Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Skilyrði um fjölgun jarðskjálftamæla vegna Coda Terminal

Skipu­lags­stofn­un krefst sautján skil­yrða ætli Car­bfix að fá leyfi til upp­bygg­ing­ar á Coda Term­inal nærri íbúa­byggð í Hafnar­firði.

Skilyrði um fjölgun jarðskjálftamæla vegna Coda Terminal
Carbfix. Mynd: Golli

Alls þarf Carbfix að uppfylla sautján skilyrði samkvæmt niðurstöðu umfangsmikillar skýrslu Skipulagsstofnunar um verkefnið sem telur 56 blaðsíður. Um er að ræða mat stofnunarinnar á uppbyggingu á niðurdælingastöð Coda Terminal í nærri íbúabyggð á Völlunum í Hafnarfirði. Fyrirtækið stefnir á að dæla þremur milljónum tonna af CO2, eða koldíoxíði, í berg í Hafnarfirði. Þær áætlanir hafa mætt mikilli andstöðu íbúa í Hafnarfirði.

Alls bárust umsagnir frá þrettán stofnunum og yfir 60 umsagnir frá einstaklingum og félagasamtökum eins og Landvernd og Náttúruverndarsamtökum Suðvesturlands.

Á meðal skilyrða skipulagsstofnunar er að setja þurfi í starfsleyfi skilyrði um fjölgun skjálftamæla miðað við núverandi aðstæður og að minnsta kosti verði bætt við tveimur borholumælum á niðurdælingarsvæðinu.

Vöktunaráætlun vegna jarðskjálfta

Þá segir í skýrslunni að þó að litlar líkur séu á svokallaðri örvaðri jarðskjálftavirkni sé mikilvægt í ljósi umfangs fyrirhugaðra framkvæmda og nálægðar við íbúabyggð að gæta fyllstu varúðar, enda ekki hægt að útiloka örvaða jarðskjálftavirkni sem geti verið greinanleg hjá fólki. Því er mikilvægt að til staðar verði ítarleg vöktunaráætlun sem og viðbragðsáætlun komi til þess að vart verði við örvaða jarðskjálftavirkni sem gæti náð um tvo kílómetra frá svæðinu. Það myndi þá ná til Vallahverfisins og stórs hluta Holtahverfisins.  

Ströng skilyrði um snefilefni

Þá er tekið mið af háværri gagnrýni íbúa á Völlunum sem vöktu athygli á snefilefnum sem geti fylgt niðurdælingum af þessum toga. Þannig er eitt skilyrðanna að í starfsleyfi Umhverfis- og orkustofnunar þurfi að setja skilyrði um leyfilega efnasamsetningu CO2 straumsins. Hluti af vöktun og eftirliti Carbfix með efnasamsetningu CO2 straumsins felst síðan í að fylgjast með styrk efna í vöktunarholum til að tryggja að áhrifa vegna mögulegra snefilefna gæti ekki, auk þess sem vakta þarf súrefnisþörf og súrefnisstyrk. Þá þarf Carbfix að gera kröfu um afhendingu efnagreiningar CO2 straumsins fyrir affermingu í Straumsvík, auk þess sem mæla þarf hreinleika straumsins fyrir dælingu í geymslutanka Coda Terminal til þess að ganga úr skugga um að hann uppfylli kröfur um samsetningu í samræmi við skilgreiningu í starfsleyfi.

Þegar átt er við snefilefni er verið að ræða um önnur efni sem geta verið hluti af CO2 straumnum og eru mögulega fangað á þeim stað þar sem koldíoxíðið á uppruna sinn.

Geta haft neikvæð áhrif á dvergbleikju

Þá þarf að gera rannsókn á dvergbleikju og botnlægjum hryggleysingjum áður en framkvæmdir hefjast og byggt á þeim niðurstöðum þarf að hafa samráð við líffræðing um mögulega vöktun á þessum stofnum. 

Þegar kemur að tjörnum í og við Straumsvík telur Skipulagsstofnun að óvissa sé um umfang áhrifa. Í ljósi þess hve einstakar tjarnirnar eru og lífríki þeirra, geti möguleg áhrif fyrirhugaðra framkvæmda orðið verulega neikvæð. 

Skipulagsstofnun tekur undir umsögn Umhverfisstofnunar að ef neikvæðra breytinga verður vart í tjörnunum og líkanreikningar eða reynsla af rekstri svæðisins sýni fram á að þessar breytingar verði mun umfangsmeiri en gert var ráð fyrir, sé nauðsynlegt að takmarka umfang fyrirhugaðra framkvæmda.

Ljóst er af skýrslunni að mikil óvissa er um starfsemina sem hefur ekki verið reynd af þessari stærðargráðu á Íslandi, né svo nálægt íbúabyggð.

Hér fyrir neðan má lesa öll skilyrðin sem Skipulagsstofnun telur að þurfi til þess að hægt sé að gefa út leyfi fyrir framkvæmdunum auk þess sem hægt er að nálgast skýrslu Skipulagsstofnunar hér

Kjósa
4
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
2
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
4
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Bannaður á leigubílastæðinu fyrir að leggja starfsfólk Isavia í einelti
5
Fréttir

Bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu fyr­ir að leggja starfs­fólk Isa­via í einelti

Isa­via seg­ir leigu­bíl­stjóra, sér­stak­lega virk­an á sam­fé­lags­miðl­um, hafa lagt starfs­fólk flug­vall­ar­ins í einelti – með­al ann­ars með ásök­un­um í garð þess og nafn­birt­ing­um á net­inu. Hann hafi ver­ið sett­ur í ótíma­bund­ið bann vegna ógn­andi og óvið­eig­andi fram­komu. „Þetta er nátt­úr­lega óþægi­legt að mæta í vinn­una og verða svo fyr­ir áreiti,“ seg­ir einn starfs­mað­ur við Heim­ild­ina.

Mest lesið í mánuðinum

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
2
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
„Ég var bara glæpamaður“
3
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hver er Jón Óttar? - „Ég hef sjálfur fylgst með fólki mánuðum saman“
4
Fréttir

Hver er Jón Ótt­ar? - „Ég hef sjálf­ur fylgst með fólki mán­uð­um sam­an“

Jón Ótt­ar Ólafs­son, einn þeirra sem stund­aði njósn­ir fyr­ir Björgólf Thor Björgólfs­son ár­ið 2012, gaf út glæpa­sögu ári síð­ar þar sem að­al­sögu­hetj­an er lög­reglu­mað­ur sem stund­ar hler­an­ir. Jón Ótt­ar vann lengi fyr­ir Sam­herja, bæði á Ís­landi og í Namib­íu, en áð­ur hafi hann ver­ið kærð­ur af sér­stök­um sak­sókn­ara, sem hann starf­aði fyr­ir, vegna gruns um að stela gögn­um.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
6
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár