Yerma
Á yfirborðinu fjallar Yerma um þrá titilpersónunnar til að eignast barn og harmleikinn sem fylgir því að geta það ekki, en lítið getur dafnað þegar jarðvegurinn er skemmdur …
Leikrit Lorca fjallar um miklu meira heldur en ófrjósemi einnar konu. Lorca beinir sjónum sínum að þrúgandi regluverki hins íhaldssama samfélags og hvernig feðraveldið eyðileggur líf einstaklinga sem eru öðruvísi. Hugmyndafræðilegt rof er á milli upphaflega leikverksins og útgáfunnar sem er á fjölum Þjóðleikhússins. Stone fjallar um sorgina og geðshræringuna yfir því að geta ekki eignast börn en hann skoðar ekki rætur óhamingjunnar. Útgangspunktur hans er síðkapítalískt ástand borgarastéttarinnar frekar en staða kvenna í samfélaginu og innan feðraveldisins. Þannig verða átökin í hans útgáfu hversdagsleg og persónuleg frekar en epískt uppgjör við samfélagið. Í lokaatriði frumútgáfunnar myrðir Yerma eiginmann sinn með köldu blóði en niðurstaðan er önnur hér. Þýðing Júlíu Margrétar Einarsdóttur er ágæt og uppfærir hún orðfærið laglega þannig að …
Athugasemdir