Heimildin hefur undir höndum lista yfir fyrirtæki sem Carbfix á í viðræðum við um niðurdælingu á koldíoxíði. Fyrirtækin eru í sex flokkum: Álver, sementsfyrirtæki, stáliðnaður, efnaverksmiðjur, orkufyrirtæki og svo önnur fyrirtæki. Sum þessara fyrirtækja hafa verið gagnrýnd harðlega vegna mengunar. Eitt þeirra var ábyrgt fyrir svartri snjókomu nærri verksmiðjum sínum. Nöfnin eru að finna í 120 blaðsíðna fjárfestingakynningu Morgan Stanley fyrir Carbfix og var unnin í júlí árið 2023.
Fá fyrirtæki eru hins vegar með jafnsláandi sögu og fransk-svissneska sementsfyrirtækið Lafarge/Holcim. Svissneska fyrirtækið Holcim – sem gefur sig út fyrir að vera „leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri uppbyggingu“ – sameinaðist franska fyrirtækinu Lafarge árið 2015 undir heitinu Lafarge/Holcim. Franska blaðið Le Monde ljóstraði upp árið 2016 að Lafarge greiddi ISIS-liðum nokkurs konar verndarskatt í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og fjármagnaði þannig hryllilegan hernað öfgasamtakanna. Alls greiddi fyrirtækið ISIS-liðum 13 milljónir evra. Markmiðið …
Athugasemdir (2)