Hallgrímur Jón Hallgrímsson er yfirverkstjóri Borgarskóga Reykjavíkurborgar og sem slíkur hefur hann haft umsjón með trjáfellingum í Öskjuhlíð vegna flugsamgangna. Allt að 50 tré voru felld í gær þegar hafist var handa.
„Þetta er bara mjög sérstakt verkefni svona inni í okkar almennu umhirðu. Þetta er náttúrlega líka eitthvað sem eru samskipti á milli ISAVIA og Reykjavíkurborgar og við erum kölluð út þegar það þarf að fara að gera eitthvað,“ segir hann.
![](https://heimildin.is/media/uploads/images/thumbs/SdouZDWvdViA_1600x4160_kvSNd4Vj.jpg)
Fellingarnar ættu ekki að hafa áhrif á notendur
Aðspurður þvertekur Hallgrímur fyrir það að það sé óyfirstíganlega stórt verkefni að fella allt að 1.400 tré í Öskjuhlíð, líkt og rætt hefur verið um að þurfi að gera. Þetta er þó meira en yfirleitt er gert, en stór hluti af starfi yfirverkstjóra Borgarskóganna er að grisja skóga borgarlandsins.
„Mikið af skógarumhirðunni …
Athugasemdir