Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Hefur ekki hitt manninn sinn í þrjú ár

Úkraínsk kona flúði til Ís­lands ár­ið 2022 með fimm ára göml­um syni sín­um og hef­ur ekki hitt eig­in­mann sinn síð­an þá. Hún von­ar að Ís­lend­ing­ar haldi áfram að vera kær­leiks­rík­ir og hjálp­sam­ir.

Hefur ekki hitt manninn sinn í þrjú ár
Marika Er 32 ára og býr á Íslandi ásamt syni sínum. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Marika, er 32 ára og vinn í búð. Ég er líka að læra hvernig á að vera doula. Það ákvað ég að læra eftir að ég fæddi son minn, fyrir átta árum síðan. Þá hugsaði ég að þetta væri eitthvað fyrir mig. Núna vinn ég í búðinni og er virkilega ánægð með það. 

Ég hef verið á Íslandi í næstum þrjú ár. Mér þykir mjög vænt um landið og finnst gaman að vinna í miðbænum. Það tekur mig bara fimm mínútur að ganga að sjónum í hádegishléunum mínum og það veitir mér gleði. 

Ég er frá Úkraínu. Vonandi endar þetta bráðum. Við fórum eftir einn og hálfan mánuð, ég og sonur minn. Eiginmaðurinn minn varð eftir og ég hef ekki séð hann í næstum þrjú ár. Mennirnir geta ekki farið vegna herlaganna. 

Ég veit ekki hvort við flytjum aftur til Úkraínu. Við vitum ekki hvernig þetta endar. Núna erum við hér. Við viljum bara að fjölskyldan okkar sé örugg. 

Ísland er fyrsta landið sem ég ferðaðist til. Það er svo öðruvísi. Það breytir þankagangi þínum að koma til annars lands og sjá að allt er öðruvísi. Þú samþykkir menninguna og sérð að hvaða leyti hlutir eru frábrugðnir þínu heimalandi. Hér fann ég mitt teymi og mína vini. Þau eru mér eins og fjölskylda. 

Ég vona að fólkið hér á Íslandi haldi áfram að vera svona kærleiksríkt og hjálpsamt. 

Kjósa
44
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár