Þessi grein birtist fyrir rúmlega 5 mánuðum.

„Við búum í einræðisríki“

Helsti keppi­naut­ur Er­dog­ans for­seta hef­ur ver­ið hand­tek­inn. Íbú­ar í Ist­an­b­ul horf­ast í augu við stöð­una.

„Við búum í einræðisríki“
Mótmælendur í Istanbul Stuðningsfólk borgarstjórans í Istanbul, Ekrem Imamoglu, mótmæla handtöku hans í dag. Tugir samstarfsmanna hans voru handteknir sömuleiðis. Mynd: AFP

„Við búum í einræðisríki,“ sagði Kuzey, verslunareigandi í Istanbúl, eftir að lögreglan handtók vinsælan borgarstjóra stjórnarandstöðunnar, Ekrem Imamoglu, vegna ásakana um spillingu.

Handtaka Imamoglu snemma morguns vegna spillingarákæru var eingöngu pólitísk, sagði Kuzey þegar hann opnaði verslun sína nálægt Taksim-torgi í borginni.

Aðgerðin kom fáeinum dögum áður en Imamoglu, helsti pólitíski andstæðingur Receps Tayyips Erdogans, forseta Tyrklands, átti að vera formlega tilnefndur sem frambjóðandi stjórnarandstöðunnar fyrir kosningarnar 2028.

„Í hvert skipti sem þessi náungi og óhreina liðið hans sjá einhvern sterkan, fara þau í panikk og gera eitthvað ólöglegt við hann,“ sagði þessi fertugi maður, klæddur í gallabuxur og svartan bol, og vísaði til Erdogans og AKP flokksins sem hefur verið við völd síðan 2003.

„En við Tyrkir erum sterkt fólk, við erum vön að berjast gegn svona hlutum,“ sagði hann á meðan fjöldi lögreglumanna stefndi að Taksim-torgi sem var afgirt með málmgirðingum.

Fjórir óeirðabílar voru á staðnum, allir vopnaðir vatnsbyssum, til að koma í veg fyrir mótmæli á þessu stóra torgi sem var miðpunktur gríðarlegra mótmæla gegn Erdogan árið 2013, þegar hann var forsætisráðherra.

Margir voru tregir til að tjá sig um atburðarásina sem þróaðist hratt, og þeir sem gerðu það neituðu að gefa upp meira en skírnarnafn sitt.

„Ég er reiður en hvað getum við gert?“
Mustafa, íbúi í Istanbul

„Þetta er mjög slæmt og ég veit ekki hvað gerist næst. Maður veit aldrei hvað þau gera,“ sagði vegfarandi að nafni Mustafa. „Ég er reiður en hvað getum við gert?“

Kjósa
14
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Gætu allt eins verið á hálendinu
2
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Gætu allt eins verið á hálendinu
6
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Gætu allt eins ver­ið á há­lend­inu

Lydía Angelíka Guð­munds­dótt­ir, hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur, sjúkra­flutn­inga­mað­ur og fé­lagi í björg­un­ar­sveit­inni Kára, seg­ir sjúkra­við­bragð í Ör­æf­um ekki í sam­ræmi við mann­fjölda. Ferða­þjón­usta þar hef­ur stór­auk­ist und­an­far­in ár. Hún seg­ir að það hægi á tím­an­um á með­an hún bíði eft­ir að­stoð. En sjúkra­bíll er í það minnsta 45 mín­út­ur á leið­inni. Færð­in geti orð­ið slík að sjúkra­bíl­ar kom­ist ekki í Ör­æf­in.

Mest lesið í mánuðinum

Ferðamenn hafi þrengt sér „inn í það allra helgasta“
4
ViðtalFerðamannalandið Ísland

Ferða­menn hafi þrengt sér „inn í það allra helg­asta“

Börn manns sem var jarð­að­ur frá Vík­ur­kirkju í júní segja að ís­lensk­ur rútu­bíl­stjóri hafi hleypt tug­um ferða­manna út úr rútu við kirkj­una um klukku­stund fyr­ir at­höfn. Ferða­menn hafi tek­ið mynd­ir þeg­ar kist­an var bor­in inn fyr­ir at­höfn, reynt að kom­ast inn í kirkj­una og tog­að í fán­ann sem var dreg­inn í hálfa stöng.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár