Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Hefur ekki hitt manninn sinn í þrjú ár

Úkraínsk kona flúði til Ís­lands ár­ið 2022 með fimm ára göml­um syni sín­um og hef­ur ekki hitt eig­in­mann sinn síð­an þá. Hún von­ar að Ís­lend­ing­ar haldi áfram að vera kær­leiks­rík­ir og hjálp­sam­ir.

Hefur ekki hitt manninn sinn í þrjú ár
Marika Er 32 ára og býr á Íslandi ásamt syni sínum. Mynd: Eik Arnþórsdóttir

Ég heiti Marika, er 32 ára og vinn í búð. Ég er líka að læra hvernig á að vera doula. Það ákvað ég að læra eftir að ég fæddi son minn, fyrir átta árum síðan. Þá hugsaði ég að þetta væri eitthvað fyrir mig. Núna vinn ég í búðinni og er virkilega ánægð með það. 

Ég hef verið á Íslandi í næstum þrjú ár. Mér þykir mjög vænt um landið og finnst gaman að vinna í miðbænum. Það tekur mig bara fimm mínútur að ganga að sjónum í hádegishléunum mínum og það veitir mér gleði. 

Ég er frá Úkraínu. Vonandi endar þetta bráðum. Við fórum eftir einn og hálfan mánuð, ég og sonur minn. Eiginmaðurinn minn varð eftir og ég hef ekki séð hann í næstum þrjú ár. Mennirnir geta ekki farið vegna herlaganna. 

Ég veit ekki hvort við flytjum aftur til Úkraínu. Við vitum ekki hvernig þetta endar. Núna erum við hér. Við viljum bara að fjölskyldan okkar sé örugg. 

Ísland er fyrsta landið sem ég ferðaðist til. Það er svo öðruvísi. Það breytir þankagangi þínum að koma til annars lands og sjá að allt er öðruvísi. Þú samþykkir menninguna og sérð að hvaða leyti hlutir eru frábrugðnir þínu heimalandi. Hér fann ég mitt teymi og mína vini. Þau eru mér eins og fjölskylda. 

Ég vona að fólkið hér á Íslandi haldi áfram að vera svona kærleiksríkt og hjálpsamt. 

Kjósa
47
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Fólkið í borginni

Mest lesið

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
1
Viðtal

Átrösk­un á jól­un­um: „Ég borð­aði manda­rínu á að­fanga­dag“

„Þetta er sjúk­dóm­ur sem fer ekki í jóla­frí,“ seg­ir El­ín Ósk Arn­ars­dótt­ir, sem hef­ur glímt við átrösk­un í þrett­án ár. Hún seg­ir jóla­há­tíð­ina einn erf­ið­asta tíma árs­ins fyr­ir fólk með sjúk­dóm­inn þar sem mat­ur spil­ar stórt hlut­verk og úr­ræð­um fækk­ar fyr­ir sjúk­linga. El­ín er nú á bata­vegi og hvet­ur fólk til að tala hlut­laust um mat og sleppa því að refsa sér.
Leitin að upprunanum
4
GagnrýniSilfurgengið

Leit­in að upp­run­an­um

ÁÁr­ið er 2022 og kór­óna­veirufar­ald­ur­inn er loks í rén­un. Sig­ríð­ur Lei, eða Sirrý­lei eins og hún er köll­uð, fær gamla silf­ur­nælu í 15 ára af­mæl­is­gjöf frá ömmu sinni. Á bak­hlið næl­unn­ar er nafn­ið Sig­ríð­ur áletr­að en Sirrý­lei heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Dí­dí, sem heit­ir í höf­uð­ið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höf­uð­ið á ömmu sinni, Sig­ríði....

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sif Sigmarsdóttir
2
Pistill

Sif Sigmarsdóttir

Ert þú að eyði­leggja jól­in fyr­ir ein­hverj­um öðr­um?

Ár­ið er senn á enda. Ein þau tíma­mót sem und­ir­rit­uð fagn­aði á ár­inu var tutt­ugu ára brúð­kaup­saf­mæli. Af til­efn­inu þving­uð­um við hjón­in okk­ur til að líta upp úr hvers­dag­sam­str­inu og fara út að borða. Fyr­ir val­inu varð stað­ur­inn sem við borð­uð­um á þeg­ar við gift­um okk­ur, Ca­fé Royal, sögu­fræg­ur veit­inga­stað­ur á Re­g­ent Street í London, þar sem ekki ómerk­ari menn...

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
3
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár