Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Ísland fær á sig 10% toll frá Trump

Tíma­mót í al­þjóða­við­skipt­um þeg­ar Don­ald Trump kynnti 10% tolla á öll lönd og 20% tolla á Evr­ópu­sam­band­ið.

Ísland fær á sig 10% toll frá Trump
Donald Trump Vill flytja störf og framleiðslu inn til Bandaríkjanna. Mynd: AFP

Allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna bera 10% toll frá og með 5. apríl næstkomandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu tolla á allan innflutning með forsetatilskipun sem byggir á því að neyðarástand sé við lýði vegna viðskiptahalla Bandaríkjanna.

Ísland, eins og Bretland, sleppur við að fá á sig enn hærri tolla. Evrópusambandið þarf hins vegar að þola 20% tolla og Kína 34% tolla.

Þá fær Japan á sig 24% toll og Indland 26%.

Demókratar vara við því að vörur muni hækka í verði. 

Eswar Prasad, prófessor í viðskiptastefnu við Cornell-háskóla, segir í samtali við New York Times að um sé að ræða „skyndileg endalok“ frjálsra og opinna alþjóðaviðskipta, sem byggðu á reglum sem Bandaríkin komu á. „Í stað þess að lagfæra reglurnar sem mörg viðskiptalönd Bandaríkjanna nýttu sér sannarlega í eigin þágu, hefur Trump valið að sprengja upp kerfið sem rammar inn alþjóðaviðskipti,“ sagði hann.

„Ef þú vilt að tollarnir á þig séu núll, þá framleiðir þú vöruna hér í Bandaríkjunum,“ sagði Trump. 

Samkvæmt New York Times eru tollarnir hærri en hagfræðingar sérfræðingar í stefnumótun höfðu búist við.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
5
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár