Stórt flutningaskip er úti fyrir miðjum firði. Þar vaggar það rólyndislega í dimmbláum sjónum og bíður þess að komast að bryggju. Óteljandi önnur skip hafa lónað á firðinum djúpa í gegnum tíðina, ekki síst á ófriðartímum.
Í seinna stríði höfðust hermenn í tugatali við á þessum slóðum. Þrjár jarðir við fjörðinn voru hersetnar og á einni þeirra var um skeið flotastöð bandamanna. Þar risu m.a. kvikmyndahús, spítali, verkstæði og svefnskálar. Þær byggingar heyra nú sögunni til en einhverjar minjar frá þessum tíma er þar enn að finna. Jökulsorfnir dalir og fjöll umhverfis fjörðinn var áður kunnuglegt landslag flestum þeim sem voru á leið frá höfuðborginni og út á land. Það breyttist í einni hendingu á júlídegi fyrir 26 árum.
Fjörður þessi er Hvalfjörður og breytingin mikla jarðgöngin sem voru opnuð undir hann árið 1998. Sama ár var gangsett álver við hann utanverðan þar sem þegar var að finna járnblendiverksmiðju. Grundartangahöfn …
Athugasemdir (1)