Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Telur sönginn ekki hafa haft úrslitaáhrif

Til­laga borg­ar­full­trúa Við­reisn­ar um að finna skuli flugi einka­þotna og þyrluflugi ann­an stað en á Reykja­vík­ur­flug­velli var sam­þykkt í borg­ar­stjórn í vik­unni. Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir tel­ur það að hún hafi sung­ið í pontu ekki hafa haft mik­il áhrif á nið­ur­stöð­una.

Telur sönginn ekki hafa haft úrslitaáhrif

Tillagan markast af því að við viljum tryggja sjúkraflug áfram og áætlunarflug – og láta það hafa allan forgang á Reykjavíkurflugvelli. En einkaþotum hefur fjölgað gríðarlega og þyrluferðum. Það er óþarfi að hafa það inni í miðborg Reykjavíkur. Þetta snýst um að lágmarka umferðina á flugvellinum við það sem snýr að almannahagsmunum.“

Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar. Í vikunni fékkst tillaga hennar, sem snýr meðal annars að því að einkaþotum og þyrluflugi verði fundinn annar staður en á Reykjavíkurflugvelli, samþykkt í borgarstjórn.

Almannahagsmunir yfir sérhagsmuni

„Það sem okkur gengur til er að draga fram hvað það skiptir miklu máli að tryggja almannahagsmuni fyrir alla þjóðina en finna sérhagsmununum þarna annan stað,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir á að einka- og þyrluflug hafi aukist mikið á síðastliðnum árum en slíkt flug þurfi ekki að vera í miðborginni þar sem fjölmargir íbúar verði fyrir hávaðamengun og verri loftgæðum. 

Tillaga Þórdísar Lóu er tvíþætt. Annars vegar snýr hún að því að borgarstjóri beiti sér fyrir því að einkaþotur og þyrluflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Hins vegar að því að staðið verði við samkomulag frá 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra. En samkomulagið kveður meðal annars á um að einka- og kennsluflug hverfi frá flugvellinum. „Þetta er ellefu ára gamalt samkomulag sem hefur ekki verið fylgt eftir að fullu og það þarf að klára það.“

„Alveg til í að syngja oftar“

Nokkra athygli vakti þegar borgarfulltrúinn tók upp á því á borgarstjórnarfundinum að syngja Láttu þér líða vel með Stjórninni í pontu. Þórdís Lóa segir að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi farið yfir það í ræðu um málið að ein fjölmargra úttekta um flugvöllinn hefði verið frá 1991. „Ég fór að hugsa. Vá, hvað það er langt síðan. Hvað var eiginlega vinsælt þá? Svo ég gúglaði það. Þá kom þetta lag upp.“

Þórdís Lóa segist þá einnig hafa farið að hugsa um Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem sé að verða sextugur á næstunni. „Af því að Stjórnin var náttúrlega vinsæl þegar hann var ungur maður. Svo ég ákvað að syngja fyrir hann lag sem ég kunni ekki einu sinni.“ Hún segist þó ekki hafa leitt hugann að því að það gæti endað á netinu. 

Heldurðu að söngurinn hafi hjálpað við að fá tillöguna samþykkta?

„Ég held að þau láti ekki eitthvert gaul í mér hafa áhrif á sig,“ segir Þórdís Lóa. „Ég held bara að það hafi verið margir sammála því að við þyrftum að vera með skýra línu í þessu. En ef það er þá er ég alveg til í að syngja oftar,“ segir hún létt í bragði. 

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Presturinn þurft að ýta ferðamönnum út úr kirkjunni
4
FréttirFerðamannalandið Ísland

Prest­ur­inn þurft að ýta ferða­mönn­um út úr kirkj­unni

Jó­hanna Magnús­dótt­ir, prest­ur í Vík­ur­kirkju, seg­ir dæmi um að er­lend­ir ferða­menn reyni að kom­ast inn í kirkj­una til að taka mynd­ir skömmu áð­ur en kistu­lagn­ing fer fram. Hún hafi þurft að breyta sér í dyra­vörð íklædd­an hempu til að ýta þeim ágeng­ustu út úr kirkj­unni. Björg­un­ar­sveit­in í Vík hef­ur um þriggja ára skeið séð um að loka veg­in­um upp að kirkj­unni með­an út­far­ir fara þar fram.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
1
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár