Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Rapyd á Íslandi segist vera íslenskt fyrirtæki: „Djúpar rætur í íslensku samfélagi“

Rapyd á Ís­landi seg­ist vera ís­lenskt fyr­ir­tæki í eigu al­þjóð­lega fjár­tæknifyr­ir­tæk­is­ins Rapyd, sem sé með starf­semi víða um heim.

Rapyd á Íslandi segist vera íslenskt fyrirtæki: „Djúpar rætur í íslensku samfélagi“
Forstjóri Garðar Stefánsson er forstjóri Rapyd á Íslandi. Mynd: Rapyd

Fyrirtækið Rapyd á Íslandi vill koma því á framfæri að fyrirtækið sé íslenskt. Þetta segir í fréttatilkynningu. 

„Vegna umfjöllun[ar] um samninga Rapyd á Íslandi við Fjársýsluna vill Rapyd benda á að samningurinn er við Rapyd á Íslandi (Rapyd Europe hf.) Stjórnendur Rapyd á Íslandi sýna því skilning á fólk hafi sterkar skoðanir á átökunum fyrir botni Miðjarðarhafs. Allir eiga rétt að láta sína skoðun í ljós. Mikilvægt er hins vegar að umfjöllun sé byggð á staðreyndum,“ segir í tilkynningunni.

Heimildin greindi frá því í síðustu viku að Fjársýsla ríkisins hefði gert samning við Rapyd um færsluhirðingu allra A-hluta stofnana til tveggja ára. Til A-hluta stofnana teljast á annað hundrað stofnana sem sinna kjarnaverkefnum ríkisins. Þeirra á meðal eru háskólar, framhaldsskólar, ríkisrekin söfn, sjúkrahús, heilsugæslur, sýslumannsembætti og dómstólar, auk fjölmargra annarra.

Rapyd hefur verið sniðgengið

Fjölmargir Íslendingar hafa valið að sniðganga fyrirtæki sem nýta sér færsluhirðingu Rapyd vegna átakanna fyrir botni Miðjarðarhafs. Þetta hefur haft í för með sér að fleiri hundruð fyrirtæki hafi skipt um greiðslumiðlun.

Meint tengsl Rapyd við hernað á Gaza-svæðinu komust í hámæli í október 2023 eftir ummæli forstjóra og eins stofnanda Rapyd, Arik Shtilman, í október 2023. En hinn ísraelski Shtilman sagði á samfélagsmiðlinum LinkedIn að hann og fyrirtækið styddu árásir Ísrael á Gaza. 

„Rapyd rekur starfsemi í landránsbyggðum Ísraela á Vesturbakkanum sem eru skýlaust brot á alþjóðalögum og samþykktum Sameinuðu þjóðanna. Stuðningur Rapyd við hernað Ísraels er líka augljós á Instagram reikningi fyrirtækisins þar sem eru myndir af ísraelskum hermönnum sem Rapyd bauð í grillveislu. Þar segir að Rapyd sé stolt af stuðningi sínum við hina hugrökku hermenn ísraelska hersins og ánægt með að geta gefið þeim eitthvað til baka,“ stendur á vefsíðunni sniðganga.is. 

Alþjóðlega fyrirtækið í eigu fjárfestingasjóða

Í tilkynningu Rapyd á Íslandi segir: „Fyrirtækið er í eigu alþjóðlega fjártæknifyrirtækisins Rapyd, sem er að mestu í eigu alþjóðlegra fjárfestingasjóða og er með starfsemi víða um heim.“. Er þar bent á að starfsemi fyrirtækisins byggi á eldri fyrirtækjunum Valitor og Korta sem hafi verið sameinuð undir merkjum Rapyd.

„Fyrirtækið hefur sinnt greiðslumiðlun fyrir íslensk fyrirtæki, banka og einstaklinga í rúmlega fjóra áratugi. Fyrirtækið hefur sem slíkt verið lykilstoð í innlendri greiðslumiðlun og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Fyrirtækið starfar sem íslenskt hlutafélag og er kennitala þess frá 1983. Fyrirtækið er með starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands og greiðir skatta og skyldur á Íslandi.“

Kjósa
-12
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Þetta er afskaplega einfalt, Rapyd er í eigu ZioNazista og Garðar Stefánsson er drullusokkur!
    2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við munum þurrka þá út“
6
ErlentÁrásir á Gaza

„Við mun­um þurrka þá út“

Þrátt fyr­ir aukna and­stöðu við stríð­ið hafa al­menn­ir borg­ar­ar í Ísra­el litla sam­úð með Palestínu­mönn­um á Gaza. Þar hef­ur ísra­elski her­inn hef­ur auk­ið þunga í hern­að­ar­að­gerð­um í vik­unni. Ætl­un­in er að „klára verk­ið og full­komna ósig­ur Ham­as,“ sagði Benjam­in Net­anya­hu. Blaða­menn voru drepn­ir í vik­unni, börn svelta og al­þjóð­leg hjálp­ar­sam­tök senda frá sér sam­eig­in­legt ákall gegn nýrri lög­gjöf.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár