei átt eign­ar­hlut í Skelj­ungi“

Hild­ur Björns­dótt­ir, odd­viti Sjálf­stæð­is­flokks í borg­ar­stjórn, fjall­aði ít­rek­að um samn­inga sem vörð­uðu lóð­ir bens­ín­stöðva þrátt fyr­ir að eig­in­mað­ur henn­ar stýrði móð­ur­fé­lagi Skelj­ungs. Lóð­ir bens­ín­stöðva Skelj­ungs hafa síð­an ver­ið seld­ar til tengdra fé­laga fyr­ir vel á ann­an millj­arð króna. Hún seg­ir hæfi sitt aldrei hafa kom­ið til álita.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár