Þessi grein birtist fyrir rúmlega 3 mánuðum.

Heimildin tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna

Til­kynnt hef­ur ver­ið um til­nefn­ing­ar til Blaða­manna­verð­laun­anna fyr­ir ár­ið 2024. Fjór­ir blaða­menn Heim­ild­ar­inn­ar hlutu til­nefn­ingu.

Heimildin tilnefnd til þrennra blaðamannaverðlauna
Fjórir blaðamenn Heimildarinnar voru tilnefndir.

Tilkynnt hefur verið um þau sem tilnefnd eru til Blaðamannaverðlauna ársins 2024. Verðlaunin eru veitt í fjórum flokkum –  umfjöllun ársins, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennska ársins og blaðamannaverðlaun ársins. Heimildin fékk þrjár tilnefningar en fjórir blaðamenn eru tilnefndir.

Verðlaunin verða afhent í Grósku 12. mars næstkomandi. RÚV hlaut flestar tilnefningar.

Erla Hlynsdóttir fékk tilnefningu fyrir viðtal sitt við Agnesi M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskup Íslands og fyrsta kvenbiskup landsins. „Blaðamaður nær trausti viðmælandans sem opnar sig í fyrsta sinn um þá skömm og niðurlægingu sem hún upplifði eftir að óvissa kom upp um lögmæti embættisgjörða hennar. Blaðamanni tekst þannig að sýna deilur innan Þjóðkirkjunnar í nýju ljósi í gegnum sögu biskups,“ segir í rökstuðningi dómnefndar.

Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson eru tilnefnd fyrir rannsóknarblaðamennsku ársins fyrir fréttaskýringar sínar um fyrirtækið Running Tide. „Áhrifamikil umfjöllun sem afhjúpaði skýjaborgir fyrirtækisins Running Tide sem seldi vanhugsaðar lausnir á loftslagsvandanum,“ stendur í rökstuðningi dómnefndar. 

Þá er Auður Jónsdóttir er tilnefnd til blaðamannaverðlauna ársins fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir um menningu og tjáningarfrelsi. Í umsögninni eru sérstaklega nefnd viðtöl hennar við Kristin Hrafnsson um mál Julians Assange og rithöfundinn Salman Rushdie.

Hér að neðan má sjá tilnefningarnar í heild sinni:

Umfjöllun ársins 2024

  • Berghildur Erla Bernharðsdóttir, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir sjónvarpsþáttaröðina Vistheimilin. 
  • Guðrún Hulda Pálsdóttir, Bændablaðinu, fyrir umfjöllun um einokun á íslenskum markaði með koltvísýring sem er nauðsynlegur í ylrækt. 
  • Pétur Magnússon, RÚV. Fyrir útvarpsþáttaröðina Skaða. 

Viðtal ársins 2024

  • Erla Hlynsdóttir, Heimildinni, fyrir viðtal við Agnesi M. Sigurðardóttur, fyrrverandi biskup Íslands. 
  • Eva Björk Benediktsdóttir, RÚV, fyrir viðtal við Hafdísi Báru Óskarsdóttur sem varð fyrir lífshættulegri líkamsárás af hendi barnsföður síns og fyrrverandi sambýlismanns.
  • Kolbeinn Tumi Daðason, fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, fyrir viðtal við Davíð Viðarsson, þar sem sögu hins upprunalega Davíðs Viðarssonar eru gerð skil.

Rannsóknarblaðamennska ársins 2024

  • Jóhann Bjarni Kolbeinsson og Árni Þór Theodórsson, RÚV, fyrir umfjöllun um unga, fatlaða einstaklinga sem vistaðir eru á hjúkrunarheimilum fyrir aldraða því önnur úrræði skortir í heilbrigðiskerfinu.
  • Sunna Ósk Logadóttir og Bjartmar Oddur Þeyr Alexandersson, Heimildinni, fyrir fréttaskýringar um Running Tide. 
  • Urður Örlygsdóttir og Arnar Þórisson, RÚV, fyrir fyrir umfjöllun um mansal á matsölustöðum Quang Le.

