Árið 1744 kom 15 ára þýsk stúlka í fylgd móður sinnar til Rússlands. Stúlkan hét Sophie Auguste Friederike von Anhalt-Zerbst-Dornburg og það var ný keisaraynja Rússlands, Elísabet, sem hafði kallað hana til Rússlands. Tilgangur Elísabetar var að athuga hvort stúlkan kynni að passa sem eiginkona ungs systursonar hennar. Hún hafði valið hann sem ríkisarfa sinn þar eð sjálf átti hún ekki börn.
Elísabetu leist vel á þá þýsku og hún var umsvifalítið gefin ríkisarfanum, sem þá hafði fengið nafnið Pétur, og sjálf var stúlkan skírð upp, um leið og hún tók rússneska rétttrú, og nefndist síðan Katrín. Svo fór að hjónaband Katrínar og Péturs varð mjög ófarsælt, enda var hann sagður lítilla sanda andlega og jafnvel enn minni líkamlega. Hann hafði til dæmis ekki minnstu hugmynd um hvernig hann ætti að bera sig að í hjónasænginni.
Saltykov leiddur á fund Katrínar
Elísabetu gramdist mjög að hvert árið leið af …
Athugasemdir