Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“

Ra­feldsneytis­verk­smiðj­ur eru sögu­lega orku­frek­ar. Þær eru líka fyr­ir­ferð­ar­mikl­ar og með tengd­um mann­virkj­um á borð við bryggj­ur og virkj­an­ir yrði rask af þeim mik­ið. „Má ekki ákveða á ein­hverj­um tíma­punkti að nóg sé kom­ið?“ spyr kona í Hval­firði sem myndi sjá 60 metra há­an kyndil ra­feldsneytis­verk­smiðju á Grund­ar­tanga frá jörð­inni sinni.

Hvalfjörðurinn endi ekki sem „ruslahaugur alls konar tilrauna“
Í anddyri sveitar Ólöf Birna á bæjarhlaðinu við Eyri. Að baki henni sjást verksmiðjuhúsin á Grundartanga. Hún kærir sig ekki um frekari stóriðju á svæðinu. Nóg sé komið af slíku. Mynd: Golli

Stórt flutningaskip er úti fyrir miðjum firði. Þar vaggar það rólyndislega í dimmbláum sjónum og bíður þess að komast að bryggju. Óteljandi önnur skip hafa lónað á firðinum djúpa í gegnum tíðina, ekki síst á ófriðartímum.

Í seinna stríði höfðust hermenn í tugatali við á þessum slóðum. Þrjár jarðir við fjörðinn voru hersetnar og á einni þeirra var um skeið flotastöð bandamanna. Þar risu m.a. kvikmyndahús, spítali, verkstæði og svefnskálar. Þær byggingar heyra nú sögunni til en einhverjar minjar frá þessum tíma er þar enn að finna. Jökulsorfnir dalir og fjöll umhverfis fjörðinn var áður kunnuglegt landslag flestum þeim sem voru á leið frá höfuðborginni og út á land. Það breyttist í einni hendingu á júlídegi fyrir 26 árum.   

Fjörður þessi er Hvalfjörður og breytingin mikla jarðgöngin sem voru opnuð undir hann árið 1998. Sama ár var gangsett álver við hann utanverðan þar sem þegar var að finna járnblendiverksmiðju. Grundartangahöfn …

Kjósa
10
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (1)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • SP
    Sigurður Pétursson skrifaði
    Flott grein er algjörlega sammála Ólöfu sorglegt að horfa á þær hugmyndir er verið að koma með með þennann fallega fjörð
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Vindorka á Íslandi

Risar á ferð: Flöskuhálsar kalla á breytingar á vegum
SkýringVindorka á Íslandi

Ris­ar á ferð: Flösku­háls­ar kalla á breyt­ing­ar á veg­um

80 metra lang­ir vind­myllu­spað­ar eru lengstu íhlut­irn­ir sem munu fara um ís­lenska vega­kerf­ið ef af bygg­ingu vindorku­vera verð­ur hér á landi. Þess­ir for­dæma­lausu þunga­flutn­ing­ar kalla á styrk­ing­ar á brúm og veg­um, breyt­ing­ar á vega­mót­um og alls kon­ar til­fær­ing­ar aðr­ar. Flytja yrði inn sér­staka flutn­inga­bíla til verks­ins og loka veg­um fyr­ir ann­arri um­ferð enda ekki dag­legt brauð að aka með fyr­ir­bæri á pari við hæð Hall­gríms­kirkjut­urns um þjóð­vegi lands­ins.
„Ég kæri mig ekki um að sveitin mín sé eyðilögð“
ViðtalVindorka á Íslandi

„Ég kæri mig ekki um að sveit­in mín sé eyði­lögð“

Í sjö ár hef­ur Stein­unn M. Sig­ur­björns­dótt­ir háð marg­ar orr­ust­ur í bar­áttu sinni gegn vind­myll­um sem til stend­ur að reisa allt um­hverf­is sveit­ina henn­ar. Hún hef­ur tap­að þeim öll­um. „Ég er ekki bú­in að ákveða hvort ég hlekki mig við jarð­ýt­urn­ar, það fer eft­ir því hvað ég verð orð­in göm­ul,” seg­ir hún glettn­is­lega. En þó með votti af al­vöru. Hún ætli að minnsta kosti ekki að sitja hjá og „horfa á þetta ger­ast”.
Sveitarstjórn Rangárþings ytra ræðst í frumkvæðisathugun á fyrirhuguðu vindorkuveri
FréttirVindorka á Íslandi

Sveit­ar­stjórn Rangár­þings ytra ræðst í frum­kvæðis­at­hug­un á fyr­ir­hug­uðu vindorku­veri

Byggð­ar­ráð Rangár­þings ytra ákvað í gær að fela sveit­ar­stjóra að leggja mats­spurn­ing­ar fyr­ir Lands­virkj­un, ým­is ráðu­neyti og stofn­an­ir sem koma að upp­bygg­ingu vindorku­vers sem til stend­ur að byggja í sveit­ar­fé­lag­inu. Eggert Val­ur Guð­munds­son, odd­viti sveit­ar­stjórn­ar, seg­ir nauð­syn­legt að fá svör við spurn­ing­un­um áð­ur en fram­kvæmda­leyfi fyr­ir vindorku­garð­in­um er gef­ið út.