Blaðamannaverðlaun ársins 2024

  • Auður Jónsdóttir, Heimildinni, fyrir fjölbreytt viðtöl og umfjallanir. 
  • Freyr Gígja Gunnarsson, RÚV, fyrir fréttaskýringar í Speglinum. 
  • Hólmfríður María Ragnhildardóttir, Morgunblaðið og mbl.is, fyrir umfjöllun um skólakerfi í vanda. 

Fyrirvari: Hér er fjallað um mál er varða Heimildina með beinum hætti.

Kjósa
19
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Fólki sparkað úr landi fyrir að verja stjórnarskrána
2
Fréttir

Fólki spark­að úr landi fyr­ir að verja stjórn­ar­skrána

Banda­ríkja­stjórn bann­aði Har­vard-há­skóla að taka við er­lend­um nem­end­um síð­ast­lið­inn fimmtu­dag með nýrri til­skip­un en Har­vard hef­ur kært ákvörð­un­ina og seg­ir hana skýrt brot gegn fyrsta við­auka stjórn­ar­skrár­inn­ar um tján­ing­ar­frelsi. Bráða­birgða­lög­bann hef­ur ver­ið sett á til­skip­un­ina. „Hægt og ró­lega er­um við að sjá fall Banda­ríkj­anna," seg­ir Gunn­hild­ur Fríða Hall­gríms­dótt­ir, sem er að út­skrif­ast úr há­skól­an­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einhverfir á vinnumarkaði: Starfsmannaskemmtanir bara ólaunuð yfirvinna
1
Úttekt

Ein­hverf­ir á vinnu­mark­aði: Starfs­manna­skemmt­an­ir bara ólaun­uð yf­ir­vinna

Í at­vinnu­aug­lýs­ing­um er gjarn­an kraf­ist mik­illa sam­skipta­hæfi­leika, jafn­vel í störf­um þar sem þess ekki er þörf. Þetta get­ur úti­lok­að fólk, til að mynda ein­hverfa, sem búa yf­ir öðr­um mik­il­væg­um styrk­leik­um. Bjarney L. Bjarna­dótt­ir gerði tíma­mót­a­rann­sókn á þessu og legg­ur áherslu á að at­vinnu­rek­end­ur efli fötl­un­ar­sjálfs­traust.
Var krabbamein í sýninu?
2
Viðtal

Var krabba­mein í sýn­inu?

Bylgja Babýlons uppist­and­ari seg­ir ým­is­legt benda til að hún hafi feng­ið ranga grein­ingu úr skimun fyr­ir leg­hálskrabba­meini hjá Krabba­meins­fé­lag­inu ár­ið 2018 líkt og fleiri kon­ur. Hún greind­ist með krabba­mein rúm­um tveim­ur ár­um síð­ar. „Ég vil bara vita hvort það liggi ein­hvers stað­ar sýni úr mér á Ís­landi frá ár­inu 2018 merkt „hreint“ þeg­ar það er í raun og veru krabba­mein í því.“
„Ég vildi ekki vera stelpan sem öskraði stopp“
4
Skýring

„Ég vildi ekki vera stelp­an sem öskr­aði stopp“

Yf­ir helm­ing­ur þeirra sem vinna inn­an sviðslista á Ís­landi hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­is­legri áreitni í starfi eða í tengsl­um við það. Á ís­lensk­um vinnu­mark­aði al­mennt er sú tala 16%. Hver er staða nánd­ar­þjálf­un­ar á Ís­landi? „Ég var svo varn­ar­laus, þar sem leik­stjór­inn (kk) sam­þykkti þetta allt,“ kom fram í einni sög­unni í yf­ir­lýs­ing­unni Tjald­ið fell­ur ár­ið 2017. Hér er rætt er við leik­ara og aðra sem þekkja til.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
3
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár