Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Telur sönginn ekki hafa haft úrslitaáhrif

Til­laga borg­ar­full­trúa Við­reisn­ar um að finna skuli flugi einka­þotna og þyrluflugi ann­an stað en á Reykja­vík­ur­flug­velli var sam­þykkt í borg­ar­stjórn í vik­unni. Þór­dís Lóa Þór­halls­dótt­ir tel­ur það að hún hafi sung­ið í pontu ekki hafa haft mik­il áhrif á nið­ur­stöð­una.

Telur sönginn ekki hafa haft úrslitaáhrif

Tillagan markast af því að við viljum tryggja sjúkraflug áfram og áætlunarflug – og láta það hafa allan forgang á Reykjavíkurflugvelli. En einkaþotum hefur fjölgað gríðarlega og þyrluferðum. Það er óþarfi að hafa það inni í miðborg Reykjavíkur. Þetta snýst um að lágmarka umferðina á flugvellinum við það sem snýr að almannahagsmunum.“

Þetta segir Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, borgarfulltrúi Viðreisnar. Í vikunni fékkst tillaga hennar, sem snýr meðal annars að því að einkaþotum og þyrluflugi verði fundinn annar staður en á Reykjavíkurflugvelli, samþykkt í borgarstjórn.

Almannahagsmunir yfir sérhagsmuni

„Það sem okkur gengur til er að draga fram hvað það skiptir miklu máli að tryggja almannahagsmuni fyrir alla þjóðina en finna sérhagsmununum þarna annan stað,“ segir Þórdís Lóa. Hún bendir á að einka- og þyrluflug hafi aukist mikið á síðastliðnum árum en slíkt flug þurfi ekki að vera í miðborginni þar sem fjölmargir íbúar verði fyrir hávaðamengun og verri loftgæðum. 

Tillaga Þórdísar Lóu er tvíþætt. Annars vegar snýr hún að því að borgarstjóri beiti sér fyrir því að einkaþotur og þyrluflug hverfi úr Vatnsmýrinni. Hins vegar að því að staðið verði við samkomulag frá 2013 sem undirritað var af þáverandi borgarstjóra og innanríkisráðherra. En samkomulagið kveður meðal annars á um að einka- og kennsluflug hverfi frá flugvellinum. „Þetta er ellefu ára gamalt samkomulag sem hefur ekki verið fylgt eftir að fullu og það þarf að klára það.“

„Alveg til í að syngja oftar“

Nokkra athygli vakti þegar borgarfulltrúinn tók upp á því á borgarstjórnarfundinum að syngja Láttu þér líða vel með Stjórninni í pontu. Þórdís Lóa segir að Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri hafi farið yfir það í ræðu um málið að ein fjölmargra úttekta um flugvöllinn hefði verið frá 1991. „Ég fór að hugsa. Vá, hvað það er langt síðan. Hvað var eiginlega vinsælt þá? Svo ég gúglaði það. Þá kom þetta lag upp.“

Þórdís Lóa segist þá einnig hafa farið að hugsa um Skúla Helgason, borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, sem sé að verða sextugur á næstunni. „Af því að Stjórnin var náttúrlega vinsæl þegar hann var ungur maður. Svo ég ákvað að syngja fyrir hann lag sem ég kunni ekki einu sinni.“ Hún segist þó ekki hafa leitt hugann að því að það gæti endað á netinu. 

Heldurðu að söngurinn hafi hjálpað við að fá tillöguna samþykkta?

„Ég held að þau láti ekki eitthvert gaul í mér hafa áhrif á sig,“ segir Þórdís Lóa. „Ég held bara að það hafi verið margir sammála því að við þyrftum að vera með skýra línu í þessu. En ef það er þá er ég alveg til í að syngja oftar,“ segir hún létt í bragði. 

Kjósa
13
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Lifum á tímum mikilla upplýsinga en aldrei verið óupplýstari
5
ViðtalGrunnstoðir heilsu

Lif­um á tím­um mik­illa upp­lýs­inga en aldrei ver­ið óupp­lýst­ari

Geir Gunn­ar Markús­son nær­ing­ar­fræð­ing­ur seg­ir að auk­in tíðni lífs­stíls­sjúk­dóma kalli á heil­næm­ara fæði, meiri hreyf­ingu, næg­an svefn og streitu­minni lífs­stíl. Hann tel­ur að fæða okk­ar í dag sé að mörgu leyti verri en fyr­ir um 30 ár­um og að við höf­um flækt mataræð­ið. Þrátt fyr­ir mik­ið magn upp­lýs­inga þá gæti mik­ill­ar upp­lýs­inga­óreiðu þeg­ar kem­ur að nær­ingu. Geir Gunn­ar vill að fólk borði morg­un­mat til að stuðla að jafn­ari blóð­sykri og orku út dag­inn en morg­un­mat­ur­inn er á veru­legu und­an­haldi.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu