Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

Ísland fær á sig 10% toll frá Trump

Tíma­mót í al­þjóða­við­skipt­um þeg­ar Don­ald Trump kynnti 10% tolla á öll lönd og 20% tolla á Evr­ópu­sam­band­ið.

Ísland fær á sig 10% toll frá Trump
Donald Trump Vill flytja störf og framleiðslu inn til Bandaríkjanna. Mynd: AFP

Allar vörur frá Íslandi til Bandaríkjanna bera 10% toll frá og með 5. apríl næstkomandi. Donald Trump Bandaríkjaforseti kynnti rétt í þessu tolla á allan innflutning með forsetatilskipun sem byggir á því að neyðarástand sé við lýði vegna viðskiptahalla Bandaríkjanna.

Ísland, eins og Bretland, sleppur við að fá á sig enn hærri tolla. Evrópusambandið þarf hins vegar að þola 20% tolla og Kína 34% tolla.

Þá fær Japan á sig 24% toll og Indland 26%.

Demókratar vara við því að vörur muni hækka í verði. 

Eswar Prasad, prófessor í viðskiptastefnu við Cornell-háskóla, segir í samtali við New York Times að um sé að ræða „skyndileg endalok“ frjálsra og opinna alþjóðaviðskipta, sem byggðu á reglum sem Bandaríkin komu á. „Í stað þess að lagfæra reglurnar sem mörg viðskiptalönd Bandaríkjanna nýttu sér sannarlega í eigin þágu, hefur Trump valið að sprengja upp kerfið sem rammar inn alþjóðaviðskipti,“ sagði hann.

„Ef þú vilt að tollarnir á þig séu núll, þá framleiðir þú vöruna hér í Bandaríkjunum,“ sagði Trump. 

Samkvæmt New York Times eru tollarnir hærri en hagfræðingar sérfræðingar í stefnumótun höfðu búist við.

Kjósa
9
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Margeir fær milljónir í bætur – Hafði áreitt samstarfskonu hjá lögreglunni
5
Fréttir

Mar­geir fær millj­ón­ir í bæt­ur – Hafði áreitt sam­starfs­konu hjá lög­regl­unni

Ís­lenska rík­ið þarf að greiða Mar­geiri Sveins­syni að­stoð­ar­yf­ir­lög­reglu­þjóni miska­bæt­ur fyr­ir að hafa færð­ur til í starfi eft­ir að sam­starfs­kona hans sak­aði hann um of­beldi og áreitni. Lög­reglu­stjóri til­kynnti hér­aðssak­sókn­ara um hugs­an­lega refsi­verða hátt­semi Mar­geirs en mál­inu var vís­að frá.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár