Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Umhverfisráðherra segir verkefnið að rjúfa fylgni hagvaxtar og losunar

Jó­hann Páll Jó­hanns­son seg­ir það segja sig sjálft að það sé ekki fagn­að­ar­efni að los­un kolt­ví­sýr­ings frá starf­semi stórra fyr­ir­tækja eins og Icelanda­ir auk­ist á milli ára. Rík­is­stjórn­in vilji að fyr­ir­tæki geti stækk­að án þess að út­blást­ur auk­ist og kol­efn­is­spor­ið stækki.

Umhverfisráðherra segir verkefnið að rjúfa fylgni hagvaxtar og losunar

„Það segir sig sjálft að það er aldrei fagnaðarefni þegar losun stórra fyrirtækja eykst,“ segir Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku og loftslagsráðherra, um aukna losun frá starfsemi Icelandair. Heimildin fjallaði um áætlaðan kostnað vegna losunarinnar á föstudag. 

Jóhann Páll segir að ríkisstjórnin sé með metnaðarfull markmið um að losa minna og binda meira. „Og þá er kannski stóra áskorunin að rjúfa fylgnina milli hagvaxtar í efnahagslífi og losunar gróðurhúsalofttegunda,“ segir hann. „Við viljum að fyrirtæki geti stækkað og aukið umsvif sín og að meira verði til skiptanna án þess að útblástur aukist og kolefnissporið stækki.“

Í umfjöllun Heimildarinnar á föstudag kom fram að var­fær­ið mat á kostn­aði við beina los­un gróð­ur­húsaloft­teg­unda í starf­semi Icelanda­ir nemi níu millj­örð­um króna, samkvæmt sömu mælikvörðum og notaður var til að meta kostnað og ábata loftslagsaðgerða stjórnvalda í desember. Sam­fé­lags­leg­ur kostn­að­ur, áætl­að­ur kostn­að­ur …

Kjósa
15
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • IB
    Ingimundur Bergmann skrifaði
    Að stækka án þess að taka meira pláss er snúið og efamál að nokkrir aðrir geti fundið út hvernig hægt sé að ná því fram en svokallaðir ,,umhverfisæðingar".
    Að niðurstaða þeirra myndi standast skoðun er hreint ekki líklegt!
    0
  • Birgit Braun skrifaði
    Mh...ég á erfitt með að skilja þetta: Ísland byggir efnahagslíf sitt á ferðaþjónustu...sem þyðir: farþegar og vörur af öllu tagi eru í vaxandi mæli flutt til landsins=> flutningur þyðir losun og mengun. Fleiri rafbilar => fleiri orkuver => náttúrueyðilegging (þar sem við höldum fast í stóriðnaðinn sem étur rúmlega 80% af framleiddri orku landsins) ...Hvernig væri að skipta um gír? Hágæða túrísmi í staðinn fyrir fjöldatúrísma?
    Hugmyndin um endalausan einhlíða hagvöxt gengur bara ekki upp...
    9
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Einn á skútunni í 312 daga: „Ég er minn eigin herra“
4
Viðtal

Einn á skút­unni í 312 daga: „Ég er minn eig­in herra“

„Ég er nú meira fífl­ið, hvað er ég eig­in­lega að gera hér?“ hugs­aði sir Robin Knox Johnst­on með sér þeg­ar hann var að sigla und­an strönd­um Ástr­al­íu og heyrði tón­list­ina óma frá landi. Sú hugs­un varði ekki lengi og hann hefði aldrei vilj­að sleppa þeirri reynslu að sigla einn um­hverf­is jörð­ina. Nú hvet­ur hann aðra til að láta drauma sína ræt­ast, áð­ur en það verð­ur of seint.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
3
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár