Stóra gallabuxnamálinu hvergi lokið

Þing­mað­ur Við­reisn­ar, Jón Gn­arr, komst í hann krapp­an þeg­ar hann mætti til vinnu í blá­um galla­bux­um.

Stóra gallabuxnamálinu hvergi lokið
Ullarjakkaföt Jón Gnarr mætti í glæsilegum ullarjakkafötum í þingsal á fimmtudag eftir harða orrustu um bláar gallabuxur. Mynd: Golli

„Nú er ég í jakkafötum, ullarjakkafötunum,“ svarar Jón Gnarr, þingmaður Viðreisnar, spurður hvernig hann sé klæddur nokkrum mínútum áður en þingfundur hófst á fimmtudagsmorgni. Jón Gnarr komst í hann krappan á Alþingi á dögunum þegar hann mætti til vinnu í bláum gallabuxum og olli nokkru uppnámi á meðal þingmanna, auk þess sem honum var meinaður aðgangur að salnum. Bryndís Haraldsdóttir, fyrsti varaforseti Alþingis og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, kom ábendingu til þingflokksformanns Viðreisnar um klæðaburð Jóns, sem virðist hafa verið á skjön við hugmyndir þingmannsins um klæðaburð í salnum.

Klæðaburður í þingsal hefur lengi verið þrætuefni. Síðast var tekist á um bindisnotkun, þá þegar þingmaður Pírata, Björn Leví Björnsson, sást bindislaus í stól þingforseta. Hann gekk nokkuð lengra, og sást ítrekað skólaus, samþingmönnum til nokkurrar armæðu. 

Verkamenn og kúrekar

Elín Hirst, þingkona Sjálfstæðisflokksins, baðst afsökunar árið 2013 þegar hún kom til vinnu í bláum gallabuxum. Þá sá hún sig tilneydda til þess …

Kjósa
11
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • GK
    Gísli Kristjánsson skrifaði
    Það er nú ágætt að hið lága alþingi fjallar augljóslega um þau mál sem mest varða og hvíla á þjóðinni í þessu landi; plasttappar og gallabuxur. "You can't make this shit up!"

    Sirkus Gnarr smart.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Meira undir en vilji til að slá eign sinni á herbergi
Allt af létta

Meira und­ir en vilji til að slá eign sinni á her­bergi

Hild­ur Sverr­is­dótt­ir, þing­flokks­formað­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sagði ein­hug inn­an þing­flokks Sjálf­stæð­is­flokks­ins um setu­verk­fall hefði þeim ver­ið gert að skipta um þing­flokks­her­bergi. Sam­fylk­ing­in ósk­aði eft­ir því að fá stærsta þing­flokks­her­berg­ið sem Sjálf­stæð­is­menn hafa haft til um­ráða frá ár­inu 1941 en fékk það ekki.

Mest lesið

Einn og hálfur tími á bráðamóttöku: Sjálfsskaði, hjartastopp og hnífstunga
1
Á vettvangi

Einn og hálf­ur tími á bráða­mót­töku: Sjálfsskaði, hjarta­stopp og hnífstunga

Eitt orð má aldrei nota á bráða­mót­töku Land­spít­al­ans og það er orð­ið ró­legt. Nán­ast um leið og Jón Ragn­ar Jóns­son bráða­lækn­ir hef­ur orð á að það sé óvenju ró­legt á næt­ur­vakt eina helg­ina dynja áföll­in á. Hann hef­ur rétt kom­ið manni til lífs þeg­ar neyð­ar­bjall­an hring­ir á ný. Síð­an end­ur­tek­ur sama sag­an sig.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár