„Það segir sig sjálft að það er aldrei fagnaðarefni þegar losun stórra fyrirtækja eykst,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, um aukna losun frá starfsemi Icelandair. Heimildin fjallaði um áætlaðan kostnað vegna losunarinnar á föstudag.
Jóhann Páll segir að ríkisstjórnin sé með metnaðarfull markmið um að losa minna og binda meira. „Og þá er kannski stóra áskorunin að rjúfa fylgnina milli hagvaxtar í efnahagslífi og losunar gróðurhúsalofttegunda,“ segir hann. „Við viljum að fyrirtæki geti stækkað og aukið umsvif sín og að meira verði til skiptanna án þess að útblástur aukist og kolefnissporið stækki.“
Í umfjöllun Heimildarinnar á föstudag kom fram að varfærið mat á kostnaði við beina losun gróðurhúsalofttegunda í starfsemi Icelandair nemi níu milljörðum króna, samkvæmt sömu mælikvörðum og notaður var til að meta kostnað og ábata loftslagsaðgerða stjórnvalda í desember. Samfélagslegur kostnaður, áætlaður kostnaður …
Athugasemdir