Mest lesið

Gjöfin frá Ásgeiri: „Þetta var hans draumur“
1
Vettvangur

Gjöf­in frá Ás­geiri: „Þetta var hans draum­ur“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son lést nótt­ina fyr­ir við­burð­inn sem hann hafði var­ið síð­ustu dög­um lífs­ins við að skipu­leggja ásamt vin­um sín­um og ætt­ingj­um. Nið­ur­stað­an var að það væri í anda Ás­geirs að halda við­burð­inn. „Þetta var ótrú­leg stund og mik­il gjöf sem hann færði okk­ur sem eft­ir stóð­um, að fá að vera þarna sam­an á þess­ari stundu,“ seg­ir Jón Bjarki Mag­ús­son, einn af hans nán­ustu vin­um.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Vanefndir og riftanir í tveimur leikskólaverkefnum sama verktaka
5
Fréttir

Vanefnd­ir og rift­an­ir í tveim­ur leik­skóla­verk­efn­um sama verk­taka

Und­ir­verk­tak­ar sem kom­ið hafa að leik­skó­la­upp­bygg­ingu í Reykja­nes­bæ og Hvera­gerði sitja eft­ir með sárt enn­ið vegna vanefnda verk­taka­fyr­ir­tæk­is­ins Hrafn­hóls. Ein­inga­hús­næði sem fé­lag­ið hef­ur flutt inn er­lend­is frá hef­ur bók­staf­lega ekki hald­ið vatni. Á báð­um stöð­um hef­ur samn­ingi um upp­bygg­ing­una ver­ið rift.

Mest lesið í mánuðinum

Ásgeir greindist með banvænt krabbamein: „Ég ætla samt að halda partí“
1
Viðtal

Ás­geir greind­ist með ban­vænt krabba­mein: „Ég ætla samt að halda partí“

Ás­geir H. Ing­ólfs­son fékk ný­ver­ið dauða­dóm, eins og hann orð­ar það. Krabba­mein­ið sem hann greind­ist með er ekki tækt til með­ferð­ar. Ljóð­skáld­ið og blaða­mað­ur­inn býð­ur því til Lífs­kviðu; mann­fagn­að­ar og list­við­burð­ar á Götu sól­ar­inn­ar við Kjarna­skóg. Ás­geir frá­bið­ur sér orð­ið æðru­leysi í þessu sam­hengi, því auð­vit­að sé hann „al­veg hund­fúll.“
Viðskiptaáætlun Carbfix: Földu áform sín fyrir íbúum
2
RannsóknCarbfix-málið

Við­skipta­áætl­un Car­bfix: Földu áform sín fyr­ir íbú­um

Fyr­ir­ætlan­ir Car­bfix eru mun um­fangs­meiri en fram hef­ur kom­ið. Stefnt er að því að dæla nið­ur allt að 4,8 millj­ón­um tonna af kol­díoxí­ði (CO2) og fyr­ir­tæk­ið von­ast til þess að velta hátt í þrjú hundruð millj­örð­um á full­um af­köst­um. Það er hærri upp­hæð en stærsta fyr­ir­tæki lands­ins velt­ir í dag. Á með­al við­skipta­vina er fyr­ir­tæki sem framdi glæp gegn mann­kyni og vill dæla nið­ur CO2 á Ís­landi.
Móðir Kolfinnu Eldeyjar: „Ég segi mína sögu því að samfélagið þarf að vakna“
3
Fréttir

Móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar: „Ég segi mína sögu því að sam­fé­lag­ið þarf að vakna“

Ingi­björg Dagný Inga­dótt­ir, móð­ir Kolfinnu Eld­eyj­ar Sig­urð­ar­dótt­ur, opn­ar sig um and­lát dótt­ur sinn­ar. Hún seg­ir kerf­in hafa brugð­ist barns­föð­ur sín­um, sem hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að hafa ráð­ið dótt­ur þeirra bana. „Ég vissi strax í hjarta mínu að hann hefði ekki tek­ið með­vit­aða ákvörð­un um að gera svona lag­að“.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár