Játuðu glæpi gegn mannkyni og vilja flytja CO2 til Hafnarfjarðar

Car­bfix hef­ur ekki vilj­að upp­lýsa hvaða fyr­ir­tæki munu flytja CO2 til Hafn­ar­fjarð­ar með það að mark­miði að dæla því nið­ur í jörðu. Fjöl­mörg nöfn má þó finna í fjár­fest­inga­kynn­ingu Car­bfix til EIG fjár­fest­inga­sjóðs­ins, og Morg­an Stanley vann fyr­ir fyr­ir­tæk­ið sumar­ið 2023.

Játuðu glæpi gegn mannkyni og vilja flytja CO2 til Hafnarfjarðar
Carbfix hyggst koma á fót niðurdælingastöð í Hafnarfirði. Það er þó í höndum íbúa eftir að bæjarfulltrúar samþykktu að setja málið í íbúakosningu. Mynd: Golli

Heimildin hefur undir höndum lista yfir fyrirtæki sem Carbfix á í viðræðum við um niðurdælingu á koldíoxíði. Fyrirtækin eru í sex flokkum: Álver, sementsfyrirtæki, stáliðnaður, efnaverksmiðjur, orkufyrirtæki og svo önnur fyrirtæki. Sum þessara fyrirtækja hafa verið gagnrýnd harðlega vegna mengunar. Eitt þeirra var ábyrgt fyrir svartri snjókomu nærri verksmiðjum sínum. Nöfnin eru að finna í 120 blaðsíðna fjárfestingakynningu Morgan Stanley fyrir Carbfix og var unnin í júlí árið 2023.

Fá fyrirtæki eru hins vegar með jafnsláandi sögu og fransk-svissneska sementsfyrirtækið Lafarge/Holcim. Svissneska fyrirtækið Holcim – sem gefur sig út fyrir að vera „leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri uppbyggingu“ – sameinaðist franska fyrirtækinu Lafarge árið 2015 undir heitinu Lafarge/Holcim. Franska blaðið Le Monde ljóstraði upp árið 2016 að Lafarge greiddi ISIS-liðum nokkurs konar verndarskatt í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og fjármagnaði þannig hryllilegan hernað öfgasamtakanna. Alls greiddi fyrirtækið ISIS-liðum 13 milljónir evra. Markmiðið …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Er þessi leyfisveiting einkamál Hafnarfjarðar?

    Ég trúi því aldrei að þetta verði leyft.
    1
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Eru þau ekki líka að skoða Ölfusið?
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Nú þarf að endurskoða hvað þetta fyrirtæki er að gera. Að vinna með glæpafyrirtækjum sem eru að grænþvo afbrot og glæpi!
    1
  • Gréta Pálsdóttir skrifaði
    Við Hafnfirðingar eigum þá að fá aukaskammt af glæpum gegn mannkyni?
    1
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hafnfirðingar hljóta að kjósa þessa vitleysu út af borðinu
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Umdeild gjaldskylda við Reykjanesvita: „Þetta er bara slóði“
3
UmhverfiðFerðamannalandið Ísland

Um­deild gjald­skylda við Reykja­nes­vita: „Þetta er bara slóði“

Sam­kvæmt lóða­leigu­samn­ingi hef­ur fyr­ir­tæk­ið Reykja­nes Aur­ora heim­ild til að inn­heimta bíla­stæða­gjöld í 500 metra radíus við Reykja­nes­vita þrátt fyr­ir að leigja að­eins hluta af því landi. Eig­and­inn seg­ir að reynt hafi ver­ið á gjald­heimt­una fyr­ir dómi og hún úr­skurð­uð hon­um í vil. „Þetta er bú­ið að vera vand­ræða­mál,“ seg­ir Kjart­an Már Kjart­ans­son, bæj­ar­stjóri Reykja­nes­bæj­ar.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Erla Björg hættir sem ritstjóri: „Stundum hef ég þurft að minna mig á æðruleysið“
2
Innlent

Erla Björg hætt­ir sem rit­stjóri: „Stund­um hef ég þurft að minna mig á æðru­leys­ið“

Erla Björg Gunn­ars­dótt­ir er hætt sem rit­stjóri á frétta­stofu Sýn­ar. Í færslu á sam­fé­lags­miðl­um seg­ir hún að í ár­anna rás hafi hún unn­ið eins og hún gat með sí­breyti­leg­an far­veg þar sem hún hafi stund­um þurft að minna sig á æðru­leys­ið og hverju hún gæti stjórn­að. „Eft­ir marga slíka hringi kem­ur að þeim tíma­punkti að það er best að kveðja og hleypa nýj­um kröft­um í bar­átt­una.“

Mest lesið í mánuðinum

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörðinni“
5
Innlent

„Allt í einu koma þessi skrímsli upp úr jörð­inni“

Und­ir­skrifta­söfn­un er haf­in til að mó­mæla fram­kvæmd­um í Skafta­felli. Fund­ur um breyt­ing­ar fram­kvæmd­anna var hald­inn um há­sum­ar. „Það dugði til að gera skyldu sína,“ seg­ir íbúi á svæð­inu. Íbú­ar ótt­ast að sam­keppn­is­hæfni muni minnka ef fyr­ir­hug­uð ferða­g­ist­ing rís. „Ég sé ekki ann­að en að þetta auki tekj­ur og at­vinnu á svæð­inu,“ seg­ir Pálm­ar Harð­ar­son, sem stend­ur að fram­kvæmd­inni ásamt Arctic Advent­ur­es.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár