Meirihluti Airbnb-leigusala á Íslandi með fleiri en eina eign

Vís­bend­ing­ar eru um að auk­ið fram­boð skamm­tíma­leigu­íbúða hafi hald­ið fram­boði á leigu­mark­aði í skefj­um, sem þrýst­ir leigu­verði upp. Hlut­fall leigu­sala á Ís­landi sem eru með fleiri en tíu eign­ir á Airbnb hef­ur næst­um þre­fald­ast frá ár­inu 2015.

Meirihluti Airbnb-leigusala á Íslandi með fleiri en eina eign

Framboð á íbúðum til langtímaleigu virðist hafa dregist saman samhliða auknu umfangi skammtímaleigu, sem að stærstu leyfi fer fram í gegn um Airbnb. Í upphafi var markmið Airbnb að miðla skammtímaútleigu heimila í anda deilihagkerfisins. Í dag rekur hins vegar stór hluti þeirra leigusala sem bjóða fram leiguhúsnæði í gegnum Airbnb eða aðrar sambærilegar leigumiðlanir fleiri en eina skammtímaleigueign. Á Íslandi eru 65 prósent allra íbúða á Airbnb með leigusala sem sjá um tvær eða fleiri eignir á markaðnum. 

Meirihluti íbúða sem leigðar eru út á Airbnb á Íslandi, eða um 67% þeirra, eru í eigu leigusala sem leigja út fleiri en eina eign. Einungis 33% skráðra eigna á vegum leigusala með eina eign til útleigu. Frá árinu 2021 hefur hlutdeild leigusala sem eiga eina eign tæplega tvöfaldast, eða úr 17% í byrjun árs 2021 í 32% í lok árs 2024. Samhliða því hefur hlutdeild leigusala með fleiri en 10 eignir í leigu næstum þrefaldast, úr 10 prósentum árið 2015 í 28 prósent í desember 2024.

Hlutfall skráðra eigna á Airbnb eftir tegund leigusalasept. 2014-sept. 2024

Þetta kemur fram í nýjum vegvísi leigumarkaðar sem HMS, Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, gefur út. Vegvísirinn er liður í stefnumótunarverkefni HMS um kortlagningu leigumarkaðar á Ísland en honum er honum að vera heildstæð árleg samantekt á stöðu og þróun leigumarkaðar. Hann er einnig hugsaður sem innlegg í stefnumótun stjórnvalda í málaflokknum. Ný ríkisstjórn hyggst ráðast í bráðaaðgerðir í húsnæðismálum, meðal annars til að fjölga íbúðum hratt og fara í kerfisbreytingar sem miða að jafnvægi á húsnæðismarkaði. Sérstök áhersla var lögð á greiningu skammtímaleigumarkaðar og áhrifum hans á leigumarkaðinn að þessu sinni þar sem ónægar upplýsingar hafa legið fyrir um umfang hans og áhrif.

Ferðaþjónusta hefur vaxið hratt á undanförnum árum og tilkoma skammtímaleigumiðlana hefur gjörbreytt ferðavenjum fólks. Þessi þróun hefur haft veruleg áhrif á húsnæðis- og leigumarkað hérlendis sem og erlendis.

Fjöldi Airbnb-eigna í útleigu fleiri en 90 daga á ári

Í fyrra voru tæplega 4500 Airbnb-eignir í útleigu í fleiri en 90 daga á ári en fjöldinn hefur vaxið ár frá ári síðan 2020 þegar hann var í lágmarki sem væntanlega má rekja til áhrifa kórónuveirufaraldursins á ferðamennsku. Á árinu 2023 voru um 4.310 eignir leigðar út í fleiri en 90 daga á árinu og fjölgaði þeim um 22 prósent milli ára, úr 3.536 eignum árið 2022 í 4.310 eignir árið 2023. Minni breyting var á milli 2023 og 2024 en þá fjölgaði Airbnb-eignum sem voru í stöðugri útleigu um 3,6 prósent. 

Í skýrslu sinni vísar HMS í grein Lúðvíks Elíassonar og Önundar Páls Ragnarssonar frá 2018 þar sem sýnt er fram á að skammtímaleiga í gegnum Airbnb hafi hækkað raunverð íbúða í Reykjavík um 2 prósent á ári frá  2014 til 2017. Þetta jafngildir 15 prósent af allri raunverðshækkun íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu.

Ef rýnt er í hlutfall Airbnb-eigna af heildarfjölda íbúða eftir landshlutum og hverfum á höfuðborgarsvæðinu sést að hlutfall Airbnb-eigna af heildarfjölda íbúða er áberandi hæst í miðbæ Reykjavíkur og á Suðurlandi. 

Þurfi að sporna við skammtímaleigu

Í skýrslu HMS segir að vísbendingar séu um að aukið framboð skammtímaleiguíbúða hafi haldið framboði á leigumarkaði í skefjum, sem þrýstir leiguverði upp. Stjórnvöld víða um heim hafa brugðist við þessari þróun með því að setja skorður fyrir skammtímaleigu. 

Ein af tillögum HMS til úrbóta á leigumarkaðnum er að tryggja þurfi að nýting íbúðarhúsnæðis sé til búsetu, bæði með því að sporna við skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis og með því að endurnýta atvinnuhúsnæði í þeim tilgangi. 

Þrátt fyrir að stjórnvöld leggi áherslu á að fjölga þeim sem búa í eigin húsnæði í húsnæðisstefnu sinni er ljóst að þörfin á leiguhúsnæði er mikil og á eftir að aukast enn frekar næstu árin ef mannfjöldaspá Hagstofu er skoðuð.

Niðurstöður þeirra greininga sem HMS hefur framkvæmt á leigumarkaðinum gefa til kynna að aukinn vandi sé aðsteðjandi.

Tillögur HMS til úrbóta, eins og þær eru settar fram í vegvísinum:

  1. Auka þarf framboð íbúða verulega og líta til þess að uppbygging taki mið af þörfum hvað varðar eiginleika, verð og búsetuform sem og að stuðla að aðkomu lífeyrissjóða á leigumarkaðinn.
  2. Húsnæðisstuðningur þarf að vera markvissari og stuðla að uppbyggingu íbúðarhúsnæðis sem og að sameina þurfi kerfi húsnæðisbóta og sérstaks húsnæðisstuðnings sveitarfélaga. Komi til uppbyggingar færanlegs húsnæðis og búsetu í atvinnuhúsnæði ætti að meta hvort húsnæðisstuðningur næði til slíks húsnæðis.
  3. Tryggja þarf að nýting íbúðarhúsnæðis sé til búsetu bæði með því að endurnýta atvinnuhúsnæði í þeim tilgangi og með því að sporna við skammtímaútleigu íbúðarhúsnæðis.
  4. Innleiða þarf almenna skráningarskyldu húsaleigusamninga svo að aukin yfirsýn fáist yfir leigumarkaðinn.
Kjósa
7
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Jóhann Þór Magnússon skrifaði
    Vegvísir HMS um leigumarkaðinn sem kynntur var í gær er mjög áhugaverður. Gott framtak. Varðandi tillögur til stjórnvalda er varða húsnæðismarkaðinn, þá hefði ég einnig viljað nefna eftirspurnarhliðina, ekki bara framboðshliðina. Gríðarlega fólksfjölgun mörg undanfarin ár, þá mestu frá miðbiki átjándu aldar, allt að 10þús íbúa fjölgun á ári, er erfiðasti þáttur húsnæðisvandans. Að mestu er fjölgunin erlendir ríkisborgarar (98% fjölgunar í Rvík) sem að mestu má beint eða óbeint rekja til vaxtar ferðaþjónustunnar (starfsfólk ferðaþjónustu, starfsfólk við byggingu hótela og annars gistirýmis og margföldunaráhrif þar af). Ferðaþjónustan vex stjórnlaust, meir en fimmfalt hraðari vöxtur (fjöldi ferðamanna sem hlutfall af íbúafjölda) en í samanburðarlöndum okkar, t.d. löndum norðan Alpafjalla. Öll þessi lönd hafa mjög styrka stjórn á fjölgun ferðamanna til að koma í veg fyrir að ferðaþjónustan leggi innviði á hliðina, t.d. húsnæðismarkað, samgöngukerfi, skólakerfi o.s.frv. Skipulagsmál er snúa að hótelum og gistirými og Airbnb og afkastageta samgönguinnviða, t.d flugvalla, eru allsstaðar nema hér nýtt til að hafa stjórn á fjölda ferðamanna og þar með álagi á innviði. Regluverk sem snýr að Airbnb þarf vissulega að endurskoða til að draga úr áhrifum ferðaþjónustu á eftirspurn á íbúðamarkaði, en það er bara svo ótalmargt fleira sem þarf að huga að t.d. atvinnustefna - Er stefnan að breyta landinu hröðum skrefum í láglauna ferðamannaland sem leiðir óhjákvæmilega til lengdar til síhækkandi skatta eða á að setja markið hærra með eflingu hálauna þekkingarþjóðfélags þar sem menntakerfi t.d. raungreinar og grunnrannsóknir og sprotafyrirtæki eru í forgrunni?
    5
    • SHP
      Sigrún H. Pálsdóttir skrifaði
      Seðlabankastóri hefur einmitt bent á þörfina á atvinnustefnu til að sporna við því að Ísland verði láglaunaland.
      1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
2
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.
Meirihlutaslitin
6
Aðsent

Guðný Maja Riba, Hjálmar Sveinsson, Sabine Leskopf og Skúli Helgason

Meiri­hluta­slit­in

Skipt­ar skoð­an­ir voru með­al ann­ars um hug­mynd­ir um fyr­ir­tækja­skóla og heim­greiðsl­ur til for­eldra, skrifa fjór­ir borg­ar­full­trú­ar Sam­fylk­ing­ar­inn­ar í að­sendri grein. Þau segja að mál flug­vall­ar­ins hafi ver­ið erf­ið­ara. „Fyr­ir­vara­laus og ein­hliða slit meiri­hluta­sam­starfs­ins“ hafi kom­ið þeim í opna skjöldu.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár