Hópurinn býr yfir fjölbreyttri þekkingu og hefur reynslu af íbúðaþróun gegnum ólík fagsvið og það sem tengir okkur er að brenna fyrir uppbyggingu góðs og vandaðs húsnæðis. Við vitum hversu dýrmætt það er fyrir einstaklinga og fyrir samfélagið í heild og það vakir fyrir okkur að skapa híbýlaauð fyrir þá sem búa í byggingunum ekki síður en þá sem byggja.
Hvernig byrjaði samstarfið?
Nokkur okkar úr hópnum höfðum áður átt samstarf í byggða- og íbúðaþróunarverkefninu Hæg breytileg átt, sem var starfandi á árunum 2014 og 2015. Þá unnu þverfaglegir hópar að því að móta hugmyndir og tillögur að vistvænni, samfélagsmeðvitaðri, hagkvæmari og framsæknari íbúðarkosti í íslensku þéttbýli. Þetta var metnaðarfullt verkefni með ríkulegt samtal, tillögugerð og miðlun. Hins vegar voru hvorki ríki né borg eða aðrir framkvæmdaraðilar, sem voru samstarfsaðilar verkefnisins, tilbúnir að greiða götu þess svo að afurðirnar gætu vaxið og þroskast áfram á einn eða annan hátt. Það …
Athugasemdir (1)