Klukkan var að verða hálf átta að kvöldi 27. júní 2023 og Viktoriia Amelina var orðin svöng. Þetta var í borginni Kramatorsk í Donetsk-héraði í Úkraínu og hún hafði verið á þeytingi allan daginn að safna upplýsingum um hervirki og stríðsglæpi Rússa síðan innrás þeirra á úkraínska grundu hófst rúmu ári fyrr. Nú þegar var hún komin með allþykkan bunka af skýrslum og frásögnum sem hún skráði sjálf niður á ensku nokkurn veginn jafnharðan, því hún hafði ákveðið að skrifa bók handa Vesturlandabúum svo þeir sæju hvað Úkraínumenn, og ekki síst úkraínskar konur, máttu þola af hendi hinna grimmu innrásarmanna.
Viktoriia Amelina var 37 ára gömul, fædd í Lviv árið 1986. Hún lærði tölvunarfræði en þegar byltingin á Mædjan-torgi átti sér stað í febrúar 2014 – þegar Rússadindlinum Janúkovitsh var steypt af stóli – þá hafði henni orðið svo mikið um að hún skrifaði á skömmum tíma skáldsögu sem snerist …
Athugasemdir (1)