Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
Halla Bergþóra lögreglustjóri færði Margeir til í starfi. Mynd: Heimildin

Íslenska ríkið þarf að greiða Margeiri Sveinssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, tvær milljónir í miskabætur eftir að hann var færður til í starfi fyrir hálfu öðru ári. Áður hafði hann verið sendur í leyfi eftir að lögreglukona lagði fram kvörtun vegna áreitni og ofbeldisfullrar hegðunar af hans hálfu í sinn garð yfir margra mánaða tímabil.

Lögreglustjóri tilkynnti héraðssaksóknara um hugsanlega refsiverða háttsemi af hálfu Margeirs en málið var fellt niður. Auk þess þarf ríkið að greiða málskostnað Margeirs upp á 1,6 milljónir króna. Þetta er niðurstaða Héraðsdóms Reykjavíkur.

Margeir tók við nýrri stöðu hjá embættinu þegar hann sneri aftur úr leyfi. Bæði hann og konan störfuðu á starfsstöð lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á Hverfisgötu í Reykjavík, þar sem Margeir starfar enn, en lögreglukonan óskaði eftir flutningi á aðra starfsstöð. Tiltekið er í dómi héraðsdóms að þau hafi átt í „ástarsambandi.“ Áreitnin hafi átt sér stað eftir að konan sleit sambandinu. 

Í dómnum segir að af gögnum málsins sé ljóst að ákvörðun um breytingu á starfi og verksviði Margeirs hafi verið tekin vegna ósæmilegrar háttsemi hans gagnvart konunni. Ekki verði hins vegar ráðið að ákvörðunin hafi jafnframt verið „reist á öðrum atriðum er hann varða. Má þannig telja í ljósi framangreinds að lögreglustjóranum hafi verið kleift, er hún tók hina umdeildu ákvörðun 16. október 2023, að láta stefnanda sinna sams konar störfum og hann hafði áður gert án þess að gegna áfram yfirmannsstöðu gagnvart“ konunni. 

Einnig kemur fram að Margeir hafi „fellt sig við áminningu lögreglustjórans 16. október 2023 og gerir ekki athugasemdir við lýsingu atvika í áminningabréfi lögreglustjórans“ en í áminningunni kom meðal annars fram að Margeir hafi farið yfir mörk konunnar í tíu tilvikum. 

Margeir fór í veikindaleyfi síðasta haust og sagðist ekki treysta sér til að mæta til vinnu vegna framkomu æðstu stjórnenda lögreglunnar sem hefðu valdið honum miklum þjáningum. Þá tilkynnti hann dómsmálaráðherra um að hann hefði höfðað mál vegna breytinga á starfi hans, og að hann upplifði einelti og ofbeldi í sinn garð.

Úttekt sálfræðistofu

Kastljós greindi frá því 12. desember 2023 að háttsettur lögreglumaður hefði áreitt lögreglukonu kynferðislega. Hann var þá ekki nafngreindur en áður höfðu helstu miðlar fjallað um að Margeir hefði verið settur í leyfi frá störfum sem þótti tíðindum sæta enda háttsettur hjá embættinu og stýrði til að mynda rannsókn á morðinu í Rauðagerði.

Lögregluembættið fékk sálfræði- og ráðgjafarstofuna Líf og sál til að fara yfir málið. Í skýrslu hennar kemur fram að bæði Margeir og lögreglukonan hafi fengið tækifæri til að leggja fram gögn máli sínu til stuðnings. Meðal þess sem hann lagði fram var rituð útgáfa af samtali sem Margeir átti við konuna, sem hann sagðist hafa hljóðritað án hennar vitundar.

Þá hafi hann spilað hljóðbút úr samtalinu fyrir starfsfólk sálfræðistofunnar til að sýna að upptakan væri raunveruleg. Margeir afhenti þeim hins vegar ekki upptökuna sjálfa heldur einungis rituðu útgáfuna. Við vinnslu málsins ákvað starfsfólk stofunnar að nota hana ekki því hún væri mögulega á gráu svæði varðandi persónuvernd. Í framhaldi af því tók Margeir skjalið til baka. 

Olli henni ótta og vanlíðan

Kastljós greindi frá því að í tíu af tólf atvikum sem sálfræðistofan tók til skoðunar eftir kvörtun lögreglukonunnar þóttu tíu þess eðlis að þau félli undir skilgreiningu á ofbeldi. Margeir hafi valdið konunni vanlíðan og ótta, auk þess sem valdaójafnvægi hafi verið mikið á milli þeirra. Hann var ekki aðeins í valdastöðu innan embættisins heldur er hann tæplega þrjátíu árum eldri en lögreglukonan. 

Meðal þess sem hann hafi gerst sekur um var að þvinga hana til að taka á móti sér á heimili hennar seint að kvöldi, senda henni stöðug skilaboð í gegnum samfélagsmiðla og sitja fyrir henni í vinnunni. 

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (3)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurður Haraldsson skrifaði
    Þeir rannskaka sig sjáflir og fá æðri stöður auk umbunar sem dæmi þessi þrjótur og sá sem níddist á börnunum í bústaðnum.

    https://heimildin.is/grein/7095/
    1
  • Anna Ólafsdóttir skrifaði
    Skil ekki. Af hverjufær hann bætur
    1
  • Magnús Mörður Gígja skrifaði
    Það er um að gera að umbuna ,,ofbeldismönnum" innan Lögregglunar, það eykur traustið!
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

„Við erum að virkja fyrir peningana sem okkur langar í“
6
Viðtal

„Við er­um að virkja fyr­ir pen­ing­ana sem okk­ur lang­ar í“

Odd­ur Sig­urðs­son hlaut Nátt­úru­vernd­ar­við­ur­kenn­ingu Sig­ríð­ar í Bratt­holti. Hann spáði fyr­ir um enda­lok Ok­jök­uls og því að Skeið­ará myndi ekki ná að renna lengi í sín­um far­vegi, sem rætt­ist. Nú spá­ir hann því að Reykja­nesskagi og höf­uð­borg­ar­svæð­ið fari allt und­ir hraun á end­an­um. Og for­dæm­ir fram­kvæmdagleði Ís­lend­inga á kostn­að nátt­úru­vernd­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég var lifandi dauð“
1
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var lifandi dauð“
2
Viðtal

„Ég var lif­andi dauð“

Lína Birgitta Sig­urð­ar­dótt­ir hlú­ir vel að heils­unni. Hún er 34 ára í dag og seg­ist ætla að vera í sínu besta formi fer­tug, and­lega og lík­am­lega. Á sinni ævi hef­ur hún þurft að tak­ast á við marg­vís­leg áföll, en fað­ir henn­ar sat í fang­elsi og hún glímdi með­al ann­ars við ofsa­hræðslu, þrá­hyggju og bú­lemíu. Fyrsta fyr­ir­tæk­ið fór í gjald­þrot en nú horf­ir hún björt­um aug­um fram á veg­inn og stefn­ir á er­lend­an mark­að.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár