Þessi grein birtist fyrir meira en mánuði.

„Við búum í einræðisríki“

Helsti keppi­naut­ur Er­dog­ans for­seta hef­ur ver­ið hand­tek­inn. Íbú­ar í Ist­an­b­ul horf­ast í augu við stöð­una.

„Við búum í einræðisríki“
Mótmælendur í Istanbul Stuðningsfólk borgarstjórans í Istanbul, Ekrem Imamoglu, mótmæla handtöku hans í dag. Tugir samstarfsmanna hans voru handteknir sömuleiðis. Mynd: AFP

„Við búum í einræðisríki,“ sagði Kuzey, verslunareigandi í Istanbúl, eftir að lögreglan handtók vinsælan borgarstjóra stjórnarandstöðunnar, Ekrem Imamoglu, vegna ásakana um spillingu.

Handtaka Imamoglu snemma morguns vegna spillingarákæru var eingöngu pólitísk, sagði Kuzey þegar hann opnaði verslun sína nálægt Taksim-torgi í borginni.

Aðgerðin kom fáeinum dögum áður en Imamoglu, helsti pólitíski andstæðingur Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, átti að vera formlega tilnefndur sem frambjóðandi stjórnarandstöðunnar fyrir kosningarnar 2028.

„Í hvert skipti sem þessi náungi og óhreina liðið hans sjá einhvern sterkan, fara þau í panikk og gera eitthvað ólöglegt við hann,“ sagði þessi fertugi maður, klæddur í gallabuxur og svartan bol, og vísaði til Erdogans og AKP flokksins sem hefur verið við völd síðan 2003.

„En við Tyrkir erum sterkt fólk, við erum vön að berjast gegn svona hlutum,“ sagði hann á meðan fjöldi lögreglumanna stefndi að Taksim-torgi sem var afgirt með málmgirðingum.

Fjórir óeirðabílar voru á staðnum, allir vopnaðir vatnsbyssum, til að koma í veg fyrir mótmæli á þessu stóra torgi sem var miðpunktur gríðarlegra mótmæla gegn Erdogan árið 2013, þegar hann var forsætisráðherra.

Margir voru tregir til að tjá sig um atburðarásina sem þróaðist hratt, og þeir sem gerðu það neituðu að gefa upp meira en skírnarnafn sitt.

„Ég er reiður en hvað getum við gert?“
Mustafa, íbúi í Istanbul

„Þetta er mjög slæmt og ég veit ekki hvað gerist næst. Maður veit aldrei hvað þau gera,“ sagði vegfarandi að nafni Mustafa. „Ég er reiður en hvað getum við gert?“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Þakklátur fyrir að vera á lífi
2
Viðtal

Þakk­lát­ur fyr­ir að vera á lífi

Þor­lák­ur Mort­hens, Tolli, hef­ur marga fjör­una sop­ið í lífs­ins ólgu­sjó. Æsku­ár­in höfðu sín áhrif en þá byrj­aði hann að teikna og var ljóst að dreng­ur­inn væri gædd­ur hæfi­leik­um. Óregla og veik­indi lit­uðu fjöl­skyldu­líf­ið og á unglings­ár­un­um sá hann um sig sjálf­ur. Um ára­bil var hann sjómað­ur, verka­mað­ur og skóg­ar­höggs­mað­ur. Eft­ir mynd­list­ar­nám hef­ur hann lif­að af mynd­list­inni. Nú er Tolli far­inn að mála í ljós­ari tón­um. Hann gaf nýra, greind­ist síð­an með krabba­mein og sigr­aði.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

„Ég berst fyrir réttinum til að lifa“
2
Viðtal

„Ég berst fyr­ir rétt­in­um til að lifa“

Á upp­vaxt­ar­ár­un­um í suð­ur­ríkj­um Banda­ríkj­anna voru rík­ar kröf­ur gerð­ar til þess hvernig hún ætti að haga sér og sínu lífi. Þeg­ar hún fann loks frels­ið til þess að vera hún sjálf blómstr­aði hún, í ham­ingju­sömu hjóna­bandi, heima­vinn­andi hús­móð­ir, sem naut þess að sinna syni sín­um. „Ég gat lif­að og ver­ið frjáls. Það var frá­bært á með­an það ent­ist.“
Icelandair sýknað af kröfu Margrétar – Stærsti hluti bótakröfu vegna Netflix
4
Fréttir

Icelanda­ir sýkn­að af kröfu Mar­grét­ar – Stærsti hluti bóta­kröfu vegna Net­flix

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir krafð­ist yf­ir 24 millj­óna króna í bæt­ur eft­ir að henni var vís­að brott úr vél Icelanda­ir ár­ið 2022. Hún hafði þá neit­að að taska sem hún hafði með­ferð­is yrði færð í far­þega­rými og neit­að að setja upp grímu vegna sótt­varna. Stærsti hluti af bóta­kröf­unn­ar var vegna heim­ilda­mynd­ar sem Mar­grét hugð­ist gera og selja Net­flix.
Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir
5
Það sem ég hef lært

Guðlaug Svala Steinunnar Kristjánsdóttir

Mér renn­ur blóð­ið til skyld­unn­ar

Guð­laug Svala Stein­unn­ar Kristjáns­dótt­ir seg­ir að stærsta lexía lífs síns sé lík­lega að upp­götva um miðj­an ald­ur að hún er ein­hverf. Hún hafi átt­að sig á sjálfri sér með hjálp ann­ars ein­hverfs fólks sem þá hafði þeg­ar oln­bog­að sig áfram í heimi ráð­andi tauga­gerð­ar, misst lík­am­lega, and­lega, fé­lags­lega og starfstengda heilsu áð­ur en það átt­aði sig á sjálfu sér.
Sendu skip til Grænlands
6
Erlent

Sendu skip til Græn­lands

Hinn 10. apríl 1940, dag­inn eft­ir að Þjóð­verj­ar her­námu Dan­mörku, sendi banda­ríska strand­gæsl­an skip til Græn­lands. Um borð voru James K. Pen­field, ný­út­nefnd­ur ræð­is­mað­ur, og full­trúi Rauða kross­ins. Síð­ar það sama ár hreyfði var­aut­an­rík­is­ráð­herra Banda­ríkj­anna hug­mynd­inni um banda­rísk­ar her­stöðv­ar í land­inu. Áhugi Banda­ríkja­manna á Græn­landi er sem sé ekki nýr af nál­inni.

Mest lesið í mánuðinum

Sælukot hagnast um tugi milljóna en starfsfólk og foreldrar lýsa skorti
6
Rannsókn

Sælu­kot hagn­ast um tugi millj­óna en starfs­fólk og for­eldr­ar lýsa skorti

Einka­rekni leik­skól­inn Sælu­kot, sem hef­ur feng­ið millj­arð króna í op­in­ber fram­lög síð­asta ára­tug, hef­ur hagn­ast vel og nýtt pen­ing­ana til að kaupa fast­eign­ir fyr­ir stjórn­ar­for­mann­inn. Stjórn­end­ur leik­skól­ans segja mark­mið­ið vera að ávaxta rekstr­araf­gang, en fyrr­ver­andi starfs­menn og for­eldr­ar nem­enda kvarta und­an langvar­andi skorti. Skól­an­um var ný­lega lok­að tíma­bund­ið vegna óþrifn­að­ar og mein­dýra.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár