„Nú er ég í jakkafötum, ullarjakkafötunum,“ svarar Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, spurður hvernig hann sé klæddur nokkrum mínútum áður en þingfundur hófst á fimmtudagsmorgni. Jón Gnarr komst í hann krappan á Alþingi á dögunum þegar hann mætti til vinnu í bláum gallabuxum og olli nokkru uppnámi á meðal þingmanna, auk þess sem honum var meinaður aðgangur að salnum. Bryndís Haraldsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom ábendingu til þingflokksformanns Viðreisnar um klæðaburð Jóns, sem virðist hafa verið á skjön við hugmyndir þingmannsins um klæðaburð í salnum.
Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið þrætuefni. Síðast var tekist á um bindisnotkun, þá þegar þingmaður Pírata, Björn Leví Björnsson, sást bindislaus í stól þingforseta. Hann gekk nokkuð lengra, og sást ítrekað skólaus, samþingmönnum til nokkurrar armæðu.
Verkamenn og kúrekar
Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, baðst afsökunar árið 2013 þegar hún kom til vinnu í bláum gallabuxum. Þá sá hún sig tilneydda til þess …
Sirkus Gnarr smart.