„Þetta er okkar sjálfstæðisyfirlýsing í efnahagsmálum,“ sagði Donald Trump Bandaríkjaforseti þegar hann kynnti nýja tollastefnu í gær, á degi sem hann kalla „Frelsisdaginn“, og beindi hörðustu tollunum að helstu viðskiptaríkjum Bandaríkjanna, þar á meðal Evrópusambandinu og Kína.
Aukatollar – upp á 25 prósent – á alla bíla framleidda utan Bandaríkjanna tóku einnig gildi, og áætlað er að varahlutir fari undir sama hatt fyrir 3. maí.
Trump kynnti aðgerðirnar í Hvíta húsinu í gær og sagði þetta vera „einn mikilvægasta dag í sögu Bandaríkjanna, að mínu mati.“
Ríki um allan heim lýstu því yfir að þau hygðust svara þessum tollum en héldu jafnframt möguleikum á viðræðum opnum. Fjármálamarkaðir féllu þar sem ótti jókst við að viðskiptastríð forsetans gæti skaðað heimshagkerfið.
Yfirlýsingar Trump vöktu strax reiði víða um heim. Yfirvöld í Kína vöruðu við því að aðgerðirnar gætu „stofnað þróun heimsins …
Athugasemdir (2)