Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Sunna Ósk og Bjartmar verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Sunna Ósk Loga­dótt­ir og Bjart­mar Odd­ur Þeyr Al­ex­and­ers­son voru verð­laun­uð fyr­ir frétta­skýr­ingu sína um Runn­ing Tide við af­hend­ingu Blaða­manna­verð­launa Blaða­manna­fé­lags Ís­lands fyrr í dag.

Sunna Ósk og Bjartmar verðlaunuð fyrir rannsóknarblaðamennsku

Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson eru rannsóknarblaðamenn ársins 2024 og blaðamaður ársins er Freyr Gígja Gunnarsson. Blaðamannaverðlaun Blaðamannafélags Íslands voru afhent í Grósku fyrr í dag. Þau eru veitt í fjórum flokkum – fyrir umfjöllun ársins, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku ársins og blaðamannaverðlaun ársins.

Verðlaunin fyrir rannsóknarblaðamennsku fengu Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson fyrir fréttaskýringar um fyrirtækið Running Tide í Heimildinni.

„Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum. Rætt var við fjölda vísindamanna sem gagnrýndu vinnubrögð fyrirtækisins og þá var fjöldamargra gagna aflað við rannsóknina sem vörpuðu ljósi á hvernig bæði stjórnvöld og eftirlitsstofnanir brugðust hlutverki sínu varðandi starfsemi Running Tide. Fyrirtækið hætti starfsemi sinni bæði á Íslandi og í Bandaríkjunum um það leyti sem umfjöllun Heimildarinnar birtist,“ sagði í rökstuðningi dómnefndar. 

Blaðamannaverðlaun ársins hlaut Freyr Gígja Gunnarsson, fréttamaður á RÚV, fyrir fréttaskýringar sínar í Speglinum. Hann þótti sýna einstaka þrautseigju í að krefja stjórnvöld um svör í ýmsum fréttamálum og hafa dregið nýjar upplýsingar fram í dagsljósið í krafti upplýsingalaga og sett þær í samhengi. 

Eva Björk Benediktsdóttir á RÚV fékk verðlaun fyrir viðtal ársins 2024. Viðurkenninguna fékk hún fyrir viðtal sitt við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns og fyrrverandi sambýlismanns. 

Verðlaun fyrir umfjöllun ársins hlaut Berghildur Erla Bernharðsdóttir, á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin. 

Verðlaunahafar ársins 2024.

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Heimildina með beinum hætti.
Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Birgit Braun skrifaði
    Bravó....mest hef ég lesið eftir Sunnu...hugrök kona !
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár