Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
Í anddyri sveitar Ólöf Birna á bæjarhlaðinu við Eyri. Að baki henni sjást verksmiðjuhúsin á Grundartanga. Hún kærir sig ekki um frekari stóriðju á svæðinu. Nóg sé komið af slíku. Mynd: Golli

Stórt flutningaskip er úti fyrir miðjum firði. Þar vaggar það rólyndislega í dimmbláum sjónum og bíður þess að komast að bryggju. Óteljandi önnur skip hafa lónað á firðinum djúpa í gegnum tíðina, ekki síst á ófriðartímum.

Í seinna stríði höfðust hermenn í tugatali við á þessum slóðum. Þrjár jarðir við fjörðinn voru hersetnar og á einni þeirra var um skeið flotastöð bandamanna. Þar risu m.a. kvikmyndahús, spítali, verkstæði og svefnskálar. Þær byggingar heyra nú sögunni til en einhverjar minjar frá þessum tíma er þar enn að finna. Jökulsorfnir dalir og fjöll umhverfis fjörðinn var áður kunnuglegt landslag flestum þeim sem voru á leið frá höfuðborginni og út á land. Það breyttist í einni hendingu á júlídegi fyrir 26 árum.   

Fjörður þessi er Hvalfjörður og breytingin mikla jarðgöngin sem voru opnuð undir hann árið 1998. Sama ár var gangsett álver við hann utanverðan þar sem þegar var að finna járnblendiverksmiðju. Grundartangahöfn …

Kjósa
26
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (4)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • K Hulda Guðmundsdóttir skrifaði
    Við viljum ekki og þurfum ekki vindorkuver á Íslandi! Reynið að skilja það, þið þarna gráðugu peningarisar!! Burt með ykkur! Megi huldar vættir herða sig gegn þessum landráðapésum
    0
  • Þorkell Egilsson skrifaði
    Brenna brenna brenna allt sem selst fyrir monní og öðlast opinberlega vald yfir þjóðum og náttúru auðlindum. 😀
    0
  • Helga Óskarsdóttir skrifaði
    Frábær grein um þessar "leynilegu" áform. Hér er markviss upplýsingaóreiða og enginn opinber umræða fer fram um þessi áform.
    1
  • SP
    Sigurður Pétursson skrifaði
    Flott grein er algjörlega sammála Ólöfu sorglegt að horfa á þær hugmyndir er verið að koma með með þennann fallega fjörð
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorka á Íslandi

Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum
SkýringVindorka á Íslandi

Ris­ar á ferð: Flösku­háls­ar kalla á breyt­ing­ar á veg­um

80 metra lang­ir vind­myllu­spað­ar eru lengstu íhlut­irn­ir sem munu fara um ís­lenska vega­kerf­ið ef af bygg­ingu vindorku­vera verð­ur hér á landi. Þess­ir for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­ar kalla á styrk­ing­ar á brúm og veg­um, breyt­ing­ar á vega­mót­um og alls kon­ar til­fær­ing­ar aðr­ar. Flytja yrði inn sér­staka flutn­inga­bíla til verks­ins og loka veg­um fyr­ir ann­arri um­ferð enda ekki dag­legt brauð að aka með fyr­ir­bæri á pari við hæð Hall­gríms­kirkjut­urns um þjóð­vegi lands­ins.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra ræðst í frumkvæðisathugun á fyrirhuguðu vindorkuveri
FréttirVindorka á Íslandi

Sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra ræðst í frum­kvæðis­at­hug­un á fyr­ir­hug­uðu vindorku­veri

Byggð­ar­ráð Rangár­þings ytra ákvað í gær að fela sveit­ar­stjóra að leggja mats­spurn­ing­ar fyr­ir Lands­virkj­un, ým­is ráðu­neyti og stofn­an­ir sem koma að upp­bygg­ingu vindorku­vers sem til stend­ur að byggja í sveit­ar­fé­lag­inu. Eggert Val­ur Guð­munds­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar, seg­ir nauð­syn­legt að fá svör við spurn­ing­un­um áð­ur en fram­kvæmda­leyfi fyr­ir vindorku­garð­in­um er gef­ið út.

Mest lesið

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
1
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
Sundrung hægri manna þegar fylgið mælist mest
5
Greining

Sundr­ung hægri manna þeg­ar fylg­ið mæl­ist mest

Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn glím­ir við til­vist­ar­kreppu þar sem Mið­flokk­ur­inn krafs­ar í þjóð­ern­is­sinn­aða kjós­end­ur hans en Við­reisn í þá al­þjóða­sinn­uðu. Bók­un 35, út­lend­inga­mál og að­ild að Evr­ópu­sam­band­inu eru með­al þess sem grein­ir þá að. Heim­ild­in ræddi við kjörna full­trúa flokk­anna þriggja um átakalín­urn­ar, þró­un fylgis­ins og hvort flöt­ur sé á sam­starfi í hægri stjórn í fram­tíð­inni.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Sagði sig úr skólaráði þegar Ársæll var ráðinn „af pólitískum ástæðum“
3
Stjórnmál

Sagði sig úr skóla­ráði þeg­ar Ár­sæll var ráð­inn „af póli­tísk­um ástæð­um“

Kenn­ari og fyrr­ver­andi formað­ur Kenn­ara­sam­bands Ís­lands sagði sig úr skóla­ráði Borg­ar­holts­skóla þeg­ar Ár­sæll Guð­munds­son var skip­að­ur skóla­meist­ari. Sagði hann eng­an í ráð­inu hafa tal­ið hann hæf­ast­an um­sækj­enda og full­yrti að ráðn­ing­in væri póli­tísk. Ár­sæll seg­ist rekja það beint til Ingu Sæ­land að hafa ekki feng­ið áfram­hald­andi ráðn­ingu.
„Enginn alþjóðaflugvöllur með verri tengingu við áfangastað“
6
Úttekt

„Eng­inn al­þjóða­flug­völl­ur með verri teng­ingu við áfanga­stað“

Í mörg­um til­fell­um er ódýr­ara fyr­ir lands­menn að keyra á bíl­um sín­um upp á flug­völl og leggja frek­ar en að taka Flugrút­una. Ný­leg rann­sókn sýndi að að­eins hálft til eitt pró­sent þjóð­ar­inn­ar nýti sér Strætó til að fara upp á flug­völl. Borg­ar­fræð­ingn­um Birni Teits­syni þykja sam­göng­ur til og frá Kefla­vík­ur­flug­velli vera þjóð­ar­skömm en leið­sögu­mað­ur líkti ný­legu ferða­lagi sínu með Flugrút­unni við gripa­flutn­inga.

Mest lesið í mánuðinum

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár