Ég get ekki séð nema það sé hörkustemning fyrir þessu,“ segir Sigfús Ómar Höskuldsson, formaður Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, um landsfund Samfylkingarinnar sem hefst í dag. Þetta er fyrsti landsfundur eftir að Kristrún Frostadóttir – sem er ein í framboði til formanns á fundinum – leiddi jafnaðarmenn aftur inn í ríkisstjórn.
Það virðist ekki stefna í mikil átök um embætti á fundinum. Þó er ekki hægt að fullyrða um það, en framboðsfresturinn fyrir önnur embætti en formanninn rennur út síðdegis í dag, föstudag. Undir yfirborðinu hafa þó kraumað átök og hafa þau að einhverju leyti hverfst um stöðu Dags B. Eggertssonar, fyrrverandi borgarstjóra, sem viðmælendur Heimildarinnar innan úr flokknum segja að sé haldið á mottunni.
Það vilji þó enginn skemma stemninguna og ásýnd samheldni með neins konar uppgjöri. Ekki heldur Dagur, sem þó er einangraður innan þingflokksins.
Heimildin heyrði í fólki víðs vegar í flokknum til að taka púlsinn á Samfylkingunni. …
Athugasemdir