Þessi grein birtist fyrir rúmlega 4 mánuðum.

Holskefla hópsýkinga

Víg­dís Tryggva­dótt­ir, sér­greina­dýra­lækn­ir hjá Mat­væla­stofn­un, seg­ir holskeflu til­kynn­inga um hóp­sýk­ing­ar vegna mat­væla hafa borist að und­an­förnu. Ekki sé þó víst að þær séu í raun fleiri en áð­ur því hugs­an­lega sé sam­fé­lag­ið með­vit­aðra eft­ir al­var­legu hóp­sýk­ing­una á leik­skól­an­um í haust.

Holskefla hópsýkinga
Meðvitaðara samfélag Vigdís segir hugsanlega skýringu holskeflu tilkynninga um hópsýkingar vera aukna meðvitund um hætturnar eftir sýkingu sem kom upp á leikskóla á síðasta ári.

Nokkur fjöldi hópsýkinga hefur komið upp á Íslandi undanfarna mánuði. Sú alvarlegasta kom upp á leikskóla síðasta haust. 50 börn veiktust og þar af voru fimm um tíma í lífshættu. 

Þá kom upp hópsýking á tveimur þorrablótum sem haldin voru um síðustu mánaðamót. Staðfest er að 140 gestir hafi veikst en á vef Matvælastofnunar segir að mögulega hafi fleiri sýkst. Þar segir líka að niðurstöður sýnatöku hafi leitt í ljós að sjúkdómsvaldandi bakteríur hafi verið í sviðasultu og svínasultu á hlaðborði. Greining á sýnum úr órofnum umbúðum frá framleiðendum hafi leitt í ljós að varan sjálf var án mengunar. Niðurstöðurnar bendi því til þess að meðferð matvælanna hafi verið ábótavant hjá veisluþjónustunni.

Von er á lokaskýrslu um málið. 

Síðastliðið sumar veiktust að minnsta kosti sextíu manneskjur sem voru á ferðalagi og höfðu gist á Rangárvöllum. Það reyndist vera nóróveira og talið að hún hafi smitast manna á milli. Veiran getur …

Kjósa
16
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Hvað er svo glatt sem góðra vina hópur 🥴🤢🤮😵‍💫 á þorrablóti? 😧🤒
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Allt af létta

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Indriði Þorláksson
2
Pistill

Indriði Þorláksson

Veiði­gjöld, hagn­að­ur og raun­veru­leg af­koma

Sam­tök fyr­ir­tækja í sjáv­ar­út­vegi hafa mót­mælt hækk­un veiði­gjalda með röng­um for­send­um og áróðri. Al­menn­ing­ur styð­ur hins veg­ar að hlut­ur þjóð­ar­inn­ar í arði af fisk­veiðiauð­lind­inni verði auk­inn. Reikn­uð auð­lindar­enta end­ur­spegl­ar raun­veru­lega af­komu bet­ur en bók­halds­leg­ur hagn­að­ur, sem get­ur ver­ið skekkt­ur með reikn­ings­færsl­um og eigna­tengsl­um.

Mest lesið í mánuðinum

Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
2
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.
Drengir kvörtuðu undan kennara og var meinað að sitja kennslustundir
6
Úttekt

Dreng­ir kvört­uðu und­an kenn­ara og var mein­að að sitja kennslu­stund­ir

Tólf ára gaml­ir dreng­ir leit­uðu til skóla­stjóra vegna meints of­beld­is af hálfu kenn­ara. Í kjöl­far­ið var þeim mein­að að sitja kennslu­stund­ir hjá kenn­ar­an­um. Ann­ar baðst af­sök­un­ar eft­ir tvær vik­ur og fékk þá að koma aft­ur í tíma. Hinn sætti út­skúf­un í tvo mán­uði, áð­ur en skól­an­um var gert að taka dreng­inn aft­ur inn í tíma. For­eldr­ar drengs­ins segja kerf­ið hafa brugð­ist barn­inu og leit­uðu að lok­um til lög­reglu.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár