Aðfaranótt fimmtudagsins 24. apríl flugu rússneskir drónar yfir höfuðborg Úkraínu með stýri- og skotflaugar. Að minnsta kosti 13 létu lífið í árásinni og yfir 100 særðust í mannskæðustu árás ársins á Kænugarð til þessa. Þeirra á meðal er 45 ára gamall maður sem lést á sjúkrahúsi á þriðjudag.
Kvöldið fyrir árásina hafði ég snúið aftur heim til Kænugarðs eftir rúmlega tveggja vikna frí, fyrsta fríið frá því að stríðið hófst fyrir þremur árum. Ég var útsofinn eftir vel nýttar kyrrðarnætur á sveitahótelum í vesturhluta landsins og ætlaði að byrja rólega aftur að vinna, klára hálfskrifaða grein og mögulega skreppa síðan aftur upp í sveit.
„Óskar! Vaknaðu, það er risastór árás í gangi!“
Við hjónin lognuðumst út af um miðnætti, eftir klukkutíma sjónvarpsgláp. Hálftíma síðar vakti konan mín mig með látum: „Óskar! Vaknaðu, það er risastór árás í gangi!“
Við heyrðum dróna fljúga lágt yfir húsinu. Nokkrum sekúndum síðar skall á …
Athugasemdir