Þessi grein birtist fyrir rúmlega 10 mánuðum.

Játuðu glæpi gegn mannkyni og vilja flytja CO2 til Hafnarfjarðar

Car­bfix hef­ur ekki vilj­að upp­lýsa hvaða fyr­ir­tæki munu flytja CO2 til Hafn­ar­fjarð­ar með það að mark­miði að dæla því nið­ur í jörðu. Fjöl­mörg nöfn má þó finna í fjár­fest­inga­kynn­ingu Car­bfix til EIG fjár­fest­inga­sjóðs­ins, og Morg­an Stanley vann fyr­ir fyr­ir­tæk­ið sumar­ið 2023.

Játuðu glæpi gegn mannkyni og vilja flytja CO2 til Hafnarfjarðar
Carbfix hyggst koma á fót niðurdælingastöð í Hafnarfirði. Það er þó í höndum íbúa eftir að bæjarfulltrúar samþykktu að setja málið í íbúakosningu. Mynd: Golli

Heimildin hefur undir höndum lista yfir fyrirtæki sem Carbfix á í viðræðum við um niðurdælingu á koldíoxíði. Fyrirtækin eru í sex flokkum: Álver, sementsfyrirtæki, stáliðnaður, efnaverksmiðjur, orkufyrirtæki og svo önnur fyrirtæki. Sum þessara fyrirtækja hafa verið gagnrýnd harðlega vegna mengunar. Eitt þeirra var ábyrgt fyrir svartri snjókomu nærri verksmiðjum sínum. Nöfnin eru að finna í 120 blaðsíðna fjárfestingakynningu Morgan Stanley fyrir Carbfix og var unnin í júlí árið 2023.

Fá fyrirtæki eru hins vegar með jafnsláandi sögu og fransk-svissneska sementsfyrirtækið Lafarge/Holcim. Svissneska fyrirtækið Holcim – sem gefur sig út fyrir að vera „leiðandi á heimsvísu í sjálfbærri uppbyggingu“ – sameinaðist franska fyrirtækinu Lafarge árið 2015 undir heitinu Lafarge/Holcim. Franska blaðið Le Monde ljóstraði upp árið 2016 að Lafarge greiddi ISIS-liðum nokkurs konar verndarskatt í borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og fjármagnaði þannig hryllilegan hernað öfgasamtakanna. Alls greiddi fyrirtækið ISIS-liðum 13 milljónir evra. Markmiðið …

Kjósa
21
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (5)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • Ingibjörg Ottesen skrifaði
    Er þessi leyfisveiting einkamál Hafnarfjarðar?

    Ég trúi því aldrei að þetta verði leyft.
    1
  • Ingibjörg Þorleifsdóttir skrifaði
    Eru þau ekki líka að skoða Ölfusið?
    0
  • Steinþór Grímsson skrifaði
    Nú þarf að endurskoða hvað þetta fyrirtæki er að gera. Að vinna með glæpafyrirtækjum sem eru að grænþvo afbrot og glæpi!
    1
  • Gréta Pálsdóttir skrifaði
    Við Hafnfirðingar eigum þá að fá aukaskammt af glæpum gegn mannkyni?
    1
  • ÆS
    Ævar Sigdórsson skrifaði
    Hafnfirðingar hljóta að kjósa þessa vitleysu út af borðinu
    1
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.
Tengdar greinar

Carbfix-málið

Mest lesið

Sagt frá andláti móður sinnar „nánast í sömu andrá og jólin voru hringd inn“
2
Viðtal

Sagt frá and­láti móð­ur sinn­ar „nán­ast í sömu andrá og jól­in voru hringd inn“

Í bók­inni Mamma og ég, seg­ir Kol­beinn Þor­steins­son frá sam­bandi sínu við móð­ur sína, Ástu Sig­urð­ar­dótt­ur rit­höf­und. Á upp­vaxt­ar­ár­un­um þvæld­ist Kol­beinn á milli heim­ila, með eða án móð­ur sinn­ar, sem glímdi við illskilj­an­leg veik­indi fyr­ir lít­ið barn. Níu ára gam­all sat hann jarð­ar­för móð­ur sinn­ar og átt­aði sig á því að draum­ur­inn yrði aldrei að veru­leika – draum­ur­inn um að fara aft­ur heim.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Mest lesið í mánuðinum

Endurkoma Jóns Ásgeirs
4
Nærmynd

End­ur­koma Jóns Ás­geirs

Jón Ás­geir Jó­hann­es­son er aft­ur orð­inn stór á mat­vörumark­aði, fast­eigna­mark­aði, í fjöl­miðl­um, ferða­þjón­ustu, trygg­ing­um, áfeng­is­sölu, bens­ín­sölu, lyfj­um og stefn­ir á vöxt er­lend­is. Veldi hans og eig­in­konu hans, Ingi­bjarg­ar Pálma­dótt­ur, minn­ir á upp­bygg­ing­una fyr­ir banka­hrun þeg­ar hann stýrði Baugi, Glitni og 365 miðl­um en hlaut enga dóma í mála­ferl­um sem fylgdu hon­um í meira en ára­tug.
„Það var enga vernd að fá“
6
Viðtal

„Það var enga vernd að fá“

„Við sitj­um eft­ir í sorg, horf­um yf­ir sögu son­ar okk­ar og klór­um okk­ur í höfð­inu. Eft­ir stend­ur spurn­ing­in: Hvað gerð­ist?“ seg­ir Hjör­leif­ur Björns­son, en son­ur hans, Há­varð­ur Máni Hjör­leifs­son, svipti sig lífi þann 2. sept­em­ber, að­eins tví­tug­ur. Feðg­arn­ir voru báð­ir áhuga­menn um tónlist, greind­ir með ADHD og glímdu ung­ir við fíkn, en eitt greindi þá að. Há­varð­ur var brot­inn nið­ur af kerfi sem hann féll ekki inn í.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár