Þessi grein birtist fyrir rúmlega 7 mánuðum.

Ræða Kristrúnar í Kyiv: „Dimmur dagur í sögu Evrópu“

Rík­is­stjórn Ís­lands hef­ur sam­þykkt að auka stuðn­ing til Úkraínu um rúma tvo millj­arða króna. Á leið­toga­fund­in­um í Kyiv sagði Kristrún Frosta­dótt­ir að frið­ur í Evr­ópu hefði ver­ið rof­inn fyr­ir þrem­ur ár­um með inn­rás Rússa í Úkraínu sem væri á skjön við öll al­þjóða­lög.

„24. febrúar er dimmur dagur í sögu Evrópu. Fyrir þremur árum var friður í Evrópu rofinn,“ sagði Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra á leiðtogafundi í Kyiv í dag sem haldinn er í tilefni þess að þrjú ár eru liðin frá innrás Rússlands í Úkraínu. Í ávarpinu sagði hún að með innrásinni hefðu Rússar þverbrotið öll alþjóðalög og að sterkari staða Úkraínu væri lykillinn að varanlegum friði. 

Kristrún tók í morgun þátt í minningarathöfn um úkraínska hermenn sem hafa fallið í baráttu þjóðarinnar á undanförnum árum. Þá ávarpaði hún leiðtogafundinn en hann sækja leiðtogar Norðurlanda, Eystrasaltsríkjanna, Kanada, Spánar og stofnana Evrópusambandsins sem og forseti Úkraínu, Volodomir Zelensky. Einnig taka á annan tug leiðtoga þátt með fjarfundarbúnaði.

Í ávarpi sínu áréttaði Kristrún eindreginn stuðning Íslands við Úkraínu. 

„Orð eru ódýr. Verkin tala. Þess vegna hafa Norðurlönd og Eystrasaltsríkin tekið saman höndum um að styðja áfram við varnir Úkraínu með beinum hætti,” sagði Kristrún sem tilkynnti um að ríkisstjórn Íslands hafi samþykkt að auka stuðning við Úkraínu um 2,1 milljarð króna í ár.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, utanríkisráðherra, lagði tillögu þess efnis fyrir ríkisstjórnina sem samþykkti hana fyrir helgi, að því er fram kemur í tilkynningu frá ráðuneytinu. Með þessari ákvörðun fer varnartengdur stuðningur Íslands við Úkraínu úr 1,5 í 3,6 milljarða á árinu. Þessi hækkun er til þess að Ísland standi undir skuldbindingum sínum, meðal annars þingsályktun Alþingis um stuðning Íslands við Úkraínu frá því í fyrra og á leiðtogafundi Atlantshafsbandalagsins síðasta sumar.

„Við Íslendingar erum stolt af framlagi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna sem fara fremst á alþjóðavísu í stuðningi við Úkraínu. Á meðal okkar er full samstaða um að standa þétt með Úkraínu á þessum viðkvæma tímapunkti þegar úkraínska þjóðin heyir varnarbaráttu sem snýr raunverulega að öryggi Evrópu allrar,“ sagði Kristrún í Kyiv.

Kjósa
41
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Sigurveig Eysteins skrifaði
    Algjörlega galið....
    Og það eru ekki til peningar til að taka út krónu á móti krónu hjá lífeyrisþegum og öryrkjum... enn allt í einu eru til milljarðar til að setja í stríðsrekstur... hvað með heilbrigðiskerfið, vegakerfið, menntakerfið svo ég nefni bara nokkur atriði...🫣🥴😳
    -7
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Mest lesið

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
2
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.
Brotthvarf að meðaltali hærra úr íslenskum háskólum en í OECD-ríkjum
5
Fréttir

Brott­hvarf að með­al­tali hærra úr ís­lensk­um há­skól­um en í OECD-ríkj­um

Nið­ur­stöð­ur nýrr­ar skýrslu OECD um há­skóla­mál sýna að brott­hvarf er hærra á Ís­landi en að með­al­tali í OECD-ríkj­um. Þá seg­ir að tryggja þurfi að ís­lensk­ir há­skól­ar standi jafn­fæt­is öðr­um OECD há­skól­um. „Þess­ar nið­ur­stöð­ur stað­festa að há­skóla­mál­in þurfa að njóta sér­stakr­ar at­hygli,“ seg­ir Logi Ein­ars­son menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skóla­ráð­herra.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Safnar fyrir útborgun í bílskúr foreldra sinna
6
Viðtal

Safn­ar fyr­ir út­borg­un í bíl­skúr for­eldra sinna

Hjálm­ar Snorri Jóns­son inn­rétt­aði í sum­ar bíl­skúr for­eldra sinna en hann býr í hon­um ásamt kær­ustu sinni. Hann seg­ir auð­veld­ara að geta safn­að fyr­ir íbúð þannig held­ur en að fara fyrst inn á leigu­mark­að­inn. „Það er svo­lít­ið hugs­un­in að í stað þess að vera á leigu­mark­aði get ég bara ver­ið hér og safn­að pen­ing­um,“ seg­ir Hjálm­ar.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég er mjög stolt af því að hafa tekið þennan slag“
4
Fréttir

„Ég er mjög stolt af því að hafa tek­ið þenn­an slag“

Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu komst í dag að þeirri nið­ur­stöðu að ís­lenska rík­ið hefði ekki brot­ið á Bryn­dísi Ásmunds­dótt­ur. Hún seg­ir skrít­ið að tala um tap þeg­ar Mann­rétt­inda­dóm­stóll Evr­ópu veitti henni áheyrn. Nú geti hún loks náð and­an­um. Mark­mið­um um að vekja máls á brota­löm­um í ís­lensku rétt­ar­kerfi hafi náðst, ekki síst þeg­ar sig­ur vannst í öðru mál­inu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár