Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Braut ítrekað nálgunarbann - Grunaður um ofbeldi gegn eiginkonu og fimm börnum

Karl­mað­ur hef­ur ver­ið úr­skurð­að­ur í áfram­hald­andi gæslu­varð­hald vegna ásak­ana um al­var­legt of­beldi gegn eig­in­konu og börn­um. Mað­ur­inn hef­ur ver­ið til rann­sókn­ar hjá lög­reglu síð­an í fyrra en hann hlaut al­þjóð­lega vernd á Ís­landi ár­ið 2022. Ef brot­in verða tal­in sönn­uð geta þau varð­að allt að 16 ára fang­elsi.

Braut ítrekað nálgunarbann - Grunaður um ofbeldi gegn eiginkonu og fimm börnum

Héraðsdómur Reykjaness hefur úrskurðað mann í áframhaldandi gæsluvarðhald til 3. júní vegna alvarlegra ásakana um ofbeldi gegn eiginkonu sinni og börnum þeirra. Maðurinn, sem hlaut alþjóðlega vernd á Íslandi árið 2022, hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu síðan í mars 2024 og sætt nálgunarbanni gagnvart fjölskyldu sinni. Þá hafði lögreglu borist tilkynning um að maðurinn hafi hótað eiginkonu sinni lífláti. 

Í greinargerð lögreglustjórans á Suðurnesjum kemur fram að maðurinn sé undir rökstuddum grun um að hafa beitt eiginkonu sína líkamlegu og andlegu ofbeldi um árabil, bæði áður en þau komu til Íslands og eftir það. Hann er jafnframt grunaður um að hafa beitt nokkur barna sinna kynferðislegu ofbeldi.

Flúði ofbeldið stuttu eftir komuna

Fram kemur í lýsingu á málsatvikum að hjónin og börn þeirra fimm hafi komið til Íslands í mars 2024 en eiginkonan flúið heimilið í sama mánuði. Börnin voru í kjölfarið tekin af manninum og færð til móðurinnar. Þau hafi notið aðstoðar félags- og barnaverndaryfirvalda sem og dvalið í Kvennaathvarfinu.

„Það er mat lögreglu að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum meðan mál hans er ekki lokið,“ segir í kröfugerð saksóknara. Þar kemur einnig fram að brotaþolar séu „afar hræddir við varnaraðila“ og að vægari úrræði, eins og nálgunarbann, hafi ekki dugað til að vernda þau.

„Að mati sóknaraðila eru vægari úrræði fullreynd“
Úr kröfu lögreglu vegna gæsluvarðhalds

Samkvæmt dómsskjölum hefur maðurinn ítrekað brotið gegn nálgunarbanni, meðal annars með því að birtast við heimili og skóla barna sinna, senda hótanir í gegnum samfélagsmiðla og reyna að ná sambandi við fjölskylduna með ýmsum hætti. Í einum lið málsins kemur fram að hann hafi mætt fyrir utan heimili brotaþola og öskrað eftir henni, skömmu eftir að hafa fyrr sama dag sent hótanir um að hún hefði „klukkustund til að taka efni niður af samfélagsmiðlum annars ætli hann að láta til skarar skríða, taka stóra ákvörðun og hann hafi engu að tapa,“ eins og það er orðað í úrskurði héraðsdóms.

Barnaníðsefni í tækjum mannsins

Við leit í bíl mannsins fundust hnífur, klaufhamar, einnota hanskar og strigalímband. Þá komu við rannsókn á rafrænum tækjum í hans eigu fram myndir sem teljast til barnaníðsefnis, auk grófs kláms.

Verjandi mannsins mótmælti kröfu lögreglu og benti á að hann hefði ekki brotið gegn nálgunarbanni meðan hann væri í gæsluvarðhaldi, þrátt fyrir að hafa aðgang að síma og neti. Þá neitar maðurinn sök og segir ásakanirnar koma frá eiginkonu sinni sem hann segist ekki vilja meiða.

Dómurinn hafnaði þó vörnum hans og vísaði meðal annars til úrskurða Landsréttar þar sem fram kom að ætla mætti að maðurinn héldi áfram brotum gengi hann laus. „Þykir því enn verða að leggja til grundvallar [...] að ætla megi að varnaraðili muni halda áfram brotum gangi hann laus á þessu stigi,“ segir í niðurstöðu dómsins.

„Að mati sóknaraðila eru vægari úrræði fullreynd,“ segir í kröfu lögreglu vegna gæsluvarðhaldsins.

Lögreglan hefur jafnframt lagt fram kröfu um geðrannsókn, sem þegar hefur verið samþykkt af dómstólum.

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GOR
    Gunnar Oddur Rósarsson skrifaði
    Við erum sjálf okkur nóg með skemmda einstaklinga. Það er óráð að flytja þá inn. Enda innviðir frumstæðir vegna alltumlykjandi "fjármagnsskorts".
    -2
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Rannsakar bleikþvott Ísraels
5
ViðtalÁrásir á Gaza

Rann­sak­ar bleik­þvott Ísra­els

„Eina leið­in fyr­ir fanga til þess að vera í sam­bandi við um­heim­inn er í gegn­um lög­fræð­ing,“ seg­ir Nadine Abu Ara­feh mann­rétt­inda­lög­fræð­ing­ur, rann­sak­andi og hinseg­in að­gerðasinni frá Jerúsalem. Hún vinn­ur með palestínsk­um föng­um en þeim er mein­að að hafa sam­skipti við ást­vini. Nadine vann ný­ver­ið rann­sókn­ar­verk­efni í Há­skóla Ís­lands um bleik­þvott sem Ísra­el not­ar til að veikja and­spyrnu Palestínu­manna.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra afborgana
1
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Keyptu íbúð en geta ekki flutt inn vegna hárra af­borg­ana

Páll Krist­inn Stef­áns­son festi kaup á fyrstu íbúð í sum­ar ásamt kær­ustu sinni. Þau hafa bú­ið hjá for­eldr­um Páls und­an­far­ið á með­an þau hafa safn­að pen­ing. Par­ið var spennt að flytja í eig­ið hús­næði en hafa ekki efni á því. „Það er ekk­ert smá svekk þeg­ar mað­ur er bú­inn að kaupa sér íbúð að hafa ekki tök á að búa í henni,“ seg­ir hann.
Skráði sig í sambúð með vini sínum til að standast greiðslumat
2
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Skráði sig í sam­búð með vini sín­um til að stand­ast greiðslu­mat

Hann­es Árni Hann­es­son keypti sína fyrstu íbúð með vini sín­um ár­ið 2021. Hvor­ug­ur gat stað­ist greiðslu­mat einn og sér og gripu þeir því til þess ráðs að skrá sig í sam­búð. Vin­un­um gekk vel að búa sam­an þar til báð­ir eign­uð­ust kær­ust­ur. Mán­uði eft­ir að þær fluttu inn seldi Hann­es sinn hlut til vin­ar síns og þau fóru í íbúð­ar­leit að nýju.
Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
5
ViðtalFasteignamarkaðurinn

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
3
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár