Kókómjólk birtist í nýju hlutverki í vikunni þegar greint var frá því í Kveik að menn sem stunduðu njósnir fyrir Björgólf Thor Björgólfsson földu myndavél í Kókómjólkurfernum sem komið var fyrir í bílaleigubílum fyrir utan lögmannsstofuna Landslög í Borgartúni árið 2012.
Þrátt fyrir að málið sjálft sé grafalvarlegt hefur einnig verið nokkuð um það á samfélagsmiðlum að fólk hafi hent gaman af þessari notkun á Kókómjólkurfernum. Lóaboratoríum birti til að mynda skopmynd þar sem spurt er hvað sé minnst grunsamlegast í heimi, og svarið vitanlega: Kókómjólk.
Algjör tilviljun
Aðalsteinn H. Magnússon, sölu- og markaðsstjóri MS, hefur ekki farið varhluta af þessu. „Það er bara fínt að Kókómjólkin fái athygli. Við erum ánægð ef fólk sér Kókómjólkina í léttu ljósi,“ segir hann. Aðspurður hvort þau hyggist reyna að nýta þessa óvæntu athygli á einhvern hátt í markaðssetningu segir hann það af og frá, þau muni ekki blanda sér í þetta mál. …
Athugasemdir